Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Gott hjá Ömma og sláum nú skjaldborg um aulindir þjóðarinnar.

Það er ljóst að við verðum að sýna í samningum við AGS einurð og dug. Ekker má láta undan og við verðum líka að hafa það í huga að augu margra fjárþyrstar hvíla nú á auðlindum okkar.

Þá ber okkur að gæta þess að konungar útrásarinnar hirði ekki allar "fjármálasamsteypurnar" því ekki erum við að taka við hækkandi skuldum og erfiðari greiðslubyrði lán til þess eins að þeir geti "byrjað upp á nýtt" og haldið áfram að vera áskrifendur að íslensku þjóðinni. Við eigum ekki að greiða skuldir óreiðumannanna, en erum auðvitað tilbúinn að taka þátt í uppbyggingunni ekki sem þrælar heldur sem frjálst fólk.

Nú er þörf á hugrekki og festu.

Stöndum saman.

Kalli Matt

 


mbl.is Heimslögregla kapítalismans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hamingjuóskir til nýrrar ríkisstjórnar.

Það gleður mig óendanlega að kvótinn verður innkallaður og að handfæraveiðar verði gefnar frjálsar. Með þetta vil ég óska ríkisstjórninni til hamingju. Nú  mun öll íslensk útgerð hafa jafnan rétt til þess að sækja sjóinn. Að sjálfsögðu hlýtur þetta að gerast í áföngum ekki síst með tilliti til skulda útgerðarinnar sem eru ærnar.

Ég verð að viðurkenna að ég bjóst ekki við þessu, en auðvitað er besta tækifærið núna á þeim uppgjörstímum sem við nú lífum.  Með þessu er einnig, að hluta,  svarað sjónarmiðum mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna en það var orðið mjög dapurt að horfa upp á hvað lítið gekk í því máli.  Þegar fiskimiðin hafa svo endanlega verið opnuð fyrir þjóðinni þá hefur okkur miðað áfram í átt til aukins réttlætis.

Já aftur til hamingju Jóhanna og Steingrímur.  Dagur þessarar tilkynningar er einn allra mikilvægasti dagur í þeim skrefum sem við verðum að stíga svo hægt verði að byggja landið okkar upp á ný.

Stöndum saman

Kalli Matt


mbl.is Fyrningarleið víst farin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðræðislegt.

"Eftir því sem næst verður komist er niðurstaðan sú að það verði meirihluta Alþingis að ákveða hvort hafnar verða aðildarviðræður við Evrópusambandið, óháð ólíkri stefnu stjórnarflokkanna til aðildar. Sú ákvörðun eigi ekki að raska stjórnarsamstarfinu.

Stjórnarflokkarnir sættist þannig á að vera ósammála um aðild en báðir hafa á stefnuskrá að málið verði á endanum borið undir þjóðaratkvæðagreiðslu."

Það er sjónarmið hjá ríkisstjórn að leggja ágreiningsmál milli flokkana eða jafnvel ráðherrana undir þingið og láta meirihluta þess ákveða málið.  Megum við vænta þess að þetta verði gert í fleiri málum?  Er það ekki bara jákvætt?

stöndum saman

Kalli Matt


mbl.is ESB-málið til Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verkalýðsdagurinn.

Verkalýðsdagurinn er haldinn í skugga.  Það er ljóst að fjöldi manna er atvinnulaus og á ekki fyrir afbogunum af lánum. Þetta á líka við um stóran hóp manna sem hefur vinnu og laun þeirra  hafa lækkað.  Varla sér fyrir endann á vaxtaorkinu sem ríkið stendur hér fyrir með verðtyggingarþjökun að auki.

Ég hef ekki verið mikill Evrópusinni en stækkunarstjórinn dró algerlega úr áhuga mínum fyrir inngöngu í sambandiði þegar hann tjáði að við ættum ekki að fá neina "sérmeðferð" vegna stöu okkar í sjávarútvegi. Ef Ísland gengi í Evrópusambandið núna þá er ljóst að ekkert gæti bannað erlendri útgerð að kaupa íslenska útgerð og um leið þann veiðrétt sem íslenska útgerðin hefur. Sá frómi og ágæti maður Jóhann Árslælsson hefur benti á þetta og varar við því að Ísland gæti orði í sömu stöðu og sum íslensk kvótlaus þorp eru nú í.  Svo vakna aðrar spurningar hver yrði staða okkar  gagnvart ESB í tengslum við hugsanlega olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Þessi hugsun um ESB kom upp í hugann þegar Gylfi Arnbjörnsson alþýðuleiðtogi talaði um það sem brýnasta mál alþýðunnar á Íslandi að ganga í ESB þá yrði allt betra.

Í atvinnuleysi og tekjumissi verður strax að byggja upp atvinnulífið endurreisa það annars verður engin velferð áfram. Frjálslyndir bentu á það ítrekað í kosningabaráttunni. Þeir sem sjá Evrópusambandið sem lokalausnina verða að átta sig á þvi að við höfum engan tíma til að bíða eftir því að Vg sem stofnað var m.a. sem baráttuafl gegn ESB finni siðfeðilega réttlætanlega leið til að hverfa algerlega frá þessu grundvallar stefi sínu.  

Ég vonaði að Jóhanna og Steingrímur myndu tilkynna um nýja ríkisstjórn á þessum degi, baráttudegi verkalýðsins, en "barátta" þeirra tekur því miður lengri tíma en ætlað var.  

Vonandi kemur hér ríkissstjórn sem verður jarðtengd, stjórn sem gerir sér grein fyrir því að velferð verður ekki til án atvinnu og því er það grundvallaratriði að koma atvinnulausum í vinnu og það strax. Vonandi tala þau Jóhanna og Steingrímur um það líka. 

Stöndum saman

Kalli Matt


Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband