Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Örsaga um vald Mammons og Bakkusar

Einu sinni var mér sögð saga af mikilmenni sem bjó í Reykjavík. Þetta mikilmenni tók sig upp og fór út í sveit og heimisótti nokkra bændur.  Í farangri mikilmennisins voru nokkrar flöskur af "góðu" vínu sem mikilmennið gaf gestgjöfum sínum að bragða af. Urðu þeir hreifir af víninu og er leið á stundina dró mikilmennið upp peningapung sem í voru fáeinir silfurpeningar. Mikilmennið gerði tímamótasamning við hvern og einn bónda. Þeir seldu jarðir sínar og ána sem rann í gegnum þær, Bændurnir mátt þó búa þar áfaram, slá túnin og gefa kindum sínum, en áin varð friðhelg mikilmenninu.

Afkomendur bændanna hafa verið pirraðir út í þetta trikk sem áum þeirra var gert með fulltingi Bakkusar og Mammons.

100 árum síðar hafa stofnfjárfestar sparisjóða verið heimsóttir af mikilmennum.

Mammon og Bakkus eru miklir.

 

Kalli Matt

 

 


Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband