Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Alkóhól veldur mikill ógæfu.

Ef aðgengi að alkóhóli verður aukið mun neysla þess aukast. Heilbrigðisfólk í Danmörku, Bretlandi og víðar og víðar vill skera niður aðgengið að þessu hættulega efni vegna þeirrar ógæfu, ofbeldis, kostnaðar og sorgar sem það veldur. Þegar við fögnum 100 ára kosningarétti kvenna ættum við að minnast þess að konur börðust gegn alkóhólneyslu vegna þess ofbeldis, heilsutjóns og fátækar sem hún olli. Frumherjar verkalýðsbaráttu á Íslandi börðust líka gegn áfengisneyslu en núna virðist mér að þetta sé hjá sumum orðið það sem bjargar okkur.
Afnám áfengishaftanna verður mörgum mun dýrara en afnám gjaldeyrishaftanna.  Svo mikið mál er þetta á minni sál að ég segi bara með einlægni. Guð blessi Ísland. 


Ég er Kalli

Þegar mér auðnast að hverfa um stund frá mínu eigin sjálfi og fara með bænir og taka á móti þeim áþreifanlega friði sem Jesús veitir mér - þá finn ég að Guð er til.

Einn var hann við hlið mér, barni, á skelfilegum óttastundum ofbeldis.

Unglingi, veitti hann mér óendanlega huggun í mikilli sorg.

Hann reisti mig upp frá eymd alkóhólismans.

Kom sterkur inn í líf mitt þegar ég upplifði mjög mikla höfnun og niðurlæginu.

Og nú árla morguns bið ég hann að vernda hugsanir mínar og koma inn í aðstæður þeirra í kring um mig sem erfitt eiga og eru umvafin ótta.

Ég bið hann líka að umlykja þau, sem mér eru nærri  og skríkja af hamingju og lífsins gleði.

Já bæn mín er einnig sú, að þú, hver sem þú ert, eigir góðan dag og að heimurinn taki á móti hinu réttláta skapandi ljóssins orði sem líf Jesú Krists gefur. Takk Guð.

Ég er Kalli.


Að biðja, sem mér bæri.

Alveg er ég stórgáttaður á því að RÚV ælti að henda út morgunbænunum og orði kvöldsins. Hvers konar eiginlega er þetta? Geta þeir sem fá verk í eyrun af Guðsorði ekki bara lækkað í viðtækjunum þessar örfáu mínútur. Ég veit að þetta morgun- og kvöldorð hefur verið mörgum andleg svölun. Ég held að RÚV fari ekki á höfuðið þó bænirnar og kvöldorðið haldi áfram - efast um að mikið sé borgað fyrir þessa kærkomnu dagskrárliði.  Biðjum fyrir Ríkisútvarpinu. 


Beitarhólf ferðaþjónustunnar.

Mikið er rætt um gríðarlegan ágang ferðamanna um landið okkar. Liggur við að káfað sé á og keyrt yfir hvern einasta fersentimetra landsins án tillits til helgi hins ósnortna. Mér kemur í hug hvort ekki þurfi að skipta landinu upp í opin og lokuð svæði fyrir ferðamenn.

Það verður að hvíla landið og  laga það af og til. Með sama hætti og við höfum beitarhólf sem hvíld erum með reglulegu millibili.. Meðan eitt svæði er fiðhelgt má fara um önnur. Þetta er nauðsynlegt að gera meðan við erum að læra að taka á móti svona mörgum ferðamönnum og koma með betra skipulag á malin. Þetta myndi líka sýna gestum að við viljum vernda landið og bera virðingu fyrir því. Auk þess gæti þetta orðið til þess að fleiri staðir fengju að njóta góðra gesta.


Upprisudagur - uppstigningardagur.

Upprisudagur Jesú Krists er páskadagur. "Reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum" segir í trúarjátningunni. Þá er miðað við föstudaginn langa(krossfestingardaginn) sem fyrsta dag.

Páskadagur er hinn mikili sigurdagur lífsins yfir dauðanum - dauðinn verður að lúta í lægra haldi fyrir kærleiksvaldi Guðs.  Hið eilífa líf í faðmi Guðs er veruleiki, þeim sem vilja.

Næstu 40 daga eftir upprisuna birtist Jesús lærisveinum sínum (körlum og konum) all nokkrum sinnum. En þá kvaddi hann þá og steig upp til himna. Uppstigningardagurinn er sá dagur.  Það er uppstigningardagur í dag.  

Tíu dögum eftir að Jesús steig upp til himna (á hvítasunnudegi) kom heilagur andi Guðs yfir þau sem fylgdu honum og þau fengu raunverulegan skilning á því hvaða merkingu það hafði að Jesús Kristur kom í heiminn.  þau skildu, skynjuðu og tóku á móti þessum mikla "Kristsatburði" tóku á móti frelsaranum og boðuðu orðið um hann með svo kröftugum hætti að fákænn klerkur uppi á Íslandi tvö þúsund árum síðar skrifar þessi orð og þú lest þau.

Kristur er upprisinn  -  stiginn upp til himna og því getur hann komið til okkar í heilögum anda sínum og gefið okkur frelsi og lausn.  

Uppstigningardagurinn verður stundum svolítið útundan og hefur kirkjan hér á landi að minnst kosti notað þennan dag til að minna á þá kristnu skyldu sem við berum til allra þeirra sem gamlir eru orðnir og hrumir. Um leið og við minnumst uppstigningar Jesú Krists skulum við þjóna honum með því að virða gamla fólkið okkar og koma vel fram við það á allan hátt.

Blessist okkur dagur þessi.

Kalli Matt 

 

 


Andvaka Íslendingar.

Eftir að hafa lesið frétt um mikla notkun Íslendinga á róandi lyfjum og svefnlyfjum fór margt um hugann eins og eftirfarandi orð bera vott um.

Þetta eru slæmar fréttir: Hvað veldur andvökum svona margar Íslendinga? Í frétt á sömu síðu segir að um 9% þjóðarinnar sé í alvarlegum vanskilum. Hvað eru margir í viðbót með áhyggjur af því að endar nái saman. Gæti það verið hluti af skýringunni? Eða er þetta kannske öfugt? Lenda svona margir í vanskilum vegna lyfjanotkiunar? Hér má spyrja margra spurninga? Eða erum við bara að úrkynjast? Eða erum við í þeim í þeim þankagangi að við verðum að fá svefnlyf ef við erum andvaka? Hvað þýðir tvisvar til þrisvar sinnum meira? Ef einn er að fá lyf hjá mörgum læknum þá er náttúrulega bara um alkóhólisma að ræða eða hreinlega verið að fá ódýrar pillur til þess að selja öðrum. Það vakna margar spurnigar upp. Ég ætlaði að sofa til kl 10.00 þennan morgun en vaknaði fyrir klukkutíma síðan. Er nú búinn að gera morgunbæn mína og hella upp á kaffi. Svo frúin verður glöð þegar hún vaknar og ég gegn inn í þennan dag vonglaður þó blankur sé og ýmis glíma blasi við. 
Hér dettur mér líka í huga saga af manni sem hét Nikódemus. Stundum hugsa ég mér að hann hafi verið andvaka og bylt sér í rúminu, ekki getað sofnað vegna alls kyns spurninga sem á hann leituð þrátt fyrir alla sína visku og þekkingu. Hann gat ekki fengið svefnlyf en hvað gerði hann? (Sjá þriðja kaflann í Jóhannesarguðspjalli)


Verðtryggðu krónulánin.

Ef fólkið sem búið er að taka út lífeyrissparnaðinn sinn og borga í drep af hinum stórkostlegu verðtryggðu-krónu-lánum og hefur getað haldið sér á floti fær einhverjar bætur eins og margir aðrir hafa fengið vegna hins algera forsendubrests eru líkur á því að hluti þeirra sem illa eru settir og eru jafnvel á hægfara leið í gjaldþrot sleppi við það og er það vel. Verði að þessari leiðréttingu hljóta stjórnvöld að fara í mikla áróðursherferð sem byggir á því að hvetja til mikils sparnaðar og aðhalds.
PS Ef við hefðum ekki fundið upp verðtryggingun væri löngu búið að skipta um gjaldmiðil.

Ófullt áhorf en fullur stuðningur.

Nú er landsleikur í dag. Hlakka til - trúi því að við vinnum leikinn.

Ég ætla að horfa á hann algerlega edrú,engan bjór. Ef ég fengi mér bjór yrði það byrjun á böli. Ekki drekka bjór með leiknum, gleðjumst edrú.(eða tökum mögulegu áfalli edrú).

Setjum frekar "bjórpeningana" til hjálpar þeim sem eru að reyna að bjarga fóki er Bakkus vill hremma.

Ef þú vilt styðja Samhjálp þá er reikningurinn 01115 - 26 - 2377 og kennitala: 551173-0389.

Megi strákarnir okkar, sérhver þeirra og einn, eiga sinn besta dag.

Stöndum saman.

Kalli Matt.

 

 


Fyrirmyndin sem Jesús bendir á er kona - örsnauð ekkja.

Á morgn er messa hinna allra heilögu (Hjá kaþólskum mest) en þá er þeirra minnst sem með góðu, fórnfúsu og gurækilegu líferni vörðu lífi sínu í þjónustunni við Guð og náungann. Þess vegna hæfir að eftirfarandi texti sé Guðspjall morgundagsins (2. textaröð -Sæluboðin eru 1. textaröð) Í mörgum kirkjum er þessi dagur helgaður minningu látinna vina og ættmenna. En hér kemur guðspjallstextinn:

Mark... 12:41-44
Jesús settist gegnt fjárhirslunni og horfði á fólkið leggja peninga í hana. Margir auðmenn lögðu þar mikið. Þá kom ekkja ein fátæk og lét þar tvo smápeninga, eins eyris virði. Og Jesús kallaði til sín lærisveina sína og sagði við þá: „Sannlega segi ég ykkur, þessi fátæka ekkja gaf meira en allir hinir er lögðu í fjárhirsluna. Allir gáfu þeir af allsnægtum sínum en hún gaf af skorti sínum allt sem hún átti, alla björg sína.“
 
Mer er ætlað að leggja út frá þessum texta í messu í Dómkirkjunni í Reykjavík kl. 11.00 á morgun.
En þangað eru allir velkomnir.
 
Karl V.Matthíasson

Lífróður Samhjálpar - Guðni í Höfn.

Nú hefur Guðni Páll lokið kayakróðrinum kringum Ísland. Ekki er sjálfgefið að slíkt takist þó vaskir menn leggi úr vör  - en hér tókst allt sem til stóð.

Fararbæn var gerð við kveðjustund og allan tímann báðu menn fyrir Guðna eða sendu honum hlýjar hugsanir, allt þetta og hugrekki hans komu honum heilum heim.

Fyrir hönd Samhjálpar og skjólstæðinga hennar vil ég nú þakka Guðna Páli innilega fyrir framlag hans í þágu Samhjálparstarfsins. 

Allir þeir sem hafa ætlað sér að styðja þetta frábæra framtak og ekki gert í því geta það enn. 

Það kemur starfi Samhjálpar til góða og er um leið viðurkenning og þakklæti til Guðna Páls fyrir afrekið sem og alla þá landkynningu er róðurinn hefur haft í för með sér. 

 
Guðni Páll þú er hetja innilegustu þakkir Guð blessi þig, Evu unnustu þína og allt þitt fólk. 

 
Karl V. Matthíasson, framkvæmdastjóri Samhjálpar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband