Leita í fréttum mbl.is

Starfs- iðn- og tækninám - Ný sýn

 

Eitt það flottasta sem ég hef verið vitni að í skólastarfi var þegar skólastjóri einn í grunnskóla hafði forgöngu um það að einn drengur, sem átti erfitt með að skilja tilgang miðmyndar, frumlags, viðtengingarhátta, eðlismassa, veldisvísa og svo framvegis, færi í aukið starfsnám og minna bóknám. 

Það hefur verið stórkostlegt að fylgjast með því hvað þessi drengur hefur dafnað og sprungið út á meðan sumir jafnaldrar hans hafa helst úr lestinni. 

Nú er hann þessi ungi drengur orðinn reglusamur og ábyrgur heimilsfaðir í góðu starfi..  

Þetta datt mér í hug þegar ég heyrði fréttina áðan um hugsanlega sameiningu Iðnskólans og Fjöltækniskólans. Því það er mjög gott þegar iðnaðarmenn geta aukið starfs og tækninmenntun sína og haldið áfram á sinni braut án þess að þurfa að fara í gegnum sérstakt stúdentspróf og byrja á vissan hátt upp á nýtt.  Já, það er ánægjulegt þegar menn sjá betur mikilvægi  tengsla hugar og handar. Og það er jákvætt þegar við erum opinn í hugsun allri um menntun og störf en lokum fólk ekki inni í atvinnugein sinni. 

En mér finnst  líka að við ættum að auka möguleika þeirra sem eru ekki mikilir bókamenn til aukinnar menntuanr í alls konar starfsgreinum þó þeir ljúki ekki sveinsprófi eða háskólagráðu.

Verum opin og víðsýn

Stöndum saman

X - S (Success)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Ásbjörnsson

Tek undir þetta, En mér finnst  líka að við ættum að auka möguleika þeirra sem eru ekki mikilir bókamenn til aukinnar menntuanr í alls konar starfsgreinum þó þeir ljúki ekki sveinsprófi eða háskólagráðu.

Sigurður Ásbjörnsson, 18.2.2007 kl. 20:13

2 identicon

Takk fyrir góða pistla, leitt að hafa ekki náð að vera 1.000 gesturinn ;) Á hjá mér assk. góða ljósmynd á tölvutæku formi frá síðustu verslunarmannahelgi af séranum í fullum skrúðanum - ef þú vildir vera svo vænn að senda mér upplýsingar um netfang í tölvupósti, gæti ég deilt henni með þér. Ég er vilborg hjá snerpa.is - bloggaddressan er www.vilborgd.blogspot.com

Kær kveðja frá Edinborg, Vilborg Davíðs.

Vilborg (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband