Leita í fréttum mbl.is

Örsaga um vald Mammons og Bakkusar

Einu sinni var mér sögð saga af mikilmenni sem bjó í Reykjavík. Þetta mikilmenni tók sig upp og fór út í sveit og heimisótti nokkra bændur.  Í farangri mikilmennisins voru nokkrar flöskur af "góðu" vínu sem mikilmennið gaf gestgjöfum sínum að bragða af. Urðu þeir hreifir af víninu og er leið á stundina dró mikilmennið upp peningapung sem í voru fáeinir silfurpeningar. Mikilmennið gerði tímamótasamning við hvern og einn bónda. Þeir seldu jarðir sínar og ána sem rann í gegnum þær, Bændurnir mátt þó búa þar áfaram, slá túnin og gefa kindum sínum, en áin varð friðhelg mikilmenninu.

Afkomendur bændanna hafa verið pirraðir út í þetta trikk sem áum þeirra var gert með fulltingi Bakkusar og Mammons.

100 árum síðar hafa stofnfjárfestar sparisjóða verið heimsóttir af mikilmennum.

Mammon og Bakkus eru miklir.

 

Kalli Matt

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Snilld

Einar Örn Einarsson, 8.8.2008 kl. 23:08

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Dæmisagan sem er við hæfi nú. Takk.

Edda Agnarsdóttir, 8.8.2008 kl. 23:15

3 Smámynd: Kiddi Jói

Sjáðu bara hvað hefur gerst með SPM hér í Borgarnesi. Þetta er ágæt dæmisaga um það

Kv. úr Bnesi

Kiddi Jói

Kiddi Jói, 12.8.2008 kl. 12:46

4 identicon

Já, þetta er góður punktur......Mammon og Bakkus hafa alltof mikið vald hér á þessu litla landi og því þarf að breyta. 

Segi eins og þú frændi minn kær...Stöndum saman og breytum þessu !!!

Kveðjur,

Berglind

Berglind (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband