Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Framhjá höftunum.

Þessi grein sem birttist í Fréttablaðinu varð til vegna fréttar sem birtist á vefsíðu Mbl. laugardaginn 20 júní s.l. kl. 7.37

Hér kemur svo greinin.

Fiskimiðin við Íslands strendur eru sameign þjóðarinnar og stærsta auðlind okkar.  Mikil ábyrgð hvílir á þeim sem þjóðin hefur trúað fyrir því að nýta þessa auðlind. Mjög brýnt er að þeir útgerðarmenn og forsvarsmenn fiskútflutningsfyrirtækja komi með þann gjaldeyri til þjóðarinnar sem aflinn gefur. (Þetta á reyndar einnig við um fyrirtæki í ferðþjónustu, álútflutningi og fleiru).

Þjóðin tekur nú á sig miklar byrðar og mun hún aldrei líða það að útflytjendur stundi gjaldeyrisbrask fram hjá Seðlabankanum meðan hún stritar fyrir skuldum útrásarinnar.  Í rauninni er slíkt ekkert annað en þjófnaður og sumir ganga svo langt að kalla slíkan gerning landráð.

Alþingi Íslendinga sá sig knúið til þess að setja sérstök lög um gjaldeyrisviðskipti og var það m.a. gert vegna þess að farið var að bera á því að útflutningsfyrirtæki skiluðu ekki gjaldeyrinum heim sem þeim bar.

En þrátt fyrir þessa lagasetningu reyna sum útflutningsfyrirtæki enn að komast hjá þessari skyldu og safna í einkasjóði erlendis.  Yfirvöld verða að bregðast við þessu og innkalla allar veiðiheimildir mun fyrr og með öflugri hætti en áætlað er.   Það er ekki líðandi að þeir sem trúað var fyrir auðlind okkar haldi áfram að draga að sér fé með ólöglegum og siðlausum hætti. Í hinu nýja Íslandi er gert ráð fyrir að rótgróin spilling verði upprætt og um það eigum við að kappkosta.

Embætti sérstaks saksóknara og “rannsóknarnefnd hrunsins” eru til marks um vilja Alþingis til þess. Vissulega er það gott ef við finnum út hverjar orsakir hrunsins eru og hvers vegna “útrásarævintýrið” gat gegnið svona langt, en við verðum líka að horfa á það sem er að gerast núna. Svindlið og siðleysið má ekki halda áfram.

Hver einasta króna útflutningsatvinnuveganna verður að skila sér heim. Það flýtir fyrir því að þjóðin komist út úr þeim skaða og erfiðleikum sem hún glímir nú við og mun draga úr fólksflótta.    

Stöndum saman.  

Kalli Matt


LÍÚ = SA?

Það er alveg með eindæmum að menn skuli fara að blanda fyrningarleiðinni inn í umræðuna um þess samninga. 

Hvað ef verkalýðshreyfingin hefði krafist þess að flýta ætti fyrningunni?

Annars er ég vissum að tekjur útgerðar og fiskvinnslu hafi aukist gríðarlega í krónum taliði og því er talsvert svigrúm til launahækkana í þeim geiranum.

En örbyrgðargráturinn virðist vera í algleymingi hjá útgerðinni og ekkert svigrúm til launahækkana. Getur það verið vegna þess að kvótakerfið er svo hörmulega lélegt og dapurt. Eitthvað er það?  Hin fátæka auravana útgerð ætti að fagna fyrirhuguðum breytingum. 

Samfylkingin og Vg voru kosin til að stjórna landinu og þjóðin treystir því að lofroðin um að breyta fiskveiðistjórnarkerfinu verði ekki svikin. Þeir sem hafa völdin í dag og boðuðu breytingar þurfa ekkert annað að gera en leggja fram frumvarp og samþykkja það.

Stöndum saman

Kalli Matt


mbl.is Fyrirvari vegna fyrningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gat ekki stillt mig um að blogga við fréttina um "pólitískt sjáfsmorð"

 Ég gat ekki stillt mig um að blogga eftirfarandi við fréttina um pólitískt sjáfsmorð.

Ranglæti verður aldrei þjóðhagslega hagkvæmt.

Við vitum að það er hægt að reikna og sýna fram á að það væri þjóðhagslega hagkvæmt að einn ofurtogari veiddi allan fiskinn í sjónum. Málið snýst auðvitað líka um hagkvæmni, heilbrigða samkeppni o.s.frv. En fyrst og fremst snýst það um réttlæti í nýju og siðvæddu, græðgislausu landi þó það skili ekki eins miklum gróða. Ranglæti verður aldrei þjóðhagslega hagkvæmt.

Stöndum saman

Kalli Matt


Ranglæti verður aldrei þjóðhagslega hagkvæmt.

Við vitum að það er hægt að reikna og sýna fram á að það væri þjóðhagslega hagkvæmt að einn ofurtogari veiddi allan fiskinn í sjónum. Málið snýst auðvitað líka um hagkvæmni, heilbrigða samkeppni o.s.frv. En fyrst og fremst snýst það um réttlæti í nýju og siðvæddu, græðgislausu landi þó það skili ekki eins miklum gróða. Ranglæti verður aldrei þjóðhagslega hagkvæmt.

Stöndum saman

Kalli Matt


mbl.is „Pólitískt sjálfsmorð“ að kollvarpa sjávarútveginum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af virðingu og ást við lífið.

Ég skrifaði eftirfarandi grein í Fréttablaðið í dag. Gerið svo vel. 

Hvar sem við lítum er fólk á ferð – í umferð.  Þjóðin ver þar miklum tíma á degi hverjum. Því er  mjög mikilvægt að umferðin sé góð, að okkur líði þar vel. Umferðin er samskipti fólks, mjög náin og skiptir öllu máli að þau séu jákvæð, að við sýnum hvert öðru kurteisi og velvild.

Í umferðinni ættum við að hafa Gullnu regluna að leiðarljósi:  “Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður það skuluð þér og þeim gjöra.”

Umferðin krefur okkur þess að við höldum óskertri athygli þegar við erum á ferð. Við megum aldrei líta á umferðina sem tímaþjóf eða afneita því að hún er nauðsynlegur þáttur í lífi okkar, lífi sem viljum eiga sem best.

Umferðin er oft mjög mikil. Við verðum að fara eftir settum lögum og reglum sem gerð eru - okkur til verndar og lífs. Ef við brjótum umferðarreglu þá vanvirðum við okkur sjálf og aðra.

Umferðin á sér nokkra höfuðóvini, þeir eru: Óspennt öryggisbelti, alkóhól og önnur fíkniefni, hraði, farsímar og aðrir þjófar athyglinnar.  Verum ávallt jákvæð og tillitssöm í umferðinni það er gott fyrir samferðafólk okkar og okkur sjálf.

Tvær minningar.  

Já, sá dagur líður varla að þátttaka í umferðinni komi ekki við sögu hjá langflestu fólki. Og við eigum öll minningu af einstökum ferðum úr umferðinni. Mig langar til að nefna hér tvær.

 

Önnur er af því þegar ég og eiginkonan mín vorum á leiðinni heim af fæðingardeildinni frá Reykjavík til Tálknafjarðar. Við tvö, eldri sonur okkar og sá yngri, nokkurra daga gamalt barn okkar - komið út í umferðina. Ég ók eins varlega og ég gat með fjölskylduna mína. Ekkert mátti koma fyrir. Kannski hef ég aldrei verið eins góður ökumaður og einmitt í þessari ferð. Ég var allan tímann að hugsa um það hvað lífið er óendanlega verðmætt og oft á tíðum dásamlegt og hvílík ábyrgð hvíldi á mér sem ökumanni. Já hér var ekið varlega og af árvekni af virðingunni og ástinni við lífið.

 

Önnur minning: Ég er prestur og sit í farþegasæti líkbílsins sem ekur inn Skutulsfjörðinn eftir útförina í kapellunni, sem var í Menntaskólanum á Ísafirði. Ingi kirkjuvörður og -þjónn ekur bifreiðinni, en aftur í hvílir gömul kona í kistu sinni södd lífdaga.  Bifreiðin ekur hægt og líkfylgdin á eftir.  Af hverju var ekið hægt og varlega? Já það var af virðingunni við lífið. 

Þetta eru mér sterkar myndir og skýrar sem vekja okkur vonandi til umhugsunar um það hvað mestu skiptir í umferðaröryggi það er að segja við sjálf sem erum að ferðast og náungar okkar. Við getum spurt okkur sjálf: “Ek ég alltaf af gætni með hugarfari virðingar fyrir öðrum eða gleymi ég því stundum að umferðin krefst fyllstu athygli frá upphafi til enda? Höfum þetta í huga á þessu sumri sem nú er að byrja og eigum góða tíma í umferð sem getur oft á tíðum verið ánægjuleg og góð. 

Karl V. Matthíasson, formaður umferðarráðs.     


Kom huggari.

Nú hugsum við öll til þeirra sem voru í þessari þotu og við hugsum líka til allra sem áttu ástvini, ættingja eða aðra nákomna sem fórust í morgun.  Stundum er ekkert annað hægt að gera en að fara með bænir sínar.

Kom, huggari, mig hugga þú,
kom, hönd, og bind um sárin,
kom, dögg, og svala sálu nú,
kom, sól, og þerra tárin,
kom, hjartans heilsulind,
kom, heilög fyrirmynd,
kom, ljós, og lýstu mér,
kom, líf, er ævin þver,
kom, eilífð, bak við árin.
                           - Valdimar Briem

 

Kalli Matt

 

 


mbl.is Farþegarnir voru frá 31 landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband