Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007
18.2.2007 | 00:46
Það var fyrir hundrað árum
Leitt að hafa ekki bloggað síðan síðast. Varð reyndar ánægður með að 1000asti gesturinn kom fljótt eftir að ég talaði um að heimsóknirnar væru að verða 1000. En það er rétt sem sagt er - heimsóknum fækkar ef ekki er bloggað - eðlilega.
Í dag var ég á vel sóttum fundi ásamt Ellert B. Schram og Guðbjarti Hannessyni á Akranesi með 60+ þar kom fram megn óánægja með hvernig málum er nú háttað hjá eldri borgurum þessa lands.
Margt var rætt á þessum fundi en séstaklega var talað um tekjutengingarnar og hversu fárálegar þær væru og hvernig verið væri að breyta almanntryggingakerfinu í félagagsmálastofnun og refsa fólki fyrir að spara. Já, Þarna kom fram skýr vilji til þess að afnema tekjutenginarnar og að allt fólk ætti þann rétt -- eftir að hafa greitt skatta og skyldur í áratugi -- að samfélagið skilaði því í sanngjörnum greiðslum. Á þessum fundi kom líka mjög sterkt fram að samfélag okkar ætti að vera þannig að enginn liði skort og þess vegna ætti líka að hlúa mun betur að öryrkjum og fátæku fólki.
Það var mjög áhrifaríkt að heyra í fundargestum tjá sig og segja frá misjöfnum kjörum sínum og aðstæðum. Þarna var fólk sem býr yfir mikilli lífsreynslu og hefur þjónað landi sínu og þjóð dyggilega og átt ríkan þátt í því að hafa skapað Ísland velferðarinnar sem því miður virðist vera á niðuleið.
Greinilegt er að ríkisstjórnin hefur setið of lengi. Hún heyrir hvorki né sér, að margt verður að bæta og endurskoða svo við lendum ekki í tröppunni þar sem gömlu fólki, öryrkjum og fátæklingum er ekki sinnt á nokkurn hátt. -- Í þeirri tröppu vorum við fyrir hundrað árum.
Breytum þessu!!
Stöndum saman
X -S (Success)
Kalli Matt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.2.2007 | 00:00
1000 heimsóknir
Get ekki stillt mig - ef að líkum lætur verður 1000asti gesturinn minn kominn innan 12 tíma.
verður þú sá auðfúsugestur?
Stöndum saman.
X - S (Success)
Kalli Matt
ps. fann ekki orðið auðfúsugestur í orðabókinni og ekki heldur aufúsugestur?
getur einhver frætt mig um þetta orð.
kv
Kalli Matt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
14.2.2007 | 23:41
Æðruleysismessa.
Æðruleysismessa verður í Dómkirkjunni á sunnudaginn kl. 20.000.
Að þessu sinni munu kvennakórarnir Vox feminae og Gospelsystur Reykjavíkur ásamt félögum úr Stúlknakór Reykjavíkur annast söng undir stjórn Margétar J. Pálmadóttur og Arnhildar Valgarðsdóttur píanóleikara.
Þá mun ein kona úr hópi kirkjugesta vera með reynslusöguna en prestarnir Anna Sigríður Pálsdóttir, Bára Friðriksdóttir og Karl V. Matthíasson munu þjóna að öðru leyti. Þú ert hjartanlega velkomin(n) í þessa messu sem mun einkennast af þakklæti, von, gleði og bænagjörð.
Æðruleysismessurnar hafa verið haldnar á hverjum vetri undanfarin ár og fjöldi fólks sótt þær. Hér er viðleitni kirkjunnar til að auka fjölbreytni í helgihaldi sínu og laða fleiri að til guðsþjónustunnar. Í þessu tilviki er verið að höfða til fólks sem þekkir 12-spora leið AA-samtakanna og reyndar líka til fólks sem er að upplifa umrót í lífi sínu miklar breytingar eða kaflaskil.Í æðruleysismessunum hefur verið leitast við að hafa fjölbreytni í tónlistinni og margt tónlistarfólk tekið þátt í þeim.
Oft er boðið upp á fyrirbænir í lok æðruleysismessanna en þá ganga þau sem vilja upp að altarinu og leggja ýmis bænarefni sín fram og er þá beðið fyrri hverju því sem fólk vill leggja í hendur Drottins og fela honum.Guðsþjónustan er öllum holl. Þau sem koma til kirkjunnar og eiga þar sameiginlega stund byggjast þar upp og eiga betur með að fóta sig í lífinu og takast á við margvíslega erfiðleika sem flest fólk mætir í lífi sínu.
Og ekki veitir nú af þjónustu kirkjunnar í allri þeirri baráttu sem nú fer fram um mannssálirnar. Öll viljum við lifa góðu og áhyggjulausu lífi. Til þess að það sé hægt verðum við að hafa góðan grunn til að standa á. Sá grunnur er hvorki efnið alkahól né önnur fíkniefni. Kærleikstrúin sem boðuð er í kirkjum landsins er góður lífsgrunnur og hefur hún reynst þúsundum blessun, björgun og líkn.
Við sem stöndum að æðruleysismessunum í vetur minnum á að öll erum við velkomin í þær. Æðruleysismessurnar eru haldnar næst síðasta sunnudag hvers mánaðar.
Bestu þver-pólitískar kveðjur
Kalli Matt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2007 | 20:45
Fyllirí í sjónvarpi
Kastljósið í kvöld var nokkuð sérkennilegt. Ungur maður var fenginn til að detta í það og sýna fram á að jafnvel hin minnst bjórdrykkja veldur vanhafæni til aksturs. Vonandi sá Kastljósið um að koma manninum heim.
Það er þarft að minna á hvílíkt skaðsemdarefni alkahólið er og þá ekki aðeins í tengslum við akstur Stunum er látið að því ligga að það sé svo hollt og jafnvel nauðsynlegt að drekka það til þess að maður fái ekki fyrir hjartað. Ef við myndum meta í alvöru og horfast í augu við alla þá þjáningu sem hlýst af alkahólinu og öllum þeim kostnaði sem neysla þess veldur veldur þá er ég viss um að myndum alls ekki vilja rýmka áfengislöggjöfina.
Ég er reyndar pínulítið spurningarmerki eftir þennan þátt. Var kannski bara verið að auglýsa bjór með órúlega kænum hætti?
Drekkum minna og verum glöð.
Stöndum saman
X - S (Success)
Kalli Matt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.2.2007 | 20:38
Sorg yfir Íslandi -- Umboðsmaður barna
Þegar við heimsækjum Rauðasand vakna upp alls konar hugsanir um líf fólks liðinna tíma ekki síst er við lesum Svartfugl Gunnars Gunnarssonar sem ritaði hina sögulega skáldsögu um Sjöundármálin.
Nú hefur annar svona "sorgarminningastaður" orðið til -- Breiðavík. Þráinn Bertelsson skrifaði skáldsögu (Dauðans óvissi tími) þar sem tveir vinir "frá Bjargi" eru sögupersónur. Þeir minna á þá Þormóð Kolbúrnarskáld og Þorgeir Hávarðsson. Lýsingin á sambandi þessara manna er stórkostleg.
Ég á óljósa minningu frá unglingsárum mínum um að hafa einu sinni talað við strák sem hafði verið á Breiðavík og hann talaði eitthvað um helvítið þar. (Það var niður við Tjörn eftir ball sem við vorum á í Iðnó þar sem Bendix lék fyrir dansi.) Kannske talaði einhver frá Breiðavík við Þráin.
Minningin af þessu samtali er hrollur. Þetta er eitt af því sem hvarf í hjúp gleymskunnar eða maður höndlaði ekki að hugsa um það eða vildi ekki trúa því og þess vegna ýtti maður því bara frá sér lengst niður. Ó umkomulausa sál -fyrirgef mér að augu mínu voru haldin. Var hann að biðja mig, 15 ára gamlan strák, um hjálp?
Mér finnst rétt að rannska þessi mál. Breiðavík og Bjarg og öll hin og líka verðum við að fylgjast með því hvernig þessum málum er háttað í dag.
Það eru mörg börn núna á meðferðarheimilum sem þarf auðvitað að fylgjast með. Þau erum undir forsjá og umsjón Barnaverndarstofu og því er eðlilegt að spyrja hvort rétt sé að Barnaverndarstofa dæmi sjálf um gæði meðferðar sinnar. Verðum við ekki að efla starfssvið umboðsmanns barna. Umboðsmaður barna -- óháður öllum stofnunum.
Í rauninni er sorg yfir Íslandi vegna þessara mála og við verðum að vinna okkur út úr henni með kærleika og hugrekki, kannast við okkur sjálf og sögu okkar meina það sem við segjum.
EN! við verðum líka að spyrja okkur: "Er eitthvað núna sem við eigum í bakgarðinum -- sambærilegt við Breiðavík?"
Í framhaldi af því hugsa ég til fangelsanna hér (þar sem að minnsta kosti einn Breiðavíkurmaður er) Getum við verið sátt við aðbúnaðin í fangelsunum.
ER ekki fangelsið á Skólavörðustíg 9 eitt þeirra dæma, sem allir vita um, sem allir vita um...... Eða verður Skólavörðustígur 9 sorgin okkar eftir 40 ár?
Vöknum og tökum okkur á.
Stöndum saman
X - S (Success)
Kalli Matt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.2.2007 | 00:39
Til hamingju Samfylking
Það var ánægjulegt að sjá hver árangur ungra Samfylkingarmanna var á Sprotaþingi Samtaka iðnaðarins, um eflingu hátækni- og þekkingargreina. Þar voru hugmyndir ungra Samfylkingarmanna verðlaunaðar, í 1.2. og 3. sæti. Til hamingju Samfylking með þetta ég er glaður að vera samfó ykkur. Þó við fáum hellingsinnkomu fyrir fisk ál og ferðamenn er alltaf nauðsynlegt að vera vakandi fyrir nýju tækifærum og stuðla að eflingu nýrra atvinnugreina. Sem sagt ég er stoltur af þessu unga Samfylkingarfólki. Látum það ekki á okkur fá þó það pirri einhverja að sóknin skuli hafin.
Höldum svona áfram, stöndum saman
X - S (Success)
Kalli Matt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2007 | 13:09
Happadráttur?
Þetta minnir mig á kröfur "afkomenda" Rögnvaldar rauða í Tinnabókinni sem ber heitið Fjársjóður Rögnvaldar rauða bls. 3-4. (Hergé - Fjölvaútgáfa 2. útgáfa 2004).
Hlýtur sá happadrátt sem úrskurðast faðir þessa blessaða barns?
Kallimatt
Þrír segjast vera feður dóttur Önnu Nicole | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.2.2007 | 00:06
Mun Seðlabankinn stefna Straumi- Burðarás?
Þeim fyrirtækjum fjölgar sem gera upp í evrum. Hver er ástæðan? Þær eru eflaust margar.
Ég þekki mann sem rekur fyrirtæki. Hann sagði, að það myndi aldrei hvarfla að sér að taka "íslenskt lán" vegna þess að það íslenska væri mun dýrara og mikli óvissa er því fylgdi. Hann tekur lán sín í evrum. Hann er ekki sá eini og sífellt eru lögð fram dæmi um að verðbótalánin séu mund dýrari en lán í erlendri mynt. Enda er það svo að fleiri og fleiri flýja krónuna. Sumir eru svo heppnir að geta hoppað á milli mynta þegar þeim hentar aðrir eru fastir í verðbótunum.
Og það er allur almenningur sem hefur tekið lán til að borga húsnæði sitt. Það fólk sér höfuðstólinn hækka og hækka á lánum sínum án þess að laun þess hækki sem nokkru nemur. Það er varnarlaust og það má finna fyrír síhækkandi vöxtum. (Reyndar ætlar Seðalbankinn að bíða með að hækka vextina enn frekar, kannske til 13. maí) Stjórnvöldin frá Seðlabanka niður í forsætisráuneyti hafa hingað til haft þá einu lausn að hækka vextina til varnar verðbólgunni, það felur í sér auknar álögur á heimilin í landinu og enn meiri gróða fyrir bankana. Meira að sega Björgólfi sem á Landsbankann er nóg boðið, enda á hann sjálfur reynslu um að vera aðþrengdur og ég held að hann skilji betur kjör alþýðunnar en ýmsir þeir sem hafa allan sinn aldur alist upp við feiti og ket.
Einn seðlabankastjóranna lét að því liggja í fréttunum í dag að Straumur Burðarás færi á skjön við lögin með því að gera upp í evrum. Það var aðlamálið hjá honum en ekki vangaveltan um það hvers vegan Straumur Burðarás færi þess leið.
Í framhaldi af þessum orðum má spyrja ótal spurninga eins og til dæmis:
1. Mun Seðlabankinn stefna Straumi- Burðarás eða framsóknarráðuneytinu sem gaf leyfi fyrir þessu?
2 Af hverju gerir Straumur Burðarás upp í evrum?
3. Munu aðrir bankar gera upp í evrum innan tíðar?
4. Munu enn fleiri fyrirtæki gera upp evrum fyrir reikningsárið 2007, en nú er? (Tæplega 170 gera það fyrir árið 2006)
Af þessu öllu og mörgu öðru má ljóst vera að breytinga er þörf.
Stöndum saman
X-S (Success)
Kalli Matt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.2.2007 | 19:29
Gáta dagsins - djúpsálarfræði.
Það er töluverður munur á því hvernig Mogginn og Fréttablaðið handfjatla fréttina um "ekkiframboð" Draumalandsins. Í Mogganum fær fréttin sömu stöðu og fréttin um árásina sem gerð var á tvíburaturnana í New York.
Fréttablaðið er hins vegar með frétt af þessu á annarri síðu og fer lítið fyrri henni.
Það er líka áhugavert að skoða myndbirtingu með fréttunum.
Það er verkefni fyrir dúpsálarfræðinga að finna það út hvað veldur svona misjöfnu fréttamati.
Sjálfur hef ég ákveðna skoðun á málinu, en ætla ekki að viðra hana strax og hvet lesendur til að skoða þetta og koma með skoðanir á þessu.
Stöndum saman
X -S (Success)
Kalli Matt
Bloggar | Breytt 9.2.2007 kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2007 | 23:00
Bloggvinir - takk fyrir
Nú fer nóttin að nálgast og ég fer yfir daginn í huganum. Hvað var minnisstæðast í dag?
1. Þegar Pétur 12 ára sonur minn og Aron jafnaldri hans og bekkjarbróðir voru að tala um hvort það gæti verið satt að jörðin væri kannske að eyðast af því að súrefnið færi að klárast og við myndum stikna til dauða. Annar sagði: "kannske hefði verið betra að vera 12 ára þegar afi fæddist."
Það þarf að varast að vera með náttúrudauðatrúboð í skólum og gera börnin ábyrg fyrir því sem við hin fullorðnu erum búin að gera. Náttúruverndarumræðan verður að vera yfirveguð og án spádóma um eld og eimyrju. Náttúruverndarmálin varðar okkur öll hún er alls ekki einkamál sumra.
2. Ingibjörg Sólrún í fréttavitalinu - hún er alltaf flott. Vona innilega að hún verði fyrsta konan í sögu þjóðar okkar til að verða forsætisráherra. (Munum að kjósa Samfylkinguna 12 maí -- það er allt í lagi að gera annað í skoðanakönnunum.)
3. Andóf fjöskyldunnar þegar ég sauð siginn fisk og saltað selspik í matinn, það reyndist svo sérréttur minn.
4. Fundurinn sem ég fór á og fékk verðlaun fyrir að hafa verið edrú í 21 ár. (Þökk sé Guði)
Ps. er að læra betur á bloggið, en fatta ekki alveg hvernig maður á að svara athugasemdum, en það mun örugglega koma eins og annað og svo þakka ég þeim sem vilja vera bloggvinir mínir.
Stöndum saman
X-S (Success)
Kallimatt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Eldri færslur
- Júlí 2022
- Nóvember 2020
- Mars 2020
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Mars 2016
- Október 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Ágúst 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Nóvember 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Apríl 2013
- September 2012
- Mars 2012
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- September 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Apríl 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- eddaagn
- bjorkv
- gudfinnur
- prakkarinn
- lara
- bryndisisfold
- baldurkr
- salvor
- ingibjorgstefans
- hrannarb
- hreinsi
- pallieinars
- ingo
- agny
- arnalara
- gumson
- alfheidur
- reykur
- arnith2
- heilbrigd-skynsemi
- kaffi
- birnamjoll
- bjarnihardar
- bd
- bjornj
- blues
- gattin
- bryndisfridgeirs
- dagga
- einarben
- komediuleikhusid
- kamilla
- fanney
- garpur76
- gesturgudjonsson
- gtg
- gretaulfs
- gretarmar
- thjalfi
- orri
- gudrunkatrin
- zeriaph
- gunnarpetur
- gbo
- coke
- gylfigisla
- heidistrand
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- idno
- tru
- ingimundur
- irisarna
- jakobk
- enoch
- joninaros
- fiski
- thjodarskutan
- jonthorolafsson
- kiddijoi
- killerjoe
- kolbrunerin
- kristbjorggisla
- krist
- kristinm
- kristjanmoller
- mal214
- natan24
- nilli
- nielsfinsen
- solir
- olafursv
- olafurjonsson
- kex
- schmidt
- runar-karvel
- sirrycoach
- siggiholmar
- siggikaiser
- siggisig
- siggith
- steindorgretar
- summi
- sunnadora
- garibald
- svavaralfred
- saethorhelgi
- tommi
- tryggvigunnarhansen
- valdisa
- vefritid
- vestfirdir
- steinibriem
- steinig
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- thorha