Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Þjóðareign

Líú hefur verið með fundarherferð í gangi um nauðsyn þess að viðhalda kvótakerfinu og talar um aðför að landsbyggðinni.  Nú að vera fundur á Ísafirði í kvöld - Þar sem áður iðaði höfnin af lífi vegna glæsilegs sjávarútvegs.

LÍÚ ætlar að kenna Vestfirðingum það að núverandi kerfi sé það besta sem fyrir þá hefur komið.  Á þessum fundi má ekki koma með fyrirspurnir og formaður verkalýðsfélagsins þar vestra hefur lýst vanþóknun sinni vegna þess.  Það væri annars ágætt að fá það hreint hvort ASÍ sé hinn dyggi bandamaður LÍÚ sem látið er að liggja. 

Það er m.a. gert með því að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um afstöðu Íslendinga til núgildandi laga um stjórn fiskveiða. 

Samtök hafa verið stofnuð um þjóðareign í almannaþágu. Ég hvet alla til að fara inn á heimasíðuna thjodareign.is  Þessi samtök standa nú fyrir undirskriftasöfnun um þjóðaratkvæðagreiðslu um afnám kvótakerfisins. Kvótakerfið hefur leitt mikið böl yfir landshluta, byggðir og fjölskyldur að ekki sé nú talað um skelfilegan þátt þess  í  hruninu.

Skrifum undir og styðjum samtökin Þjóðareign  Sýnum nú að við getum staðið saman.

Stöndum saman

Kalli Matt


Skötuselur.

Ríkisstjórnarþingmenn gáfu fögur fyrirheit um að breyta kvótakerfinu og skila þjóðinni aftur auðlind sinni. Með þessari jákvæðu aðgerð stígur hún lítið skref til að standa við loforðin. Með það vil ég óska Jóhönnu og Steingrími til hamingju. Það er við ramman reip að draga og minna viðbrögð LÍU á viðbrögð republikana í USA þegar Obama var að koma í gegn frumvarpi um almenna sjúkratryggingu.

Lifi frelsið.

Stöndum saman.

Kalli Matt

 


Þjóðin þarfnast auðlinda sinna.

Ísland þarf á sjómönnum að halda. Þeir eru einn grundvöllur þess að Ísland getið risið úr rústum græðginnar. Framlag íslenskra sjómanna til þjóðarbúsins fyrr og síðar er ómetanlegt.

Sjómenn hafa háð harðvítuga baráttu við sjóinn og fyrir kjörum sínum. Slysavarnir, vökulög, tryggingar, jólafrí, reglulegt uppgjör og margt annað  kemur upp í hugann. Þó fyrirkomulag útgerðar breytist verða alltaf til sjómenn. 

Fiskimið íslensku þjóðarinnar eru ein verðmætasta auðlind okkar.  En það nægir ekki einni þjóð að eiga auðlindir ef hún gætir þeirra ekki.  Ef  fáeinir menn ráða yfir auðlindinni  er hætta á aukinni misskiptingu og ranglæti.    

Til eru fátæk lönd sem rík eru af auðlindum. Þetta virðist mótsögn en samt er þetta nú svona. Í slíkum löndum nýtur viðkomandi þjóð í litlu auðlinda sinna því þar fara auðhringar með völdin og skeyta ekki í nokkru um hag fólksins, heldur hugsa aðeins um eiginn gróða.  

Peningaþorsti  brenglar fólk svo mikið að gott siðferði gleymist. Við súpum nú seyðið af peningaþorsta og græðgi fárra einstaklinga.

Það er brýnt að setja lög sem aflétta þeirri  einokun,  samþjöppun og klíkumyndunum sem átt hafa sér stað á síðust áratugum.

Hrunið á að verða okkur til lærdóms og þroska en ekki til þess að græðgi og eigingirni haldi áfram að vaxa í landinu.  Bankarnir fóru á hausinn, stór hluti verslunarinnar er í rauninni á hausnum, byggingariðanaðurinn er líka farinn yfir um og skuldir sjávarútvegsins eru mjög miklar og landbúnaðurinn er ekki í vænlegri stöðu. 

Hvernig eigum við að endurreisa þetta allt og byggja upp á ný? Gerum við það með því að reyna að koma öllu í fyrra horf af því að við höfum ekki kjark til þess að breyta og af því að meðvirkni og jafnvel spilling en svo mikil?

Til að skapa nýtt þarf hugrekki en ekki ótta. Byrjum á því að breyta stjórnarskránni sem er grundvöllur samfélagsreglnanna. Þar koma lýðræðis-  og auðlindamálin fyrst upp í hugann.

Umræðan sem fer nú fram um auðlindamál sjávarins snýst allt of mikið um tæknileg atriði,  en ekki hvernig hún geti nýst þjóðinni á sem víðtækastan hátt til atvinnusköpunar,  gjaldeyrisöflunar og velferðar.

Minna  er rætt um hvernig atvinnufrelsi og möguleikar til nýliðunar í sjávarútvegi eigi að vera. Þess í stað er klifað á því  að greinin sjálf verði að bera sig og engu megi breyta því þá sé voðinn vís. Alið er á ótta og skelfingu.

Við verðum að átta okkur á því að sú samþjöppun, frelsisskerðing og einokun í atvinnulífinu sem vaxið hefur á Íslandi í skjóli hagfræðikenninga um frjálsan markað hafa leitt okkur í þær mestu ógöngur sem þjóðin hefur lent í. Var frelsið sem markaðurinn fékk tekið frá einstaklingunum? Eða hvaðan kom það?

Til þess að þjóðir séu frjálsar og til þess að velsæld ríki í löndunum þá verður fólkið  sem myndar þjóðina að hafa yfirráð yfir auðlindum sínum og ákveða hvernig þær skuli nýttar öllum til hagsbóta.

Ef auðlindir eru eftirsóknarverðar munu menn ávallt sækja í þær. Og þá er mikilvægt að aðgangurinn að þeim sé veittur af ríkisvaldinu en ekki auðhringjum sem mynda leiguliðakerfi um þær. Betra er að þjóin leigi þeim sem nýta vilja á eðlilegu og sanngjörnu verði.

Núverandi stjórnarflokkar lofuðu báðir breytingum á fiskveiðistjórnarkerfinu og hlutu góða kosningu fyrir vikið. Mjög brýnt er að breytingatillögurnar komi sem fyrst fram því  allt verður gert til að tefja og bregða fyrir fæti.

Annað er það sem leggur stjórnvöldum skyldur á herðar en það er úrskurður mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna um að fiskveiðistjórnarkerfi okkar  sé brot  atvinnufrelsi og mannréttindum. 

Ég hvet alla landa mína til þess að hugsa alvarlega um það hvernig auðlindir lands og sjávar nýtist okkur sem best til endurreisnar og börnum okkar til góðs í framtíðinni. Milljarðarnir eiga að fara til uppbyggingar landsins en ekki til örfárra einstaklinga


Er nema von að Seðlabankinn fari þessa leið?

Svangt barn þarf mat.

Spurning: Hvað þarf svangt barn. Svar: Mat.

Spurning: Hvað þarf stórskuldug þjóð. Svar: Gjaldeyri

Spurning: Hvernig fær stórskuldug þjóð gjaldeyri: Svar: Af auðlindum sínum.

Spurning: Skila þeir sem fara með auðlindirnar gjaldeyri sem vera ber: Svar: Nei

Spruning: Hvað er til ráða.  Svar: a) Strangari reglur og hert eftirlit.

                                                    b) Nýjar reglur um útdeilingu auðlinda.

 

Stöndum saman.

Kalli Matt


mbl.is Eftirlit með gjaldeyri hert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svangt barn þarf mat.

Spurning: Hvað þarf svangt barn. Svar: Mat.

Spurning: Hvað þarf stórskuldug þjóð. Svar: Gjaldeyri

Spurning: Hvernig fær stórskuldug þjóð gjaldeyri: Svar: Af auðlindum sínum.

Spurning: Skila þeir sem fara með auðlindirnar gjaldeyri sem vera ber: Svar: Nei

Spruning: Hvað er til ráða.  Svar: a) Strangari reglur og hert eftirlit.

                                                    b) Nýjar reglur um útdeilingu auðlinda.

 

Stöndum saman.

Kalli Matt


Evrur, pund, dollarar og jen.

Íslendingar eru mjög ríkir hvað auðlindir varðar. 

Auðlindir Íslands eru grunnurinn að endurreisn þjóðarinnar. Þess vegna er mög mikilvægt að sá gjaldeyrir sem við fáum fyrir fiskinn og aðra gjaldeyrisöflun skili sér í kassa seðlabankans en liggi ekki á felureikningum erlendis.

Ef útgerðin sem hefur verið trúað fyrir því að veiða fiskinn getur ekki skilað inn gjaldeyrinum með sóma og sann þá er aðeins um eitt að gera.

 þ.e. að koma veiðiréttinum í þær hendur sem eru verðugar.  Hendur karla og kvenna sem elska þjóð sína og vilja leggja sitt að mörkum til endurreisnar.

Þetta á auðvitað líka við um önnur fyrirtækii, sem eru í gjaldeyrisöflun. Ef menn hafa það hugarfar að stinga undan eins miklu og þeir geta þá verður það aðeins ávísun á enn meirri reiði og harkalegra uppgjör.

Ég skora á alla sem fá gjaldeyristekjur að koma með gjaldeyrin heim.

Þetta er skrifað vegna fréttar á textavarpi RUV.

stöndum saman.

Kalli Matt


Tökum tillit til barnanna í umferðinni í vetur.

Nú eru skólar byrjaðir og nokkur þúsund börn eru að stíga sín fyrstu skref í grunnskóla.  Þegar við sjáum þessi börn og auðvitað mörg önnur á leiðinni í skólann hugsum við hlýlega til þeirra og vonum að hvert og eitt þeirra eigi ánægjulegan skóladag og góðan skólavetur.

Það hvílir mikil ábyrgð á okkur fullorðna fólkinu að búa börnum okkar góða skóla og umhverfi sem býður upp á sem öruggastar leiðir.  Allir foreldrar barna ættu að vita hvaða leið barnið gengur í skólann og að sú leið sé sú öruggasta.

Þegar ég var barn var það almenn regla að börn færu ein í skólann og gengju jafnvel langan veg.  Bílaeign og umferð var þá miklu mun minni en nú er. Nú hefur þetta breyst og margir keyra börn sín í skólann en engu að síður eru þau í umferðinni. Það er mikilvægt að öryggisbeltin séu spennt og að bílstjórar barnanna sjái svo um að þau búi við sem mest öryggi á allan hátt með góðum akstri og með því að hafa einbeitinguna í lagi.

Þessi tími haustsins getur verið mjög varasamur því börn eiga það til að gleyma sér í morgundimmunni og skammdeginu eftir sumar mikillar birtu. Því er okkur nauðsynlegt að vera árvökul og viðbúin. Slysin verða oftast þegar eitthvað óvænt hendir og fólk býst alls ekki við þeim aðstæðum er komu upp.  Eitt andartak getur orðið til þess að allt breytist í lífi okkar og dagur sem átti að verða ósköp venjulegur verður örlagadagur sem varpar skugga og sorg á tilveru okkar í langan tíma á eftir.

Ég vil hvetja til þess að við ökum varlega, af virðingu og þökk við lífið og af virðingu og tillitssemi við öll börn þessa lands.  

Í dimmunni er oft erfitt að greina dökkklædda, en endurskinsmerki eru mjög mikilvæg og hafa þau sannað gildi sitt og örugglega orðið til þess að koma í veg fyrir mörg slys. Öll börn sem eru á leiðinni í skólann og reyndar hvar sem er ættu að bera endurskinsmerki. Þetta á auðvitað við um alla gangandi vegfarendur. 

Gerum allt sem í okkar valdi stendur til þess að öll skólabörn séu örugg í umferðinni og komist heilu og höldnu í skólann sinn í vetur.  

Karl V. Matthíasson.vímuvarnaprestur og formaður umferðarráðs.  

Stöndum saman

Kalli Matt


Óttinn erlendis.

Kapítalistar úti um heim eru hræddir við það að litla gjaldþrota Ísland verði sjálfkrafa að sósíalísku ríki eftir að múr kapítlaismans hrundi hér. Auðvitað blasir það við að ríkið verður að taka við mörgum græðgisgjalþrotum og stokka upp. Því fyrr sem það verður gert því betra og því lengur sem það dregst fær fólk á tilfinninguna að stjórnmálamenn séu á einhvern hátt háðir útrásarvíkingum og auðmönnum. Ég trú ekki öðru en að alþýðuhetjan Ásmundur Stefánsson standi sig í stykkinu. Hann er mikill réttlætismaður.

Stöndum saman

Kalli Matt


mbl.is Toyota samþykkir ekki Landsbanka sem eiganda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver fann upp hraðann? - Ökum varlega um verslunarmannahelgina.

Drengurinn hefur greinilega ekki heyrt þá kenningu að hraðinn sé uppfinning Pokursins. Alltétnt má það  ljóst vera að sá sem lifir í ró og flýtir sér ekki um of tekur betru eftir lífinu og lifir því þess vegna lengur. Ökum varlega um verslunarmannahelgina, lifum ekki of hratt og ekki og hátt það endar bara með ósköpum. Og látum annarra manna bíla vera.

Stöndum saman

Kalli Matt


mbl.is Glanninn vildi ekki í kirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fáeinir sopar eyðileggja allt.

Í hvert sinn sem við leggjum af stað út í umferðina ætlum við hvorki að lenda í óhappi né slysi og  sem betur komumst við oftast heil heim eins og við gerðum ráð fyrir í upphafi. En stundum er það ekki svo því fjöldi fólks lendir í alvarlegum umferðarslysum.  Við verðum alltaf að vera vakandi í umferðinni og sýna ýtrustu gætni alla leið.  Aftur og aftur erum við minnt á að spenna beltin, virða reglur um hámarkshraða, nota ekki farsíma undir stýri, gefa stefnuljós og vera meðvituð um akstursskilyrði öll svo sem veðurlag, gerð vegar og fleira. Einn er sá þáttur sem mig langar  að víkja hér að en það er ölvunarakstur.  Gott er að rifja það upp að upphafleg merking orðsins ölvaður er: Sá sem er undir áhrifum öls.  Það er sannað mál að ölvunarakstur veldur fjölda umferðarslysa.  Allir ættu að hafa þá reglu í heiðri að stýra ekki neinu ökutæki eftir að hafa drukkið áfengi eða neytt einhvers konar fíkniefna. Það sama gildir um fráhvörfin. Sá sem er timbraður eða á “niðurtúr” getur einnig verið stórhættulegur í umferðinni. 

Í sumarfríi eða kokteilboði.

 Á þessum tíma fara margir í frí og sumir fá sér í glas. Einn bjór eða tvo og stundum létt vín með matnum. Í þessum drykkjum er alkóhól, en það slævir dómgreind, viðbragðsflýti og skynjun alla. Alkóhól hefur komið við sögu margra umferðarslysa. Í sumum tilvikum vegna þess að Bakkus hafði algerlega tekið völdin, en í öðrum út af því að viðkomandi trúði þeirri reginfirru að allt í lagi væri að aka eftir að hafa drukkið “smávegis” léttvín eða bjór. Til eru þeir sem halda því fram að hvers konar ölvunarakstur einstaklings sé vísbending um að hann ætti að hafa samband við Vog. Þeir sem fá boð í fínan kokteil, opnun viðburðar, mikilvæga móttöku eða því um líkt ættu að gæta þess að fá sér óáfenga drykki ef þeir eru á bílnum. En ef þeim finnst brýna nauðsyn og mikla kurteisi bera til þess að fá sér áfengan drykk svona til samlætis þá hvet ég viðkomandi til að skilja bílinn eftir og taka leigubíl eða ganga heim. Þá verður engin hætta á því að sú ölvun valdi slysi.   

Ölvunarakstur er alvarlegt lögbrot.

Stundum ber við að fólk fari upp í bifreið hjá ökumanni sem hefur neytt alkóhóls eða annarra vímugjafa. Slíkt er lögbrot. Því miður eru til þess dæmi að nánir aðstandendur eða vinir hafa látið undan frekju og jafnvel hótunum drukkins ökumanns og þegið farið í stað þess að kæra verknaðinn til lögreglu.  Það er misskilin ást að líða sínum nánustu ölvunarakstur og hylma yfir með þeim.   Lögreglan hefur í mörgum tilvikum komið í veg fyrir slys með því að taka ökumenn sem eru undir áhrifum úr umferð. Þegar slíkur ökumaður er tekinn úr umferð verður umferðin áhættuminni. Sá ökumaður sem staðinn er að ölvunarakstri verður fyrir miklu áfalli, niðurbroti og skömm . Hann hefur jú framið alvarleg lögbrot og hlýtur fyrir það þungar sektir Áttum okkur á því að ölvunarakstur er alvörumál og það verður aldrei aftur tekið ef sá sem ekur ölvaður veldur slysi. Við þekkjum það mörg hvað lífið getur breyst á einni svipstundu, hvernig einn venjulegur dagur sem átti að gefa okkur “vort daglegt brauð” varð skelfilegur örlagadagur og þá í sumum tilvikum af því að einhver fékk sér “aðeins einn”  og lagði þannig af stað út í umferðina. Ökum aldrei undir áhrifum áfengis eða annarra fíkniefna.  

Stöndum saman  

Kalli Matt 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband