Leita í fréttum mbl.is

Sjóflutningar á landi

Nú eru skipaflutningar međ strönd landsins nćrri aflagđir og mestur afli sem  berst ađ landi er keyrđur í stórum flutningabílum suđur til uppskipunarhafnarinnar í Reykjavík  eđa í flug.  

Viđ flytjum ţúsundir tonna af fiski eftir vegum landsins á í hverjum mánuđi. Ţetta hefur mikil  áhrif á vegina og svo auđvitađ umferđina líka. Ţađ er rosalegt ađ mćta stórum flutningabílum međ tengivagna aftan í og mađur dáist í rauninni ađ ţví hversu góđir og tilitssamir flestir vöruflutningabílstjórarnir eru.

Ég fékk far  á dögunum međ einum slíkum bíl frá Blönduósi til Reykjvíkur. Skyggni var slćmt og hálkublettir enda varđ mér ekki um sel í einni hálku brekkunni niđur Holtavörđuheiđi. En bílstjórinn var öryggiđ uppmálađ og allt fór vel.  Ég hugsađi samt međ mér:  "Ţetta er svakalegt."  Ađ auki eru hinir malbikuđu  vegir orđnir svo slitnir og dćldađir eftir allan ţennan ţungaakstur ađ mér fannst um tíma sem ég vćru um borđ í gamla  Svani  SH 111 á vertíđinni međ Össa skipstjóra.  Hiđ  sama verđur sagt um Mýrarnar og reyndar leiđina  alla frá Vegamótum ađ Borgarnesi. 

Vegakerfiđi  -sýnist mér  -- byggt fyrir fólksbíla og enginn virđist hafa áttađ sig á gríđarlegri aukningu ţungaflutninga um ţessa vegi og ţví eru ţeir orđnir eins og bylgjur hafsins.  Í ţeim skilningi má tala um sjóflutninga á landi.

Viđ erum greinilega í slćmri stöđu í vegamálunum. Fullt er af ómalbikuđum vegum um byggđir landsins meira ađ segja mjög fjölförnum og líka fullt af vegum sem eru ađ verđa óökuhćfir vegna ţugnaflutninganna sem ţessi vegir bera alls ekki. 

Og nú í litlum frostum bćtast svo ţungatakmarkanir ofan á ţetta sem er auđvita bagalegt fyrir flutningafyrirtćkin og ţá sem nota ţjónustu ţeirra.  ţađ kallar á enn fleiri ferđir og aukna mengun og kostnađ.

 Annađ hvort verđum viđ ađ byggja mun breiđari og mun betur undirbyggđa vegi. Eđa ţá ađ hefja sjóflutninga á ný til vegs og virđingar, og svo má líka ímynda sér ađ sérstakar vörubifreiđa  eđa --lesta brautir verđi lagđar um landiđ. 

Ţessar hugsnir fóru um huga minn í dag ţegar ég var ađ fara suđur Mýrarnar og sjúkrabíll tók fram úr mér á fleygi ferđu -  ögugglega međ sjúkling um borđ. Bílinn dúađi upp og niđur og vona ég ađ sjúkingurinn hafi verđ bundinn í körfuna sína.

Bćtum (Stórbćtum) vegakerfiđ okkar.

 Stöndum saman

 X -S (Success)

Kalli Matt


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Já takk sjóflutninga aftur!

kv.edda

Edda Agnarsdóttir, 21.2.2007 kl. 22:59

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband