Leita í fréttum mbl.is

"Enn mun þó reimt á Kili"

CO2- útblástur fer vaxandi á jörðinn. 

Við Íslendingar höfum nú á þessari stundu frá kl. 00.00 -- 05.02.2007 dælt ca 5000 tonnum af CO2 út í andrúmsloftið.

Maðurinn verður að taka sig á og draga úr brennslu sem myndar þetta koldíoxíð (CO2). 

Eitt af því er að stytta vegi sem bílar fara.  Því styttra sem einn bíll ekur þeim mun minni brennsla.

Ef Kjalvegur mun stytta vegalegndir og ef það kostar ekki of mikla brennslu að búa hann til og ef veðurfar er það gott að hann verður nánast opinn alla daga ársins og ef hann skiptir ekki hálendinu í tvo parta og ef og ef  eitthvað annað þá getur verið rétta að byggja hann.

Að afhenda Kjöl einkaaðilum til  vegalagningar og vegagerðar um aldur og ævi svona einn, tveir og þrír rétt áður en Sturla fer úr Samgönguráðuneytinu gengur hins vegar auðvitað ekki upp.

Vegatollar á bensíni og olíu eru það miklir að við þurfum ekki á einkavegaframkvæmdum að halda við eigum að fella niður öll veg-og gangagjöld fremur en að stefna í það að bæta við enn einum gjöldunum.

Á þetta hefur Gutti vinur minn í fyrsta sæti Samfylkingarinnar í Nvest marg bent á í skrifum sínum um að afnema beri gjöldin í Hvalfjarðargöngin, því við borgum svo mikið í bensín og olíugjöldum..

Stöndum saman

 X - S (Success)

 Kalli Matt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthias Freyr Matthiasson

Þakka fallega kveðju til mín:)

Svo sannarlega er margt búið að gerast í lífi manns á þessum árum, en þó hafa hin síðari verið heldur viðburðarríkari en önnur.

 Hlakka til að sjá þig í baráttunni....og tek undir orð þín

Stöndum saman X-S

Matthias Freyr Matthiasson, 5.2.2007 kl. 15:27

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta tal um frekari skatta á eldsneytisnorkun er afar undarlegt og dæmi um að umhverfispostular hafa tapað sjónar á markmiðum sínum.

Hér er hæsta eldsneytisverð í heimi og ekki dugir það til að draga úr notkun. Annars finnst mér allt tal um nefskatta, vegspotta og þúfnabörð ekki í neinum tengslum við orsök mála né forgang.  Arðrán lands og þjóðar af peningamógúlumm, er það, sem menn eiga að beina sjónum að. Hér er á ferð þróun, sem á eftir að hafa skelfilegar afleiðingar til framtíðar, bæði fyrir fólk og náttúru. Mér finnst undarlegt að sósíaldemokratískur flokkur eins og Smfylkingin beri blak af þessum mönnum.

Samstöðuleysi og hnútukast á milli stjórnarandstæðinga er pólitískt harakiri. Málefnablindan er alger og innbyrðis skítkast og hártoganir um smámál sýna ekki af sér góðan þokka. Varúðarmerkin ættu að vera fyrir augunum á ykkur með klofningi flokkabrotanna og nýrra framboða lítilla þrýstihópa. Nú verðið þið að taka ykkur saman í andlitinu. Tvöfeldni samfilkingarinnar í tengslum við Baug og samráðsmenn þeirra er samt höfuð ástæða undanhalds flokksins. Meira að segja erkiþrasararnir Vinstri Grænir eru orðnir stærri.  

Ég hef ritað margt um þetta á blogginu mínu. Hvar það er í raun og veru sem skóinn kreppir.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.2.2007 kl. 08:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband