Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Fíkniefni myrða, eyðileggja, valda kvíða og sorg,

Þegar foreldrar átta sig á því að barn þeirra er komið með fætur sína í heim fíkniefnanna fyllast þau skelfinu og ótta. Þeim hættir líka til þess að ganga inn í afneitun og vona að þetta sé nú ekki svo slæmt. Sá sem kaupir fíkniefni er farinn að versla við fólk sem svífst einskis til þess að fá vöruna greidda og í mörgum tilvikum nota þeir jafngrófar aðferðir í vaxtaálögum og bankarnir og geta jafnvel verið miklu harðari en þær stofnanir í innheimtu sinni.

Fíkniefni skemma heila fólks, breyta því og jafnvel hinar yndislegustu persónur verða að ófreskum þegar þessi efni eru farin að virka.  Ég vil hrósa lögreglunni fyrir vinnu sína og eru störf lögreglunnar oft vanmetin. Hefðu þessi fíkniefni komist á markaðinni hvað hefðu mörg sjálfsvíg, handrukkanir, andvökunætur, nauðganir og jafnvel morð orðið? En ein má spyrja um alkóhólið hvað erum margir hjónaskilnaðir í 1000 lítrum af því, framhjáhöld og svo framvegis.  Áfegnis og fíkniefna vandinn er allt of mikill í landi okkar og því er mjög brýnt að slá hvergi af í baráttu gegn þessum vágestum. Þegar svona efni koma inn í landi verður að finna neytendur, nýja neytendur og hver er markhópurinn það eru börn okkar og unglingar verndum þau og hjálpum þeim hafa orðið fyrir tjóni og skaða vegna þessara efna.

Stöndum saman

Kalli Matt


Frjálsar handfæraveiðar án afnáms byggðakvótans.

Steingrímur ætlar ekki að breyta kvótkerfinu, bara pínulítið, þegar hann er orðinn ráðherra í næstu ríkisstjórn. Það voru skilboðin af fréttum í gær og framboðsfundinum í gærkvöld. Hann er kannske aftur farinn að hlusta  á hagfræðinga kvótakerfisins. Hann ætlar þó að afnema byggðakvótann og láta handfæarabáta veiða hann í "ólynpískum" veiðum, þegar hann er orðinn ráðherra í næstu ríkisstjórn.

Byggðakvóti er til þess að hjálpa byggðalögum sem verða fyrir miklu áfalli  t.d. vegna þess að aðalútgerðarmaðurinn í plássinu seldi kvótann burt til að kaupa banka eða eitthvað sem engin fisklykt er af.

Ef þú afnemur byggðakvótann er farin sú eina núverandi vörn byggðanna til er í hinu rangláta kvótakerfi. Margir hafa talað um það, að afnema eigi byggðakvótann, af því að það hafi verið svo mikil spilling í úthlutunum hans. Tek undir þetta með spillinguna.

Þó framkvæmdin hafi verið spilling er hægt að breyta úthlutuninni til byggðarlaganna. Fernt vinnst með  því að leyfa byggðarlaginu, sem fær þenna "björgunarkvóta", að setja hann á markað gegn því að fiskinum sé landað þar og helst unninn. Jafnræðis er frekar gætt, fiskur landast á staðnum, fólk fær vinnu og byggðarlagið smáaur.

Ég tel rétta að afnema ekki byggðakvótann meðan við erum með þetta hrikalega rangláta kvótakerfi.  Viðhöldum byggðakvótaunum sem varnaraðgerð fyrir byggðirnar en leyfum frjálsar handfæraveiðar sem aukið úrræði til atvinnusóknar og stuðnigs við fjölda fjölskydlna um allt land.

Að fara þá leið að afnema byggðakvótann í stað þess að setja viðbótarstyrk fyrir byggðirnar með frjálsum handfæraveiðum veldur miklum vonbrigðum.

Frumvarpi Frjálslyndra um frjálsar handfæraveiðar er haldið föstu inni í sjávarútvegsnefnd af engum öðrum en Vinstri grænum, sem boða allt nýtt og betra. En barar eftir kosnignar þegar þeri eru orðnir ráðherrar að nýju.  Það væri hægt að ganga í þetta mál núna en hvað stoppar máli?

Stöndum saman

Kalli Matt


Frjálslyndi flokkurinn vill spara gjaldeyri og afla gjaldeyris.

Hvernig stendur á því  að ríkisstjórn sem kennir sig við félagshyggju, jöfnuð og réttlæti kemur sér ekki til þess að skipa þá nefnd sem á að endurskoða lögin um stjórn fiskveiða svo rétturinn til atvinnu verði virtur? Nefnd sem SÞ krefja okkur um að koma á legg. Er það bara í nösunum á þessum flokkum svona rétt fyrir kosningar að þeir vilji breyta kvótakerfnu?  Svari hver fyrir sig. Ég er að sjálfsögðu sammála því að ákvæði um um að eignarhald þjóðarinnar á auðlindum verði sett í stjórnarskrá. En ef ekkert annað fylgir með er illa af stað farið. Hugur verður að fylgja máli.

Nú ríður á að þjóðin fái þann arð af auðlindum sínum sem henni ber. Frjálslyndi flokkurinn leggur til að kvótinn verði aukinn um 100.000 tonn og leigður út. Ef 50 krónnur fegnjust fyrir tonnið þá myndi það gefa ríkissjóði fimm milljarða króna. Sumir segja að 80 kr væru nærri lagi. Þetta væri hægt að gera í dag. En hver hefur þau tök að slíkt er ekki framkvæmt. Margfeldis áhrifin yrðu svo auðvitað miklu miklu meiri.

Já nú verðum við að afla gjaldeyris sem aldrei fyrr. Og skapa ný atvinnufyrirtæki. Það er nauðsynlegt að endurskoða allt umhverfi smáfyrirtækja, sem gætu unnið að því að spara gjaldeyri og afla gjaldeyris. Við eigum frábæra iðnaðarmenn sem gætu framleitt vörur sem fluttar eru inn fyrir margar evrur, dollara og pund. Húsgögn, fatnaður, líkkistur, álplötur, álvinkla, prófíla, álrör, álfelgur í milljónavís allt einnig til útflutnings og allvegana íhluti í bíla og ýmsan annan varning.

Stöndum saman

 Kalli Matt

 

 


Gleðilega páska - Kristur er upprisinn.

 Nú sit ég heima hjá mer í vel veðsettri blokkaríbúð okkar hjóna og tvö yngri börnin okkar sofa í herbergjum sínum og konan líka. Og sá elsti sefur örugglega vel þar sem hann er.

Hér ríkir kyrrð og fegurð. Allt er í raun og veru eins og það á að vera. Morgunsólin sendir geisla sína inn um stofugluggann. Og mér verður hugsað til upprisufrásagna guðspjallanna.

 Sérstaklega er mér nú hugleikin sagan um Emmausfarana. Mennina tvo sem voru á leiðinn frá Jesúsalem til Emmaus. Krossfestingin er yfirstaðin og þeir í raun og veru hræddir flóttamenn - þessisr tveir fylgismenn Jesú sem gátu nú átt von á öllu hinu versta. En á leiðinn slóst Jesús (Kristur er upprisinn) í för með þeim- Þeir þekkt hann ekki. Þessi "ókunni "maður talaði við þá á leiðinn og veitti þeim huggun, fræðslu og von. Og að kveldi þessa dags þegar ferðin vr á enda báðu þeir hann að koma með sér inn  í húsið og hann gerði það. "Því kvölda tekur og degi hallar" Og hann settist með þeim blessaði brauðið eins og hann hafði gert við kvöldmáltíðina þremur kvöldum áður og þá þekktu þeir hann en hann hvarf þeim sjónum og þeir fylltust fögnuði og gleði. Myrkrið hvarf úr sálum þeirra og allt hið fegursta kom í staðin. Hin kristna von er mikil von og boðskapur kristinnar trúar grundvallast á kærleika.

 Í því uppgjöri og öllu því varnar- og uppbyggingarstarfi sem framundan er ætti þjóðin að láta kærleikann leiða sig. Ég er þess fullviss að kærleikurinn, fyrirgefningin og sáttin séu mikilvægri verkfæri en heift, hefnd og hatur.

 Þeir sem tóku ættu að minni hyggju að leita sáttr við þjóðina og koma með hið burt flutta fé til baka og gera allt sem þeir geta til að hjálpa til í vinnunni sem framundan er. Þannig munu þeir miklu frekar fá fyrirgefningu og þannig munu þeir komast hjá þeim útlegðardómi sem yfir þeim vofir.

Það er ekkert verra en að vera útlagi, það getum við séð í Íslendingasögunum.

Já, hvað viljum við sjá þegar við deyjum. Viljum við ekki frekar fá að sjá liðna lífsins daga þar sem bættum okkur þar sem ákváðum að stefna inn á veg sannleikans?

Lífið er vegferð og úr Emmausfrásögunni  getum við fundið þessa samlíkingu. Guð er með okkur allt lífið og hann vill styðja okkur og styrkja en þó hann sé nálægur er oft eins og við gerum okkur ekki grein fyrir því. Oft er gott að nema staðar og hlusta á kyrrðina og taka á móti andanum  þá getum við betur glímt við viðfangsefni dagsins.

Gleðilega páska.

Kalli Matt


Unga fólkið okkar, forvarnir og Egilshöllin

Flestir fréttatímar segja okkur meira og minna af efnahag., peningum, fjármálum og gjaldþrotum.  Og hvar sem fólk kemur saman mótast umræðan af þessum fréttum. Á meðan vill margt annað gleymast.

Ég tel  að við ættum að gefa æskufólki okkar meiri gaum huga betur að því og efla allt forvarnarstarf einkum á sviði áfengis og fíknimála. Og byggja það fólk upp sem lent hefur í klóm áfengis og fíkniefna. 

Hér gegna skólar miklu hlutverki, íþróttafélög,  þjóðkirkjan og  meðferðarstöðvar eins og til dæmis Hlaðgerðarkot og sú blessaða starfsemi sem er á vegum Samhjálpar, SÁÁ, Krýsuvíkursamtakanna Teigs og Ekron og einnig vil ég minna á nauðsyn uppbyggingar þeirra manna sem nú dvelja í fangelsum landsins.

Í kreppunni gleymist þetta oft og þá er meiri hætta á því að við sjáum unga fólkið okkar stíga inni í myrkraheim fíknanna.

Við sjáum í landi okkar margar byggingar hálfreistar og frá þeim heyrast engin hamarshögg lengur.

Mikið er nú talað um að klára tónlistarhúsið mikla. Ég tel að það megi bíða en í stað þess skulum við  ljúka hið snarasta við Egilshöllina, þar er þó mikil starfsemi og sjö til átta hundruð börn koma þangað á hverjum degi til hollrar íþróttaiðkunar.

Umhverfi þess mikla íþróttamannvirkis er beinlínis hættulegt og milda má kalla að engin meiriháttar slys hafi orðið þar á börnum.  Svo stórt hverfi sem þar er má alls bíða lengur eftir því að verk þetta klárist, enda hefur það sinn tilgang í forvarnarstarfi fyrir fjöldann barna, ungmenn og líka fullorðinna.

stöndum saman

Kalli Matt


Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband