Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
28.11.2007 | 23:11
Vinaleiðin.-til upplýsingar
Vinaleiðin - upplýsingar og siðareglur
Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um Vinaleiðina, en það er stuðningur við börn í samstarfi skóla og kirkju á nokkrum stöðum, er hér birt stutt lýsing á verkefninu ásamt þeim siðareglum sem um það gilda.
Hvað er Vinaleiðin?
Vinaleiðin er verkefni sem var þróað í samvinnu kirkju og skóla í Mosfellsbæ fyrir nokkrum árum. Vinaleiðin er framhald þess samstarfs þegar leitað er til kirkjunnar í tengslum við áföll og missi. Vinaleiðin er hluti af stoðkerfi þeirra skóla sem bjóða upp á hana. Til stoðkerfis heyra skólastjórn, námsráðgjöf, sálfræðiþjónusta, skólahjúkrun og sérkennsla.
Í þjónustu Vinaleiðar felst að eiga samleið með barninu, hlusta, mæta því á sínum eigin forsendum og setja sig í spor þess. Þessi stuðningur er oft nefndur sálgæsla. Þar er reynt að hjálpa barninu til að finna sínar eigin leiðir. Ef um alvarlegan vanda er að ræða er haft samráð innan stoðkerfis skólans og við foreldra/forráðamenn um leiðir.
Vinaleiðin er ávallt kynnt foreldrum og forráðamönnum barna og byggir á trúnaði. Þó getur upplýsingaskylda er hefur velferð barnsins að leiðarljósi stundum vegið þyngra en þagnarskyldan og er barninu gerð grein fyrir því.
Í sálgæslu Vinaleiðarinnar er lögð áhersla á að mæta barninu eins og það er og borin er full virðing fyrir lífsskoðunum þess.
Siðareglur
- Ætíð skal stuðla að velferð barna og unglinga á þeirra eigin forsendum, svo og að virða þeirra mörk.
- Ekki skal fara í manngreinarálit í samskiptum við börn og unglinga, svo sem vegna kynferðis, stöðu, skoðana eða trúar.
- Ekki skal stofna til óviðeigandi sambands við börn eða unglinga.
- Gæta skal trúnaðar og þagmælsku um hvaðeina sem starfsfólk verður áskynja í starfinu. Þagnarskylda á ekki við þegar mál koma upp er varða ákvæði um tilkynningarskyldu (sbr. IV. kafla Barnaverndarlaga, nr. 80/2002).
- Starfsfólk skal ávallt vera upplýst um lög og reglur er gilda um skóla.
- Ávallt skal kynna Vinaleiðina fyrir foreldrum/forráðamönnum barna.
- Vinaleiðin er þjónusta af hálfu Þjóðkirkjunnar við skólabörn, en ávallt á forsendum skólans (sbr. http://kirkjan.is/biskupsstofa/?stefnumal/kirkja_og_skoli ) og að höfðu samráði við foreldra/forráðamenn.
- Í sálgæsluviðtölum geta trúarleg efni sem hver önnur borið á góma. Slík umræða er þó ávallt að frumkvæði barns eða foreldris/forráðamanns og út frá eigin lífsviðhorfi þess.
- Prestar og djáknar er starfa að Vinaleiðinni skulu sækja handleiðslu hjá Fjölskylduþjónustu kirkjunnar.
Halldór Reynisson, 13/11 2006
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
28.11.2007 | 20:53
Bönnum jólaföndur í leikskólum -- er það ekki næst?
Nú mega prestarnir í Seljahverfi ekki koma í einhverja leikskóla þar vegna hinna. Nú má vinaleiðin ekki vera farin í Garðabæ vegna hinna. Nú má skólinn ekki gefa fermingarbörnum leyfi til að fara í vatnaskóg vegna hinna. Nú má ekki hafa grunnskóla sem grundvallast á kristunum gildum vegna hinna. Nú má ekki klæða nýfædda drengi í blátt og stúlkur ekki í bleikt, ég veit ekki vegna hverra.
Er ekki næst að banna jólaföndur, jólafrí, páskafrí og svo framvegis?
Lifi frelsið
Stöndum saman
Kalli Matt
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
22.11.2007 | 08:51
Forsætisþjónn.
Tillaga Steinunnar Valdísar er orð í tíma töluð og vekur líka upp spurningar um hlutverk ráðherranna.
Ég held að það sé þannig í gervallri Evrópu að merking þessara starfsheita beri það í sér að um þjónshlutverk sé að ræða. Þýðir ekki "minister" "þjónn" Preminister gæti þá verið þýtt sem fremstiþjónn eða jafnvel forsætisþjónn. Með slíkri breytingu myndu konur sem eru í þessum embættum hætta vera herrar. En um leið myndi hið nýja starfsheiti fela sér í hina réttu merkingu.
Til þjónustu reiðubúinn.
Stöndum saman
Kalli Matt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.11.2007 | 21:08
Að bíða, fresta eða geyma. (Á forvarnardegi)
Eitt aðaltrikkið í forvörnum í dag er að segja við börnin að bíða með að drekka eða fresta því um einhvern tiltekinn tíma.
En það er sjaldnar sagt að best væri að lifa lífi án vímugjafa.
Þó börn og unglingar fresti því að drekka um eitt ár eða tvö eða jafnvel sjö þá er ekki þar með sagt að þau muni ekki lenda í feni alkóhólismans.
Auðvitað er það rétt að "frestur er á illu bestur" það er augljóst mál að barn sem er 12 eða 13 ára gamalt og byrjar að drekka bjór er í alvarlegri hættu. Hættan hverfur ekki þó þetta barn eldist þó svo að hún verði auðavitað minni.
Skilaboðin um að bíða og fresta eru góð en vörumst samt að að skapa einhvers konar eftirvæntingu og tilhlökkun til þess dags þegar allt verðu í lagi með drekka og jafnvel félagsleg skylda.
Stöndum saman
Kalli Matt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2007 | 19:34
Byggðasamningar við einstaklinga
Eitt af þvi sem ríkið gæti gert til þess að koma ungu fólki í húsnæðisvandræðum út úr þeim væri að kaupa upp fullt af húsnæði úti á landi og leigja því svo húnæðið. Gera "einstaklings byggðasamnina" gegn ákveðnum fríðindum og sjá svo um að þetta fólk fengi vinnu. Hér er ég að tala um störf án staðsetningar. En um það er sérstakt ákvæði í ríkisstjórnarsáttmálanum.
Ég veit að það er til fullt af ungu fólki sem vill gjarnan byrja búskap sinn á því að að eiga heima úti á landi jafnvel þó það hafi alist upp í þéttbýlinu. Því miður hefur orðið hrun á sumum stöðum landsbyggðarinnar, en ef atvinnutækifærin verða fleiri og samgöngurnar betri og háhraðatengingar í lagi þá er nokkuð ljóst að margir nýttu sér þau tækifæri. Það hafa dæmin sannað. Miklar vonir eru bundbar við fyrirheit ríkisstjórnarinnar um að auka jöfnuð á milli landshluta.
Stöndum saman
Kalli Matt
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég fór norður í Skagafjörð á föstudaginn. Ég naut frábærrar kvöldstundar á Löngumýri þar sem Skagfirski kammerkórinn var með dagskrá ásamt skáldinu Sigurði Hansen og nemendum sjöunda bekkjar Varmahíðarskóla. Fyrir hlé voru sungin ljóð Sigurðar ásamt því sem hann las nokkur ljóð sín, djup og falleg ljóð. Eftir hlé söng kórinn svo nokkur ljóða Jónasar Hallgrímssonar en á milli söngsins fluttu krakkarnir í 7. bekk þætti úr ævi Jónasar sem þau höfðu tekið saman. Var það einstkalega vel gert og ánægjulegt. Þau eiga greinilega góðan kennara. Vil ég nú þakka fyrir þetta frábæra kvöld á þessum góða stað, en af honum á ég fallegar minningar frá því að ég var þar ungur drengur, en móðir mín vann þar eitt sumar þegar þjóðkirkjan var með sumarbúðir.
Daginni eftir var svo kjördæmisþing Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi í Hótel Varmahlíð þar sem Eggert Herbertsson gamall Ólsari sem býr á Akranesi , Guðmundur Haukur á Hvammstanga og Ragnhildur bóndi á Álftavatni í Staðarsveit voru kosin til að stýra kjördæmisráðinu til næsta aðalfundar. Ingibjörg Sólrún mætti á staðinn ásamt Ágústi Ólafi og Skúla Helgasyni framkvæmdastjóra flokksins. Þetta var góður fundur og vel mætt á hann þrátt fyrir óhagstætt veður. Það er greinilegt að miklar væntingar eru gerðar til Samfylkingarinnar, bæði hvað varðar velferðar- og byggðamál.
Rétt er svo ljúka þessum pistili með því að óska þeim Jóni Ásgeiri og Ingibjörgu innilega til hamgingju með gifinguna. Guð blessi framtíð þeirra og líf. Gleðjumst með þeim.
Stöndum saman
Kalli Matt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2007 | 15:42
"Sigurganga einkavæðingarinnar" Nýr Alþýðubanki og ljósið í myrkrinu.
Í rauninni ætti ég nú að segja frá ferð undirritaðs forseta eða formanns Vestnorrænaráðsins á þing Norðurlandaráðs og þeirri ánægjulegu athygli sem tillögur Vestnorrænaráðsins hlutu í Ósló.
En þegar ég kom heim uppfullur af einhverri flensu, hæsi, hita og hósta voru fyrstu fréttirnar um vafasama verðlagningu Bónus og Krónunnar í tengslum við verðkannanir. Er þetta rétt? Búum við í eina ríki heimsins þar sem "sigurganga einkavæðingarinnar" er að breytast í helsi einokunar?
Að auki þjaka vextir og verðbætur íslenska fjármaálkerfisins skuldarana. Og lánin bara hækka og hækka en launin ekki neitt nema lítið eitt. Er nema furða að fólk sé farið að horfa til Evrunnar?
Verkalýðshreyfingin hlýtur að vera farin að hugsa um það að stofna "matvöruverslun alþýðunnar" "alþýðubanka" og "olíufélag alþýðunnar". og nota til þess digra lífeyrissjóði sína.
Verkalýðurinn þarf á umtalsverðri launahækkun að halda til að geta haldið í við okrið og svindlið.
Ljósið í myrkrinu er viðskiptaráðherrann sem ætlar að leggja fram frumvarp um samkeppni og verðlagseftirlit og afnám stimpilgjalda og auka rétt neytenda og gera þeim hærra undir höfði.
Oft var þörf en nú er nauðsyn.
Stöndum saman
Kalli Matt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
- Júlí 2022
- Nóvember 2020
- Mars 2020
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Mars 2016
- Október 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Ágúst 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Nóvember 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Apríl 2013
- September 2012
- Mars 2012
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- September 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Apríl 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- eddaagn
- bjorkv
- gudfinnur
- prakkarinn
- lara
- bryndisisfold
- baldurkr
- salvor
- ingibjorgstefans
- hrannarb
- hreinsi
- pallieinars
- ingo
- agny
- arnalara
- gumson
- alfheidur
- reykur
- arnith2
- heilbrigd-skynsemi
- kaffi
- birnamjoll
- bjarnihardar
- bd
- bjornj
- blues
- gattin
- bryndisfridgeirs
- dagga
- einarben
- komediuleikhusid
- kamilla
- fanney
- garpur76
- gesturgudjonsson
- gtg
- gretaulfs
- gretarmar
- thjalfi
- orri
- gudrunkatrin
- zeriaph
- gunnarpetur
- gbo
- coke
- gylfigisla
- heidistrand
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- idno
- tru
- ingimundur
- irisarna
- jakobk
- enoch
- joninaros
- fiski
- thjodarskutan
- jonthorolafsson
- kiddijoi
- killerjoe
- kolbrunerin
- kristbjorggisla
- krist
- kristinm
- kristjanmoller
- mal214
- natan24
- nilli
- nielsfinsen
- solir
- olafursv
- olafurjonsson
- kex
- schmidt
- runar-karvel
- sirrycoach
- siggiholmar
- siggikaiser
- siggisig
- siggith
- steindorgretar
- summi
- sunnadora
- garibald
- svavaralfred
- saethorhelgi
- tommi
- tryggvigunnarhansen
- valdisa
- vefritid
- vestfirdir
- steinibriem
- steinig
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- thorha