Leita í fréttum mbl.is

Að bíða, fresta eða geyma. (Á forvarnardegi)

Eitt aðaltrikkið í forvörnum í dag er að segja við börnin að bíða með að drekka eða fresta því um einhvern tiltekinn tíma.  

En það er sjaldnar sagt að best væri að lifa lífi án vímugjafa.

Þó börn og unglingar fresti því að drekka um eitt ár eða tvö eða jafnvel sjö þá er ekki þar með sagt að þau muni ekki lenda í feni alkóhólismans.

Auðvitað er það rétt að "frestur er á illu bestur"  það er augljóst mál að barn sem er 12 eða 13 ára gamalt og byrjar að drekka bjór er í alvarlegri hættu. Hættan hverfur ekki þó þetta barn eldist þó svo að hún verði auðavitað minni.

Skilaboðin um að bíða og fresta eru góð en vörumst samt að að skapa einhvers konar eftirvæntingu og tilhlökkun til þess dags þegar allt verðu í lagi með drekka og jafnvel félagsleg skylda.

 

Stöndum saman

Kalli Matt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband