Færsluflokkur: Bloggar
21.11.2010 | 11:32
Æðruleysismessa í Dómkirkjunni í kvöld kl. 20.00. Gleði og von.
Æðruleysismessurnar hafa verið vel sóttar og ánægjulegt er, hversu margir koma þangað aftur og aftur.
Þetta starf er hluti af helgihaldi kirkjunnar og er ætlað að koma til móts við það fólk, sem leitar nýrra miða í lífsstefnu sinni eða vill viðhalda gæðum þess lífs, sem það hefur náð með því að skoða tilveru sína upp á nýtt í anda 12 sporanna sem eiga upphaf sitt í AA-samtökunum. og Alanon
Þessar messur eru gleðiríkar og fólk sem gengur úr kirkjunni af þeim loknum er andlega mettara en þegar það gekk inn í hana.
Í kvöld mun sr. Hjálmar Jónsson leiða messuna, sr. Anna Sigríður Pálsdóttir mun predika og undirritaður mun sjá um bænina og einn úr röðum kirkjugesta mun deila með okkur reynslu sinni.
Bræðurnir Hörður og Birgir Bragasynir stjórna tónlistarflutningi. Þar sem annar leikur á flygil en hinn á kontrabassa.
Já, það er upplagt og andlega styrkjandi að byrja nýja viku með því að "ganga í Guðshús inn" og byggjast upp fyrir verkefni næstu daga.
Allir eru hjartanlega velkomnir og ekki síst þú, sem lest þessar línur.
Stöndum saman.
Kalli Matt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2010 | 13:41
Hin sanna víma.
Kannabis er hættulegt efni en stundum er látið að því liggja að það sé allt að því heilsusamlegt.
Að vera án vímuefna er auðvitað besta víman. Gleðin sem kemur án þess að einhver efni komi þar að er besta gleðin.
Góð leið til að verað sér úti um gleði er auðvitað að mæta í Vængjamessu í Guðríðarkirkju annað kvöld kl 20.00. Þetta eru messur gleði og vonar og lyfta okkur upp.
Sylvía Guðnýjardóttir syngur og Ástvaldur Traustason spilar undir á flygilinn.
Þið eruð öll velkominn í þessa messu.
Og Zach Galifnakis er líka vel kominn. Vonandi les hann þetta.
Stöndum saman
Kalli Matt
Reykti marijúana í beinni útsendingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.10.2010 | 10:09
Sorglegt og erfitt líf margra. Vængamessa í Árbæjarkirkju kl 20.00 í kvöld.Ellen Kristjánsdóttir syngur.
Þegar maður heyrir og les um svona innbrot dettur manni oftast í hug fíkniefnaskuldir þeirra sem brjótast inna á heimili fólks og ræna það. Fíkniefnaneysla og afleiðingar hennar eru ömurlegar. En sem betur fer er til fullt af fólkii sem kemur sér frá fíkniefnunum og eignast nýtt líf.
Andleg vakning er hluti þess.
Þess vegna býður kirkjan upp á vængjamessur, sem eru sniðnar fyriri þá sem eru á leiðinni út úr virkum alkóhólisma og líka það fólk sem er að koma sér frá meðvirkni.
Það verður vængjamessa í Árbæjarkirku í kvöld kl.20.00 þar sem Ellen Kristjánsdóttir mun syngja. Guðrún Karlsdóttir og Karl V.Matthíasson leiða messuna. Ég hvet sem allra flesta til að koma og eiga góða og uppbyggjandi kvöld stund við dásemdarsöng Ellenar.
Stöndum saman.
Kalli Matt
Þjófur staðinn að verki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2010 | 09:45
Fíkniefnin eru djöfull.
Ekkert er nokkurri mannesku ömurlegra en að sjá barn sitt, maka eða einhvern annan nákominn lenda í klóm fíkniefnanna. Sá heimur er vítisveröld.
En hvar hefst hún? Oft á tíðum í alkóhólneyslu. Oft byrjar þetta í bjórnum. Ég þekki þess dæmi að nokkur ungmenni komu saman til þess að fá sé bjór. Tveir meðal þeirra sem voru komnir inn í þetta samkvæmi buðu upp á kannabis og e- töflur. Og alkóhólið í bjórnum var farið að virka á dómgreindina hjá fáeinum sem voru þarna. Þar upphófst þjáningarganga.
Hvað vímuvarnastefnu höfum við í þessu landi? Það má varla tala um vínið sem varasamt efni. það er svo mikið snobb, tilhlökkun og dýrkun í kringum það.
Spyrja má: Hversu margir deyja af völdum áfengisneyslu á hverju ári? Hversu mörg högg eru slegin í ölvun áfengisins? Hversu margar fjarvistir frá vinnu, hvað eru mörg börn með kvíðhnút í maganum núna út af brennivínsrugli helgarinnar.
Tökum okkur á í því að tala gegn áfengisneyslunni og blekkingunum sem vínið leiðir okkur út í.
Stöndum saman
kalli matt
Markvisst reynt að drepa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2010 | 21:33
Mikil viðbrögð.
það er ánægjulegt að guðfræðingarnir sem skrifa þessa grein skuli fá þetta "áhorf". En merkilegt finnst mér hversu sumir skirfa um þá með svo miklu hatri og heift í anda "ofsatrúar" Ég er ekki endilega sammála öllu sem þau skrifa en samt er það mjög gott að þau tjá viðhorf sín. Vona að heiftin sem kemur fram hjá sumum verði ekki til þess að þagga niður í þeim.
Þegar einkavæðing bankanna var í algleymingi varaði Karl Sigurbjörnsson biskup þjóðina við græðgi, ég man ekki eftir að margir tækju undir það með honum. Betur hefði mörgum farnast ef það hefði verið gert.
stöndum saman
kalli matt
Prestar furða sig á niðurstöðu um landsdóm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 4.10.2010 kl. 00:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
5.9.2010 | 23:12
Heimaslátrun.
Eitt sinn sagði við mig sauðfjárbóndi, að honum þætti það dapurlegt þegar hann væri að leiða lömb sín á sláturbílinn hversu gríðarlega langa leið lömb hans yrðu flutt í sláturhúsið.
Svo sagði hann mér hversu mikið hann fengi fyiri lambið og var það frekar lág upphæð.
Ég spurði hann þá, hvort hann gæti ekki sjálfur slátrað lömbunum og selt beint frá býlí sínu. Hann kvað þekkinguna fyrir hendi en þetta mætti ekki nema hann kæmi sér upp leyfðu sláturhúsi.
Annars hélt ég að tekjur kjötvinnslunnar hefði aukist til muna með aukinni verðmætasköpun í sölu á görnum og slögum sem áður varð að farga með ærnum tilkostnaði - að minnsta kosti görnunum.
Ég vona að sauðfjárbúskapur haldist vel í landi okkar því lambakjöt er minn matur sem og feitt hrossakjöt.
Stöndum saman.
Kalli Matt
Ólga í sauðfjárbændum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.9.2010 | 15:46
Vængjamessa í kvöld kl. 20:00
Þér er boðið að koma í vængjamessu í kvöld í Guðríðarkirkju kl. 20.00
Þessi messa hefur þann tilganga að efla það fólk sem vill lifa án áfengis og annarra fíkniefna. Og líka það fólk sem á einhvern að sem er í neyslu.
Ástvaldur Traustason og Sylvía Rún Guðnýjardóttir sjá um tónlistina, sr. Sigríður Guðmars og undirritaður leiða messuna.
Og þá munu tveir aðrir tjá sig og miðla af reynslu sinni sem aðstandandi og alkólhólisti.
Þessar messur hafa verið mörgum til gleði hvatningar og uppbyggingar og hvet ég þig til að mæta og byggjast upp af því sem jákævtt er og fallegt.
Stöndum saman
Kalli Matt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvaða grundvallarreglur eiga að gilda um íslenskt samfélag, land þess, loft og mið?
Á hvaða grunni eiga öll lög, reglur og samskipti þjóðarinnar að hvíla?
Á komandi vikum og mánuðum verður mikið um þetta fjallað því kosið verður til STJÓRN-lagaþings, sem á að skila tillögum um nýja STJÓRNAR-skrá er verður svo lögð í dóm þjóðarinnar eftir umfjöllun og afgreiðslu Alþingis.
Fyrir utan STJÓRNAR-ráðið er stytta af Kristjáni KONUNGI hinum níunda með útrétta hægri hönd sína og í henni er STJÓRNAR-skrá, sem sett var af honum einum árið 1874.
Þessa STJÓRNAR-skrá (með síðari breytingum) ætlum við nú að taka til gagngerrar endurskoðunar, vonandi með auknu tilliti til mannréttinda, atvinnufrelsis og lýðræðis.
Látum það verða okkar fyrsta verk í þessari vinnu að skipta um heiti á grundvallarreglunum, til þess að auka meðvitund okkar um hið helga markmið og tilgang breytinganna.
Það fyrirkomulag sem við ætlum að hafa fyrir grunn laga okkar ætti ekki að bera núverandi heiti heldur miklu frekar Grundvallarreglur íslensku þjóðarinnar" enda gefur það frekar til kynna að reglurnar eru sóttar til samkomulags meðal fólksins í landinu.
Athugum það að þetta orð STJÓRNAR-skrá er mjög gildishlaðið og ber það alls ekki í sér þá hugsun að valdið komi frá þjóðinni heldur miklu fremur frá gamla kónginum, ráðherrum, stjórnarráðum og öðrum valdhöfum.
Því viljum við breyta.
Stöndum saman.
Kalli Matt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2010 | 11:33
Förum varlega um verslunarmannahelgina.
Nú er verslunarmannahelgin að byrja. Vonandi verður þessi helgi öllum til góðs, ánægju og gleði. Mikilvægt er að vera gersamlega með sjálfan sig á hreinu, Með öðrum orðum edrú og taka eftir lífinu í sjáfum sér, fólkinu sínu og umhverfi öllu.
Mörg þúsund manns streyma nú út á þjóðvegina í bílum sínum og þá er mikilvægt að fara varlega.
1. Aka alltaf alsgóður. Hvorki bjór né önnur vímuefni í heila bílstjórans.
2. Hafa öryggisbeltin spennt
3 Tala ekki í farsímann undir stýri.
Sröndum saman.
Kalli Matt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2010 | 09:11
Miði í happdrætti helvítis
Fyrir stuttu náðu íslenskir löggæslumenn stórri sendingu amfetamíns. Það var sending sem svarar til eins árs amfetamín-neyslu hér á landi sé miðað við síðustu ár. Við getum þakkað íslenskum löggæslumönnum að ekki varð úr þessum innflutningi.
Þessi smygltilraun er alvarlegur glæpur. Við getum spurt okkur eftirfarandi spurninga: Hversu mörg dauðsföll eða sjálfsvíg eða jafnvel morð búa í þessum efnum? Hversu margar líflátshótanir, ógnanir og handrukkanir? Hversu mikil angist barna fíkniefnaneytenda? Hversu margar vökunætur ráðvilltra foreldra eða kvíðafullra systkina? Hversu margar lygar? Já hversu mikil vonbrigði búa í þessum efnum? Og svona getum við spurt svipaðra spurninga, endalaust.
Að undanförnu höfum við séð og heyrt fréttir um vaxandi ofbeldi og ógnanir gegn lögreglunni. Í flestum tilvikum er þetta fólk undir áhrifum áfengis eða fíkniefna en í grunninn er það alla jafnan ósköp venjulegt fólk sem hefur bilast af áfengis- eða annarri vímuefnaneyslu. Manneskjur sem einu sinni voru börn er áttu fallega drauma um bjarta framtíð. Drauma sem snerust um allt annað en að sjúga upp í nef sitt amfetamín, kókaín, drekka bjór eða brennivín eða borða gull í glæstum veislusölum peningadýrkenda.
Á síðustu árum og mánuðum höfum við misst marga vegna áfengis- eða fíkniefnaneyslu. Mjög oft í umferðarslysum og margs konar öðrum óhöppum sem rakin verða beint eða óbeint til þeirra vímuefna sem eru á boðstólum. Það er óhætt að segja að þau sem byrja að drekka séu orðin handahafar miða í happdrætti helvítis, þar sem vinningarnir" eru hvers kyns ógæfa, dauði eða slys.
Ég hvet fólk til að íhuga þessi mál af mikilli alvöru, ekki síst á þeim tímum sem við verðum að nýta alla okkar kraft til þess að reisa landa okkar úr rústum hruns sem örugglega má rekja að nokkru leyti til áfengis- og fíkniefnaneyslu. Brýnum nú fyrir börnum okkar og ungmennum að lífið sé of dýrmætt til að eyða því við altari Bakkusar, þar sem villuljósin loga og falsvitar brenna.
stöndum saman
Kalli Matt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
- Júlí 2022
- Nóvember 2020
- Mars 2020
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Mars 2016
- Október 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Ágúst 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Nóvember 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Apríl 2013
- September 2012
- Mars 2012
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- September 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Apríl 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- eddaagn
- bjorkv
- gudfinnur
- prakkarinn
- lara
- bryndisisfold
- baldurkr
- salvor
- ingibjorgstefans
- hrannarb
- hreinsi
- pallieinars
- ingo
- agny
- arnalara
- gumson
- alfheidur
- reykur
- arnith2
- heilbrigd-skynsemi
- kaffi
- birnamjoll
- bjarnihardar
- bd
- bjornj
- blues
- gattin
- bryndisfridgeirs
- dagga
- einarben
- komediuleikhusid
- kamilla
- fanney
- garpur76
- gesturgudjonsson
- gtg
- gretaulfs
- gretarmar
- thjalfi
- orri
- gudrunkatrin
- zeriaph
- gunnarpetur
- gbo
- coke
- gylfigisla
- heidistrand
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- idno
- tru
- ingimundur
- irisarna
- jakobk
- enoch
- joninaros
- fiski
- thjodarskutan
- jonthorolafsson
- kiddijoi
- killerjoe
- kolbrunerin
- kristbjorggisla
- krist
- kristinm
- kristjanmoller
- mal214
- natan24
- nilli
- nielsfinsen
- solir
- olafursv
- olafurjonsson
- kex
- schmidt
- runar-karvel
- sirrycoach
- siggiholmar
- siggikaiser
- siggisig
- siggith
- steindorgretar
- summi
- sunnadora
- garibald
- svavaralfred
- saethorhelgi
- tommi
- tryggvigunnarhansen
- valdisa
- vefritid
- vestfirdir
- steinibriem
- steinig
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- thorha