Leita í fréttum mbl.is

Borgarnesfundur - baráttan um að Anna haldi þingsæti sínu.

Við opnuðum kosningaskrifstofnuna okkar í Borgarnesi í kvöld. það var frábært hve margir komu og áttum við góðan baráttufund. Ég veit ekki nákvæmlega hve margir voru mættir  en einhver sagði mér að um 65 til 70 manns hefði komið.  Ingibjörg Sólrún hélt ræðu kvöldsins þá sungu Silfurrefirnir nokkur lög við undirleik Steinunnar stjórnanda hópsins.  Síðan flutti Össur hvatningarræðu og á eftir honum talaði Anna Kristín Gunnarsdóttir.  Óvænta og ánægjulega gesti hafði líka borðið að garði. Það voru þeir Gunnar Svavarsson og Árni Páll Árnason úr kraganum og töluðu þeir líka og brýndu fundarmenn til dáða. Hólmfríður Sveinsdóttir formaður Samfylkingarinnar í Borgarnesi stjórnaði þessu öllu með stakri prýði. en undirritaður sleit fundi og benti á að ekki sé langt í það að við náum þriðja manni með þessu áframhaldi.

Já, nú er það orðin raunhæfur möguleiki að Anna Kristín Gunnarsdóttir haldi sæti sínu á Alþingi, en til þess verðum við samt að leggjast vel á árarnar og kjósa Samfylkinguna.

Já stöndum saman

X  -  S

Kalli Matt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að sjálfsögðu nær Anna Kristín inn.  Þið eigið það skilið!

alla (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 20:55

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Til hamingju með eiginkonuna!

Edda Agnarsdóttir, 30.4.2007 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband