Leita í fréttum mbl.is

Regnbogi yfir Drangsnesi

Er nú staddur í Hólmavík, en var á Drangsnesi í dag. Hér er fegurð íslenskrar náttúru ótakmörkuð og í dag sá regnbogann yfir Drangsnesi þau ljósbrot voru stórfengleg og boðuðu gott. 

Fólkið sem hér býr er afar vænt og tekur vel á móti gestum og vona ég, að ég eigi eftir að taka þátt í því að byggð hér eflist og dafni.

Hvar sem maður kemur talar fólk um  að það sé mjög bagalegt að byggðirnar hér hafi með kvótakerfinu verið sviftar réttinum til að sækja sjóinn og nýta þær auðlindir sem  eru við bæjardyrnar.  Þetta minnir óneytanlega á ríki sem auðug eru af hvers konar auðlindum, en erlend ríki eða fyrirtæki hafa ein aðgang að.  Sbr demantanámur í Nígeríu, eða olíulindirnar þar og svona má áfram telja.  Er ekki kominn tími til að viðurkennt sé að kvótakerfið er ekki að virka í þágu fjölda byggða sem eiga aldagamlar hefðir fyrir fiskveiðum og vinnslu?

Breytum þessu

X -  S

Kalli Matt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Sveinsson

Er ekki gott að setja álver í þessa íslensku fegurð?

Ólafur Sveinsson, 3.4.2007 kl. 22:00

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Burtu með helv... kvótann! Ég vona að klerkurinn fyrigefi mér óbragðið.

Edda Agnarsdóttir, 4.4.2007 kl. 10:48

3 Smámynd: Björn Heiðdal

Ég skora á alla að kjósa Kalla.  Þó ég þekki hann ekki neitt virðist hann vera vænsti maður. Læs og skrifandi og með hjartað á réttum stað.

X -S 

Björn Heiðdal, 5.4.2007 kl. 15:56

4 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Tja. Þú ert allur að braggast vinur.

Níels A. Ársælsson., 6.4.2007 kl. 03:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband