Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
27.10.2007 | 01:47
Norðurland vestra
Nú lá leiðin norður á Skagaströnd. Þar hefur sjávarútbegsfyrirtæki á Króknum keypt upp hina öflugu útgerð Skagstrendinga. Fólkið á Skagaströnd er uggandi vegan þess að blikur eru á lofti um að fiskvinnslan verði endanlega flutt á Krókinn. Það er fiskmarkaður á Skagaströnd sem selur mikinn fisk. Kannske geta Skagstrendingar byrjað upp á nýtt og farið að verka þennan fisk. Vonandi tekst þeim að komast út úr aðsteðjandi vanda. og vonandi munu mótvægisaðgerðir koma að notum þegar fram líða stundir. Á Skagaströnd vorum við rukkaðir um störf án staðsetningar og var það ekki að ósekju. Við verðum að spýta í lófana hvað þetta varðar og standa okkur betur.
Frá Skagaströnd var farið í Varmahlíð og gamla félagsheimilið skoðað. Það er í endurbyggingu og kostar mikinn pening að gera við það og endurnýja. Á hótelinu í Varmahlíð var síðan fundur með sveitarstjórnamönnum í gamal Noðurlandi vestra. það var góður fundur og margar brýningar og hvatningar fengum við þingmenn. Verknámsbygging var skoðuð á Króknum og kynning þar. Deginum lauk svo á Hólum í Hjaltadal, þeim helga stað og vorum við við afhendingu styrkja sem úthlutað var vegna mennningarsamningsins. Þetta var langur dagur, sem vonandi skilar sínu í Norðurland vestra.
Stöndum saman
Kalli Matt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2007 | 22:17
Vesturland og Vestfirðir.
Í gær vorum við þingmenn Norvesturkjördæmis á ferðinni í Borgarnesi og áttum fund með sveitarstjórnarmönnum Vesturlands. Það var mjög gott að eiga þennan fund og heyra, hvað hvert og eitt sveitarfélag er að leggja áherslu á. Síðan heimsóttum við nýjan menntaskóla í Borgarnesi og þaðan lá leiðin í Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri.
Í morgun flugum við vestur á firði. Þar skoðuðum fiskvinnsluna á Flateyri sem er nýkomin í gang. Þaðan fórum við í Orkubú Vestfjarða á Ísafirði og fengum þar góða kynningu. Svo fórum við á aðra kynningu í Háskólasetrið. Þá áttum við sams konar fund með sveitarstjórnarmönnum á Vestfjörðum og í Borgarnesi- (Vesturbyggð og Tálknafjörður voru með í gegnum fjarfundarbúnað - kom það vel út).
Greinilegt er að við verðum að fylgja fyrirhuguðum byggðaaðgerum mjög vel eftir og bæta frekar í en hitt.
Ég held að margir hafi ekki gert sér grein fyrir því, að staða byggðamála var orðin mjög alvarleg fyrir niðurskurð þorskveiðiheimildanna og því má spyrja:
"Var niðurskurðu þorskveiðiheimildanna til þess að vekja marga til meðvitundar um bága stöðu margra byggða og með þeim hætti jákvæð aðgerð?"
Fiskverð hefur reyndar farið hækkandi og er það vel - vonandi hækkar það um 30% sem nemur niðurskurðinum. Og ef svo fer þá verður tjónið ekki eins mikið en ef til engrar verhækkunar kæmi.
Að lokum áttum við góðan fund með hestamönnum en þeir missa aðstöðu sína vegna þess að hún fer undir veg sem liggur frá nýjum jarðgöngum.
Á föstudaginn munum við svo eiga fundi á Norðulandi Vestra.
Berjumst fyrir bættri byggð og stöndum saman.
Kalli Matt
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.10.2007 | 01:30
Í Kanada
Ég fór á þing Norðurheimskautsráðsins i Kanada um daginn og var það nokkur reynsla.
Mikið var rætt um hlýnun jarðar og þær breytingar sem eiga sér stað á norður hveli jarðar. Nýjar siglingaleiðir eru að opnast og ljóst er að umferð um þetta svæði fer vaxandi. Í telgslum við þetta var rætt um björgunarmál og nauðsyn þess að auka viðbúnað og standa klár á því að hvers konar slys geta hent.
Þá var sagt frá mjög miklum vandamálum sem hrjá frumbyggjaþjóðir á þessum slóðum vegna áfengsdrykkju og aukinnar fíkniefnaneyslu. Sjálfsvíg ungra manna eru þar tíð og ofbeldi mikið. Það var greinlegt að fólkið sem gerði grein fyrir skýrslunni var mjög slegið vegna þessarar stöðu og augljóst er að áfengisneysla er mikill bölvaldur á þessum slóðum. Vonandi tekst að vinna gegn þessari vá og opna augu hinna þjáðu víndýrkenda fyrir því að erfiðleikar lífisins og þrautir verða ekki sigraðar með alkóhóldrykkju eða annarri fíkniefna neyslu.
Förum edrú að sofa og stöndum saman.
Kalli Matt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eldri færslur
- Júlí 2022
- Nóvember 2020
- Mars 2020
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Mars 2016
- Október 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Ágúst 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Nóvember 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Apríl 2013
- September 2012
- Mars 2012
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- September 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Apríl 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- eddaagn
- bjorkv
- gudfinnur
- prakkarinn
- lara
- bryndisisfold
- baldurkr
- salvor
- ingibjorgstefans
- hrannarb
- hreinsi
- pallieinars
- ingo
- agny
- arnalara
- gumson
- alfheidur
- reykur
- arnith2
- heilbrigd-skynsemi
- kaffi
- birnamjoll
- bjarnihardar
- bd
- bjornj
- blues
- gattin
- bryndisfridgeirs
- dagga
- einarben
- komediuleikhusid
- kamilla
- fanney
- garpur76
- gesturgudjonsson
- gtg
- gretaulfs
- gretarmar
- thjalfi
- orri
- gudrunkatrin
- zeriaph
- gunnarpetur
- gbo
- coke
- gylfigisla
- heidistrand
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- idno
- tru
- ingimundur
- irisarna
- jakobk
- enoch
- joninaros
- fiski
- thjodarskutan
- jonthorolafsson
- kiddijoi
- killerjoe
- kolbrunerin
- kristbjorggisla
- krist
- kristinm
- kristjanmoller
- mal214
- natan24
- nilli
- nielsfinsen
- solir
- olafursv
- olafurjonsson
- kex
- schmidt
- runar-karvel
- sirrycoach
- siggiholmar
- siggikaiser
- siggisig
- siggith
- steindorgretar
- summi
- sunnadora
- garibald
- svavaralfred
- saethorhelgi
- tommi
- tryggvigunnarhansen
- valdisa
- vefritid
- vestfirdir
- steinibriem
- steinig
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- thorha
Af mbl.is
Íþróttir
- Víkingar náðu naumlega jafntefli
- Opnaði markareikninginn fyrir Íslendingafélagið
- Viktor talar og hlær í svefni
- Lítið sofinn en ekki illa sofinn
- Liverpool óstöðvandi í Meistaradeildinni
- Stórstjarna Frakka fór mikinn í öruggum sigri
- Valskonur fjarlægðust botnsvæðið
- Íslandsmeistararnir áfram á sigurbraut
- Annar sigur Þórsara gegn toppliðinu á fjórum dögum
- Lærisveinar Alfreðs áttu ekki roð í meistarana