Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Alvöru lýðræði - Aukið lýðræði.

Hvers vegna er talað svona mikið um lýðræði á þessum tímum þegar við verðum að þola afleiðingar efnahagshruns þjóðarinnar. Er það eitthvað tengt lýðræði? Var ekki allt í lagi með lýðræðið? Fékk ekki þjóðin að kjósa sitt fólk á fjögurra ára millibili hið mesta? 

Svar mjög margra við þessu er :  " NEI. Við fengum ekki að kjósa okkar fólk. Við fegnurm að kjósa fólk sem flokkarnir og klíkur þeirra völdu á listana.  Valdklíkur í flokkum sem afhentu fiskimiðin, síldarverksmiðju ríkisins, bankana, og margt fleira í hendur vina sinna." 

Þjóðin tengir spillinguna við valdklíkur. Maður nokkur sem hringdi í mig um daginn  til að þakka mér fyrir grein sem ég skrifað gerði þetta að umtalsefni við mig.  Hann var á þeirri skoðun að lýðveldið hefði þróast út í þingveldi, þaðan yfir í flokksveldi og úr því yfir í flokksklíkuveldi. Margir aðrir hafa tjáð þessa skoðun. Og nú er viðleitni hjá Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra til að bregðast við þessu með persónukjöri en  um það er sérstaklega fjallað í verkefnaskrá núverandi ríkisstjórnar. 

Ég er henni algerlega sammála.  Leyfum flokkunum að koma með tillögur um frambjóðendur en svo þegar kosið er á hver og einn kjósandi að fá að velja hverjum þeir treysta best til að framfylgja þeim markmiðum og leiðum sem viðkomandi flokkuri stendur fyrir.  Sumir eru á þeirri skoðun að þetta náist ekki í gegn. Hvað er að? Af hverju ekki? Er fólkið of heimskt að þeirra mati til að fá að velja sjálft. Þarf að ákveða fyrir fólkið hverja það á að kjósa, þarf að bíða af því að  umræðan er ekki orðin "nægjanlega þroskuð?"   Hvenær er tími til að láta af skynseminni og leyfa lýðræðinu að ráða? Ég styð hugmyndir Jóhönnu um aukið lýðræði. Og mun leggja mitt að mörkum til að þær nái fram að ganga á yfirstandandi þingi.

Stöndum saman

Kalli Matt


Reglugerð um hvalveiðar.

Hverjir fá að veiða hval og hvernig? Hver á hvalinn í sjónunum? og hverjir eiga möguleika til að hasla sér völl á þessum miðum.  Hér fylgir reglugerðin sem Sjálfstæðisflokkurinn gaf út um hvalveiðar. Ég er hræddur um að Steingrímur J. Þurfi að leggjast vel yfir þetta mál áður en hann fer að hleypa Akab skipstjóra á hafið til hvalveiða.  Bara þessi reglugerð er svo mikill skandall að hún kemur í veg fyiri hvalveiðar a.m.k. þetta árið.  Ég ætla ekki að leggja frekar út af henni en læt þig lesandi minn góður um að gera það og velta því fyrir þér hvað þetta þýðir í raun og veru. En hér kemur reglugerðinn gerið þið svo vel.

ps. Hvað kostar að skjóta eitt hreindýr.

stöndum saman

Kalli Matt

Nr. 58 27. janúar 2009

REGLUGERÐ

um breyting á reglugerð nr. 163, 30. maí 1973, um hvalveiðar, með síðari breytingum.

1. gr.

2. ml. 1. gr. orðist svo:

Leyfi til veiða á hrefnu árin 2009, 2010, 2011, 2012 og 2013 skal veita þeim íslensku skipum, sem eru í eigu eða leigu einstaklinga eða lögaðila, sem hafa stundað hrefnuveiðar í atvinnuskyni á árunum 2006-2008 eða félaga sem þeir hafa stofnað um slíka útgerð. Einnig er heimilt að veita leyfi þeim einstaklingum eða lögaðilum sem að mati ráðherra hafa sambærilega reynslu af útgerð á hrefnuveiðum í atvinnuskyni. Eingöngu þeim skipum sem sérútbúin eru til veiða á stórhvölum er heimilt að taka þátt í veiðum á langreyði árin 2009, 2010, 2011, 2012 og 2013.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 4. gr. laga nr. 26 3. maí 1949, um hvalveiðar, til að öðlast þegar gildi. Sjá jafnframt viðauka sem birtur er sem fylgiskjal við reglugerð þessa.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 27. janúar 2009.

Einar K. Guðfinnsson.

Ásta Einarsdóttir.

Fylgiskjal.

VIÐAUKI

við reglugerð nr. 163, 30. maí 1973 um hvalveiðar, með síðari breytingum.

1. gr.

Leyfilegur heildarafli á langreyði og hrefnu á árunum 2009, 2010, 2011, 2012 og 2013 skal nema þeim fjölda dýra sem kveðið er á um í veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar.

Heimilt er að flytja allt að 20% af veiðiheimildum hvers árs yfir á næsta ár á eftir.

2. gr.

Viðauki þessi er settur samkvæmt 4. gr. laga nr. 26 3. maí 1949, um hvalveiðar, til að öðlast þegar gildi.

__________

B-deild – Útgáfud.: 27. janúar 2009


Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband