Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007
6.2.2007 | 20:17
Breiðavík/Skólavörðustígur 9 = 1?
Enn erum við að tala um Breiðavíkurmálið og ekki nema von.
Nú horfum við til fortíðar en við skulum athuga líka hvað nú er í gangi í barnaverndarmálum.
Hvernig eru vinnubrögð Barnaverndarstofu? Hversu fagleg sjónarmið ráða þar ríkjum og hver fylgir eftir því að sú stofnun vinni faglega? Hvernig er samstarfi heilbrigðis og félgagsmálabatterísins háttað og hvernig er samstarf barnavenrndarstofu og félagsmálastofnana?
Og svoí framhaldinu er eðlilegt að spyrja: Hvernig er fangelsismálin okkar? Við hvaða aðstæður býr Lalli núna er hann á ganginum þar sem hurðum er læst með hengilásum -- erum við sátt við meðferð okkar á föngum landsins.
Ég er það ekki Skólavörðustígur 9 er Breiðavík nútímans og þar eru kannsi einhverjir "drengir" núna sem hanteraðir voru í Breiðavík forðum.
Tökum okkur á
Stöndum saman
X-S (Success)
Kalli Matt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2007 | 01:11
Tíðarandi
Kæru Hlynur, Lára og Helga Vala.
Ég þakka fyrir athugasemdirnar.
Mér finnst það sam Salvör skrifar líka um þessi mál mjög gott.
Ég sé það alltaf betur og betur hve nauðsynlegt það er að nýir vindar fái að blása í meðferðarmálum hvers konar hér á landi, ekki síst fyrir unglinga, fíkniefnaneytendur og svo fanga.
Hvar er Lalli núna? Í fangelsi, kannski á ganginum þar sem dyrum er læst með hengilásum?
Vonandi fara menn ekki að afsaka þessa skelfingu með því að "þetta hafi bara verið tíðarandinn."
Er eitthvað að í dag hjá okkur, sem mun afhjúpast eftir 40 ár eða svo? Við verðum að vera gagnrýnin á okkur sjálf en auðvitað sanngjörn um leið.
Stöndum saman
X - S (SUCCESS)
Kalli Matt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2007 | 21:12
Oliver Twist
Þegar ég var lítill drengur og hlustaði á mina yndislegu kennluskonu lesa Oliver Twist (Eftir nafna minn Dickens) þá hugsaði ég með feginleik hvað það væri gott að þessi saga væri löngu liðin og meira að segja skáldsaga. (Sem betur fer endaði hún vel.)
Líklega var þetta árið 1962. Þá var ég grunlaus um það, að á sama tíma og ég felldi tár í laumi oná skólaborðið, að Oliver litli væri í rauninni rétt hjá mér vestur í Breiðavík, miklu einangraðri en sá sem sagt var frá í sögunni.
Í framhaldi af þessu vakna milljónir spurninga um litla einmana drengi, barða drengi, sem alltaf er kalt, fullir af ótta og eiga ekki skjól.
Ég trúi samt engu öðru en því að unglingaheimilin hér séu í góðu lagi núna og tel mig vita fyrir víst að svo sé, þó alltaf sé hægt að gera betur.
Fangelsismálin eru hins vegar afar döpur sbr. skömmina á Skólavörðustíg 9, þar sem aðbúnaðurinn er ekki í nokkru samræmi við það sem siðmenntaðar þjóðir gera kröfu um. Hafa einhverjir Breiðuvíkurdrengjanna þjáðst þar líka?
Við skulum stefna að því að laga fangelsismálin hér.
Stöndum saman
X-S (Success)
Kalli Matt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.2.2007 | 12:01
"Enn mun þó reimt á Kili"
CO2- útblástur fer vaxandi á jörðinn.
Við Íslendingar höfum nú á þessari stundu frá kl. 00.00 -- 05.02.2007 dælt ca 5000 tonnum af CO2 út í andrúmsloftið.
Maðurinn verður að taka sig á og draga úr brennslu sem myndar þetta koldíoxíð (CO2).
Eitt af því er að stytta vegi sem bílar fara. Því styttra sem einn bíll ekur þeim mun minni brennsla.
Ef Kjalvegur mun stytta vegalegndir og ef það kostar ekki of mikla brennslu að búa hann til og ef veðurfar er það gott að hann verður nánast opinn alla daga ársins og ef hann skiptir ekki hálendinu í tvo parta og ef og ef eitthvað annað þá getur verið rétta að byggja hann.
Að afhenda Kjöl einkaaðilum til vegalagningar og vegagerðar um aldur og ævi svona einn, tveir og þrír rétt áður en Sturla fer úr Samgönguráðuneytinu gengur hins vegar auðvitað ekki upp.
Vegatollar á bensíni og olíu eru það miklir að við þurfum ekki á einkavegaframkvæmdum að halda við eigum að fella niður öll veg-og gangagjöld fremur en að stefna í það að bæta við enn einum gjöldunum.
Á þetta hefur Gutti vinur minn í fyrsta sæti Samfylkingarinnar í Nvest marg bent á í skrifum sínum um að afnema beri gjöldin í Hvalfjarðargöngin, því við borgum svo mikið í bensín og olíugjöldum..
Stöndum saman
X - S (Success)
Kalli Matt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.2.2007 | 10:05
Samfylking eða þúsund framboð.
Ég verð nú að segja eins og er að ég vildi sjá að Samfylkingin væri með mun meira fylgi í skoðanakönnunum en raun ber vitni.
Hugga mig við það að þessar kannanir eru ekki kosningar og margt mun örugglega breytast.
Af umræðunni má ljóst vera að mikil gerjun er í gangi í samfélaginu og fólk langt í frá ákveðið.
Við heyrum og lesum líka af ýmiss konar hugsanlegum framboðum. Tvö framboð eldri borgara og öryrkja, þá heyrir maður af að einhverjir innan "Draumalandisins" hyggi á framboð og svo er spurningin hvað Margrét Sverris mun gera og Kristinn H og svo Flokkurinn og svo auðvitað fleiri og fleiri eins og til dæmis ýmsir afburða menn sem hafa ekki verið bornir á gullstól í efstu sæti þeirra framboða sem fram eru komin.
Flest á þetta fólk það sameiginlegt að vilja berjast gegn vaxandi misskiptinu í landinu og þeim auknu álögum og misrétti sem venjulegir borgarar verða fyrir.
Flækjur almannatryggingakerfisins eru líka fjölda fólks ógreiðanlegar
Margt fólk er einnigi farið að hafa áhuggjur af því að verðbólgan muni innan tíðar þeyta höfuðstóli íbúðalánanna langt yfir söluverð íbúðarinanr sem það á.
Við þekkjum líka glundroðann sem ríkir á sviði áfengis og fíknimála.
Og svona má lengi telja.
Það er í sjáflu sér ekkert undarlegt við það að fleiri hundruðir karla og kvenna velti því fyrir sér að fara í framboð og hrekja sitjandi ríkisstjórn frá völdum því nú er nóg komið.
Mín sannfæring er sú að það verði ekki gert með því að stofna þúsund flokka - miklu frekar að koma til liðs við stjórnarandstöðuna. Skribentar Sjáflstæðisflokksins ýta að sjálfsögðu undir hvers konar framboð til að vekja sundrungu meðal andstæðinga hans. Því fleiri framboð því betra fyrir íhöldin tvö.
Já kæru vinir ég hvet ykkur öll til að ganga í Samfylkinguna og efla starfið þar og gera það fjölbreyttara með góðum kröftum ykkar því við eigum það sameiginlegt að við viljum öll leiðrétta réttlætisvísitöluna í landiu.
Við síðustu kosningar fengum við Samfylkingarmenn 20 þingmenn það er staðreynd.
Og þó svo að skoðanakannanir séu ekki góðar getur þetta breyst og af því að ég er bjartsýnn og hef trú á málstað Samfylkingarinnar og því að Ingibjörg muni eflast til muna fyrir kosningarnar ásamt öðrum vöskum Samfylkingarmönnum eins og Össuri, Ágústi Ólafi, Ástu R. Guðbjarti Hannessyni, Önnu Kristínu, Kristáni Möller, Guðnýju Hrund, Gunnari Svavars, Kötu Júl, Björgvini G. Guðrúnu Erlings og Lúðvík Bergv. og Láru Stef, Roberti Marshall Guðmundi Steingrims og Árna Páli og Einari snillingi Má , Jóhönnu Sig, Sigga P, Steinunni Valdísi, Merði Árna, Þórunni Sv. Helga Hjörvar, Helgu Völu og þúsundum öðrum þá kvíði ég engu og hlakka bara til bardagans í vor.
Stöndum saman
X-S (Success)
Kalli Matt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eldri færslur
- Júlí 2022
- Nóvember 2020
- Mars 2020
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Mars 2016
- Október 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Ágúst 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Nóvember 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Apríl 2013
- September 2012
- Mars 2012
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- September 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Apríl 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- eddaagn
- bjorkv
- gudfinnur
- prakkarinn
- lara
- bryndisisfold
- baldurkr
- salvor
- ingibjorgstefans
- hrannarb
- hreinsi
- pallieinars
- ingo
- agny
- arnalara
- gumson
- alfheidur
- reykur
- arnith2
- heilbrigd-skynsemi
- kaffi
- birnamjoll
- bjarnihardar
- bd
- bjornj
- blues
- gattin
- bryndisfridgeirs
- dagga
- einarben
- komediuleikhusid
- kamilla
- fanney
- garpur76
- gesturgudjonsson
- gtg
- gretaulfs
- gretarmar
- thjalfi
- orri
- gudrunkatrin
- zeriaph
- gunnarpetur
- gbo
- coke
- gylfigisla
- heidistrand
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- idno
- tru
- ingimundur
- irisarna
- jakobk
- enoch
- joninaros
- fiski
- thjodarskutan
- jonthorolafsson
- kiddijoi
- killerjoe
- kolbrunerin
- kristbjorggisla
- krist
- kristinm
- kristjanmoller
- mal214
- natan24
- nilli
- nielsfinsen
- solir
- olafursv
- olafurjonsson
- kex
- schmidt
- runar-karvel
- sirrycoach
- siggiholmar
- siggikaiser
- siggisig
- siggith
- steindorgretar
- summi
- sunnadora
- garibald
- svavaralfred
- saethorhelgi
- tommi
- tryggvigunnarhansen
- valdisa
- vefritid
- vestfirdir
- steinibriem
- steinig
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- thorha