Færsluflokkur: Bloggar
29.6.2009 | 19:11
Framhjá höftunum.
Þessi grein sem birttist í Fréttablaðinu varð til vegna fréttar sem birtist á vefsíðu Mbl. laugardaginn 20 júní s.l. kl. 7.37
Hér kemur svo greinin.
Fiskimiðin við Íslands strendur eru sameign þjóðarinnar og stærsta auðlind okkar. Mikil ábyrgð hvílir á þeim sem þjóðin hefur trúað fyrir því að nýta þessa auðlind. Mjög brýnt er að þeir útgerðarmenn og forsvarsmenn fiskútflutningsfyrirtækja komi með þann gjaldeyri til þjóðarinnar sem aflinn gefur. (Þetta á reyndar einnig við um fyrirtæki í ferðþjónustu, álútflutningi og fleiru).
Þjóðin tekur nú á sig miklar byrðar og mun hún aldrei líða það að útflytjendur stundi gjaldeyrisbrask fram hjá Seðlabankanum meðan hún stritar fyrir skuldum útrásarinnar. Í rauninni er slíkt ekkert annað en þjófnaður og sumir ganga svo langt að kalla slíkan gerning landráð.
Alþingi Íslendinga sá sig knúið til þess að setja sérstök lög um gjaldeyrisviðskipti og var það m.a. gert vegna þess að farið var að bera á því að útflutningsfyrirtæki skiluðu ekki gjaldeyrinum heim sem þeim bar.
En þrátt fyrir þessa lagasetningu reyna sum útflutningsfyrirtæki enn að komast hjá þessari skyldu og safna í einkasjóði erlendis. Yfirvöld verða að bregðast við þessu og innkalla allar veiðiheimildir mun fyrr og með öflugri hætti en áætlað er. Það er ekki líðandi að þeir sem trúað var fyrir auðlind okkar haldi áfram að draga að sér fé með ólöglegum og siðlausum hætti. Í hinu nýja Íslandi er gert ráð fyrir að rótgróin spilling verði upprætt og um það eigum við að kappkosta.
Embætti sérstaks saksóknara og rannsóknarnefnd hrunsins eru til marks um vilja Alþingis til þess. Vissulega er það gott ef við finnum út hverjar orsakir hrunsins eru og hvers vegna útrásarævintýrið gat gegnið svona langt, en við verðum líka að horfa á það sem er að gerast núna. Svindlið og siðleysið má ekki halda áfram.
Hver einasta króna útflutningsatvinnuveganna verður að skila sér heim. Það flýtir fyrir því að þjóðin komist út úr þeim skaða og erfiðleikum sem hún glímir nú við og mun draga úr fólksflótta.
Stöndum saman.
Kalli Matt
Bloggar | Breytt 6.7.2009 kl. 10:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.6.2009 | 17:46
LÍÚ = SA?
Það er alveg með eindæmum að menn skuli fara að blanda fyrningarleiðinni inn í umræðuna um þess samninga.
Hvað ef verkalýðshreyfingin hefði krafist þess að flýta ætti fyrningunni?
Annars er ég vissum að tekjur útgerðar og fiskvinnslu hafi aukist gríðarlega í krónum taliði og því er talsvert svigrúm til launahækkana í þeim geiranum.
En örbyrgðargráturinn virðist vera í algleymingi hjá útgerðinni og ekkert svigrúm til launahækkana. Getur það verið vegna þess að kvótakerfið er svo hörmulega lélegt og dapurt. Eitthvað er það? Hin fátæka auravana útgerð ætti að fagna fyrirhuguðum breytingum.
Samfylkingin og Vg voru kosin til að stjórna landinu og þjóðin treystir því að lofroðin um að breyta fiskveiðistjórnarkerfinu verði ekki svikin. Þeir sem hafa völdin í dag og boðuðu breytingar þurfa ekkert annað að gera en leggja fram frumvarp og samþykkja það.
Stöndum saman
Kalli Matt
Fyrirvari vegna fyrningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég gat ekki stillt mig um að blogga eftirfarandi við fréttina um pólitískt sjáfsmorð.
Ranglæti verður aldrei þjóðhagslega hagkvæmt.
Við vitum að það er hægt að reikna og sýna fram á að það væri þjóðhagslega hagkvæmt að einn ofurtogari veiddi allan fiskinn í sjónum. Málið snýst auðvitað líka um hagkvæmni, heilbrigða samkeppni o.s.frv. En fyrst og fremst snýst það um réttlæti í nýju og siðvæddu, græðgislausu landi þó það skili ekki eins miklum gróða. Ranglæti verður aldrei þjóðhagslega hagkvæmt.
Stöndum saman
Kalli Matt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2009 | 00:21
Ranglæti verður aldrei þjóðhagslega hagkvæmt.
Við vitum að það er hægt að reikna og sýna fram á að það væri þjóðhagslega hagkvæmt að einn ofurtogari veiddi allan fiskinn í sjónum. Málið snýst auðvitað líka um hagkvæmni, heilbrigða samkeppni o.s.frv. En fyrst og fremst snýst það um réttlæti í nýju og siðvæddu, græðgislausu landi þó það skili ekki eins miklum gróða. Ranglæti verður aldrei þjóðhagslega hagkvæmt.
Stöndum saman
Kalli Matt
Pólitískt sjálfsmorð að kollvarpa sjávarútveginum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.6.2009 | 14:35
Af virðingu og ást við lífið.
Ég skrifaði eftirfarandi grein í Fréttablaðið í dag. Gerið svo vel.
Hvar sem við lítum er fólk á ferð í umferð. Þjóðin ver þar miklum tíma á degi hverjum. Því er mjög mikilvægt að umferðin sé góð, að okkur líði þar vel. Umferðin er samskipti fólks, mjög náin og skiptir öllu máli að þau séu jákvæð, að við sýnum hvert öðru kurteisi og velvild.
Í umferðinni ættum við að hafa Gullnu regluna að leiðarljósi: Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður það skuluð þér og þeim gjöra.
Umferðin krefur okkur þess að við höldum óskertri athygli þegar við erum á ferð. Við megum aldrei líta á umferðina sem tímaþjóf eða afneita því að hún er nauðsynlegur þáttur í lífi okkar, lífi sem viljum eiga sem best.
Umferðin er oft mjög mikil. Við verðum að fara eftir settum lögum og reglum sem gerð eru - okkur til verndar og lífs. Ef við brjótum umferðarreglu þá vanvirðum við okkur sjálf og aðra.
Umferðin á sér nokkra höfuðóvini, þeir eru: Óspennt öryggisbelti, alkóhól og önnur fíkniefni, hraði, farsímar og aðrir þjófar athyglinnar. Verum ávallt jákvæð og tillitssöm í umferðinni það er gott fyrir samferðafólk okkar og okkur sjálf.
Tvær minningar.
Já, sá dagur líður varla að þátttaka í umferðinni komi ekki við sögu hjá langflestu fólki. Og við eigum öll minningu af einstökum ferðum úr umferðinni. Mig langar til að nefna hér tvær.
Önnur er af því þegar ég og eiginkonan mín vorum á leiðinni heim af fæðingardeildinni frá Reykjavík til Tálknafjarðar. Við tvö, eldri sonur okkar og sá yngri, nokkurra daga gamalt barn okkar - komið út í umferðina. Ég ók eins varlega og ég gat með fjölskylduna mína. Ekkert mátti koma fyrir. Kannski hef ég aldrei verið eins góður ökumaður og einmitt í þessari ferð. Ég var allan tímann að hugsa um það hvað lífið er óendanlega verðmætt og oft á tíðum dásamlegt og hvílík ábyrgð hvíldi á mér sem ökumanni. Já hér var ekið varlega og af árvekni af virðingunni og ástinni við lífið.
Önnur minning: Ég er prestur og sit í farþegasæti líkbílsins sem ekur inn Skutulsfjörðinn eftir útförina í kapellunni, sem var í Menntaskólanum á Ísafirði. Ingi kirkjuvörður og -þjónn ekur bifreiðinni, en aftur í hvílir gömul kona í kistu sinni södd lífdaga. Bifreiðin ekur hægt og líkfylgdin á eftir. Af hverju var ekið hægt og varlega? Já það var af virðingunni við lífið.
Þetta eru mér sterkar myndir og skýrar sem vekja okkur vonandi til umhugsunar um það hvað mestu skiptir í umferðaröryggi það er að segja við sjálf sem erum að ferðast og náungar okkar. Við getum spurt okkur sjálf: Ek ég alltaf af gætni með hugarfari virðingar fyrir öðrum eða gleymi ég því stundum að umferðin krefst fyllstu athygli frá upphafi til enda? Höfum þetta í huga á þessu sumri sem nú er að byrja og eigum góða tíma í umferð sem getur oft á tíðum verið ánægjuleg og góð.
Karl V. Matthíasson, formaður umferðarráðs.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2009 | 23:28
Kom huggari.
Nú hugsum við öll til þeirra sem voru í þessari þotu og við hugsum líka til allra sem áttu ástvini, ættingja eða aðra nákomna sem fórust í morgun. Stundum er ekkert annað hægt að gera en að fara með bænir sínar.
Kom, huggari, mig hugga þú,
kom, hönd, og bind um sárin,
kom, dögg, og svala sálu nú,
kom, sól, og þerra tárin,
kom, hjartans heilsulind,
kom, heilög fyrirmynd,
kom, ljós, og lýstu mér,
kom, líf, er ævin þver,
kom, eilífð, bak við árin.
- Valdimar Briem
Kalli Matt
Nú hugsum við öll til þeirra sem voru í þessari þotu og við hugsum líka til allra sem áttu ástvini, ættingja eða aðra nákomna sem fórust í morgun. Stundum er ekkert annað hægt að gera en að fara með bænir sínar.
Kom, huggari, mig hugga þú,
kom, hönd, og bind um sárin,
kom, dögg, og svala sálu nú,
kom, sól, og þerra tárin,
kom, hjartans heilsulind,
kom, heilög fyrirmynd,
kom, ljós, og lýstu mér,
kom, líf, er ævin þver,
kom, eilífð, bak við árin.
- Valdimar Briem
Kalli Matt
Farþegarnir voru frá 31 landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.5.2009 | 16:31
Gott hjá Ömma og sláum nú skjaldborg um aulindir þjóðarinnar.
Það er ljóst að við verðum að sýna í samningum við AGS einurð og dug. Ekker má láta undan og við verðum líka að hafa það í huga að augu margra fjárþyrstar hvíla nú á auðlindum okkar.
Þá ber okkur að gæta þess að konungar útrásarinnar hirði ekki allar "fjármálasamsteypurnar" því ekki erum við að taka við hækkandi skuldum og erfiðari greiðslubyrði lán til þess eins að þeir geti "byrjað upp á nýtt" og haldið áfram að vera áskrifendur að íslensku þjóðinni. Við eigum ekki að greiða skuldir óreiðumannanna, en erum auðvitað tilbúinn að taka þátt í uppbyggingunni ekki sem þrælar heldur sem frjálst fólk.
Nú er þörf á hugrekki og festu.
Stöndum saman.
Kalli Matt
Heimslögregla kapítalismans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2009 | 19:54
Hamingjuóskir til nýrrar ríkisstjórnar.
Það gleður mig óendanlega að kvótinn verður innkallaður og að handfæraveiðar verði gefnar frjálsar. Með þetta vil ég óska ríkisstjórninni til hamingju. Nú mun öll íslensk útgerð hafa jafnan rétt til þess að sækja sjóinn. Að sjálfsögðu hlýtur þetta að gerast í áföngum ekki síst með tilliti til skulda útgerðarinnar sem eru ærnar.
Ég verð að viðurkenna að ég bjóst ekki við þessu, en auðvitað er besta tækifærið núna á þeim uppgjörstímum sem við nú lífum. Með þessu er einnig, að hluta, svarað sjónarmiðum mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna en það var orðið mjög dapurt að horfa upp á hvað lítið gekk í því máli. Þegar fiskimiðin hafa svo endanlega verið opnuð fyrir þjóðinni þá hefur okkur miðað áfram í átt til aukins réttlætis.
Já aftur til hamingju Jóhanna og Steingrímur. Dagur þessarar tilkynningar er einn allra mikilvægasti dagur í þeim skrefum sem við verðum að stíga svo hægt verði að byggja landið okkar upp á ný.
Stöndum saman
Kalli Matt
Fyrningarleið víst farin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.5.2009 | 08:44
Lýðræðislegt.
"Eftir því sem næst verður komist er niðurstaðan sú að það verði meirihluta Alþingis að ákveða hvort hafnar verða aðildarviðræður við Evrópusambandið, óháð ólíkri stefnu stjórnarflokkanna til aðildar. Sú ákvörðun eigi ekki að raska stjórnarsamstarfinu.
Stjórnarflokkarnir sættist þannig á að vera ósammála um aðild en báðir hafa á stefnuskrá að málið verði á endanum borið undir þjóðaratkvæðagreiðslu."
Það er sjónarmið hjá ríkisstjórn að leggja ágreiningsmál milli flokkana eða jafnvel ráðherrana undir þingið og láta meirihluta þess ákveða málið. Megum við vænta þess að þetta verði gert í fleiri málum? Er það ekki bara jákvætt?
stöndum saman
Kalli Matt
ESB-málið til Alþingis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2009 | 20:28
Verkalýðsdagurinn.
Verkalýðsdagurinn er haldinn í skugga. Það er ljóst að fjöldi manna er atvinnulaus og á ekki fyrir afbogunum af lánum. Þetta á líka við um stóran hóp manna sem hefur vinnu og laun þeirra hafa lækkað. Varla sér fyrir endann á vaxtaorkinu sem ríkið stendur hér fyrir með verðtyggingarþjökun að auki.
Ég hef ekki verið mikill Evrópusinni en stækkunarstjórinn dró algerlega úr áhuga mínum fyrir inngöngu í sambandiði þegar hann tjáði að við ættum ekki að fá neina "sérmeðferð" vegna stöu okkar í sjávarútvegi. Ef Ísland gengi í Evrópusambandið núna þá er ljóst að ekkert gæti bannað erlendri útgerð að kaupa íslenska útgerð og um leið þann veiðrétt sem íslenska útgerðin hefur. Sá frómi og ágæti maður Jóhann Árslælsson hefur benti á þetta og varar við því að Ísland gæti orði í sömu stöðu og sum íslensk kvótlaus þorp eru nú í. Svo vakna aðrar spurningar hver yrði staða okkar gagnvart ESB í tengslum við hugsanlega olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Þessi hugsun um ESB kom upp í hugann þegar Gylfi Arnbjörnsson alþýðuleiðtogi talaði um það sem brýnasta mál alþýðunnar á Íslandi að ganga í ESB þá yrði allt betra.
Í atvinnuleysi og tekjumissi verður strax að byggja upp atvinnulífið endurreisa það annars verður engin velferð áfram. Frjálslyndir bentu á það ítrekað í kosningabaráttunni. Þeir sem sjá Evrópusambandið sem lokalausnina verða að átta sig á þvi að við höfum engan tíma til að bíða eftir því að Vg sem stofnað var m.a. sem baráttuafl gegn ESB finni siðfeðilega réttlætanlega leið til að hverfa algerlega frá þessu grundvallar stefi sínu.
Ég vonaði að Jóhanna og Steingrímur myndu tilkynna um nýja ríkisstjórn á þessum degi, baráttudegi verkalýðsins, en "barátta" þeirra tekur því miður lengri tíma en ætlað var.
Vonandi kemur hér ríkissstjórn sem verður jarðtengd, stjórn sem gerir sér grein fyrir því að velferð verður ekki til án atvinnu og því er það grundvallaratriði að koma atvinnulausum í vinnu og það strax. Vonandi tala þau Jóhanna og Steingrímur um það líka.
Stöndum saman
Kalli Matt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Eldri færslur
- Júlí 2022
- Nóvember 2020
- Mars 2020
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Mars 2016
- Október 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Ágúst 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Nóvember 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Apríl 2013
- September 2012
- Mars 2012
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- September 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Apríl 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- eddaagn
- bjorkv
- gudfinnur
- prakkarinn
- lara
- bryndisisfold
- baldurkr
- salvor
- ingibjorgstefans
- hrannarb
- hreinsi
- pallieinars
- ingo
- agny
- arnalara
- gumson
- alfheidur
- reykur
- arnith2
- heilbrigd-skynsemi
- kaffi
- birnamjoll
- bjarnihardar
- bd
- bjornj
- blues
- gattin
- bryndisfridgeirs
- dagga
- einarben
- komediuleikhusid
- kamilla
- fanney
- garpur76
- gesturgudjonsson
- gtg
- gretaulfs
- gretarmar
- thjalfi
- orri
- gudrunkatrin
- zeriaph
- gunnarpetur
- gbo
- coke
- gylfigisla
- heidistrand
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- idno
- tru
- ingimundur
- irisarna
- jakobk
- enoch
- joninaros
- fiski
- thjodarskutan
- jonthorolafsson
- kiddijoi
- killerjoe
- kolbrunerin
- kristbjorggisla
- krist
- kristinm
- kristjanmoller
- mal214
- natan24
- nilli
- nielsfinsen
- solir
- olafursv
- olafurjonsson
- kex
- schmidt
- runar-karvel
- sirrycoach
- siggiholmar
- siggikaiser
- siggisig
- siggith
- steindorgretar
- summi
- sunnadora
- garibald
- svavaralfred
- saethorhelgi
- tommi
- tryggvigunnarhansen
- valdisa
- vefritid
- vestfirdir
- steinibriem
- steinig
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- thorha
Af mbl.is
Erlent
- Ákærður fyrir morð á 13 ára stúlku
- Svíar virða ögranir Rússa að vettugi
- Efast ekki um að Bandaríkin átti sig á skilaboðum
- 281 hjálparstarfsmaður drepinn á árinu
- Sjötti ferðamaðurinn er látinn
- Segjast hafa drepið fimm vígamenn
- Eldflaugavarnarkerfi í skiptum fyrir hermenn
- Segir að friði verði aðeins náð með afli
- Rússar sagðir útvega N-Kóreu milljón olíutunnur
- Pam Bondi næsti dómsmálaráðherra