Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
28.11.2008 | 16:08
Stutt ræða og vonandi auðskilin.
Eftirfarandi ræðu flutti ég á Alþingi í fyrstu umræðu um frumvarp til laga um gjaldeyrismál:
Herra forseti .Þetta frumvarp sem hæstvirtur viðskiptaráðherra Björgvin G. Sigurðsson leggur hér fram er til þess að tryggja að þau gjaldeyrisverðmæti sem verkafólk íslands og sjómenn íslands og margir aðrir skapa, skili sér vel og greiðlega inn í landið og ég tel það vera mjög verðugt að Alþingi íslendinga stuðli vel að því.Stönum saman.
Kalli Matt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.11.2008 | 01:09
Dagurinn í dag. (gær).
Dagurinn í dag (gær) verður mér mjög minnisstæður. Vantrauststillaga stjórnarandstöðunnar var felld.
Ég er á þeirri skoðun að ríkisstjórnin verði að vinna úr þeim vanda og verkefnum sem við stöndum frammi fyrir og að við verðum að komast á lygnari sæ áður en farið verður út í kosningar.
Það verður líka að taka tillit til hugsanlegra nýrra stjórnmálaafla sem hyggja á framboð þau verða að fá sinn tíma til að verða til og móta stefnu sína.
Ég er líka á þeirri skoðun að nefndin sem á að rannsaka kostgæfilega hvað gerðist verði að sjá dagsins ljós sem fyrst. Ég er búinn að bíða spenntur eftir að hún verði til og hefji störf, því ég fæ spurningar á hverjum degi hvað þessu máli líði eiginlega.
Þeir sem eru að vinna að því að koma nefndinni á laggirnar eru Geir, Ingibjörg, Steingrímur, Valgerður og Guðjón Arnar. Hvað dvelur Orminn langa?
Ég var á fundinum í Háskólabíói og mér fannst gott að vera þar og heyra það sem kom þar fram. Ég er á sömu skoðun og Þorvaldur Gylfason um að upphaf vandræðanna megi rekja til þeirra daga þegar við gátum farið út í þann "bissness" að veðsetja lífverur sem ekki voru orðnar til.
Orð hans voru mjög í anda þess sem hann sagði á ráðstefnu sem sjávarútvegsnefnd Samfylkingarinnar stóð fyrir á Grand Hóteli í vor og fjallaði um úrskurð mannréttindanefndar SÞ. Þar var fullur salur af fólki og þó fjölmiðlar fengju að vita af því var nánst ekkert um þetta fjallað.
Mín skoðun er sú að auðlindamálin fái á næstu vikum miklu meiri umræðu en verið hefur. Vonandi verður það til þess að menn fái auðveldari aðgang að þeirri auðlind okkar sem hefur reynst þorra Íslendinga lifibrauð.
Nú læt ég staðar numið vil þó segja ég mæti mörgu reiðu og vonsviknu fólki og það er erfitt. Sjálfur sé ég lánin mín hækka og hækka og þá verð ég líka reiður. Reyni samt að láta reiðina ekki stjórna mér út í eitt því ég veit að þá get ég ekkert. Reiðin lamar mann og þannig vil ég ekki vera. Við megum vera reið en hugsum líka um hvaða möguleikar eru fyrir okkur, sem búum hér á "landinu kalda" Við getum unnið okkur út úr þessum erfiðleikum ef við stöndum saman og meinum það virkilega þegar við segjumst vilja endumeta lífsgildin og hvað það er sem raunverulega skiptir máli.
Já stöndum saman
Kalli Matt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.11.2008 | 20:11
Kastljósshugmyndir.
Ég var glaður að hlusta á kastljósið þar sem koma fram hugmynd um að gefa ferðir til Íslands. Í erindi sem ég var með á útvarpi Sögu fyrir einni eða tveimur vikum kom ég fram með svipaða hugmynd. Það er satt að margir eru að hugsa svipað í líkum aðstæðum. En svona var textinn.
Brjáluð hugmynd eða hvað?
Einn vinur minna kom með þá tillögu að nú ættu Íslendingar að gefa Bretum 100.000 flugmiða til Íslands og fimm daga hóteldvöl hverjum þeirra. Með morgunmat. Íslenska ríkið myndi kaupa miðana af íslenskum flugélögum en þessi ferðagjöf myndi síðan leiða til gríðarlegar verslunar, bæði á varningi, listum og þjónustu. Kannske er þessi hugmyndi ekki svo galin. Væri ekki ágætt að fá slatta af ferðmönnum sem gætu eytt nokkrum aur hér af því að farið var svo ódýrt. Auðvitað yrði að útfæra þess hugmynd svo hún skilaði nokkrum árangri.
Þetta myndi líka vekja heims athygli eins og margt annað sem við Íslandingaar höfum tekið okkur fyrir hendur á undanförnum árum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.11.2008 | 07:35
Eignast útlendingar kvótann?
Þessari spurningu er beint til mín og einnig er henni velt upp í bloggi Guðmundar Magnússonar. Ekki skal ég fullyrða um þetta, en ljóst er að úrskurður Mannréttindanefndar SÞ og svo auðvitað 1. grein um stjón fiskveiða gætu verið vörn í málinu fyrir þá sem hugsa um hag þjóðarinnar.
En 1. greinin hljóðar svona:
1. gr. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.
Ég hef lagt það til að við bætum við aflaheimiildirnar og setjum þær á markað. Þó erfitt sé að hugsa til þess að útlenskur banki eignist kvótann. Þá gæti það orðið til þess að frjáls markaður opnaðist með fiskveiðiheimildir. Varla myndu þeir úthluta eftir þeim reglum sem við höfum í dag. Það yrði bara tap fyrir þá.
Við verðum að drífa í því að breyta fiskveiðstjórnarkerfinu í þá átta að ríkið fái aukinn pening fyrir fiskveiðiheimildirnar.
Stöndum saman
Kalli Matt
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
7.11.2008 | 23:45
Fundur á Ísafirði.
Ég var með fund í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Samfylkingarinnar. Þar kom fram sú eindregna skoðun að endurskoða þurfi lög um stjórn fiskveiða. Eg hef það á tilfinningunni að umræðan um kvótakerfið og eignarhaldið á aulindinni verði meiri og meiri ekki síst í ljósi krepppukomunnar. Það er gott að Samfylkingin hefur góðan grunn til að standa á í þeim málum. Sýnin um sameign þjóðarinnar á auðlindum lands og sjávar mun fá byr undir báða vængi á komandi vikum og mánuðum. Því er nauðsynlegt fyrir okkur að hugsa vel og íhugu um þessi mál. Þá fannst mér ánægjulegt hversu menn horfa með jákvæðum augum til kræklingaræktar og þorskeldis. Á fundinum var líka rætt um þann hrikalega rekstarkostnað sem kúabændur hér vestra standa frammi fyrir. Vextir, flutningskostnaður, fóðurverð og og rafmagns er svo hár að það hriktir hér í stoðum þessarar greinar og reyndar víðar. Hér er verk að vinna sem vonandi gengur að leysa sem allra fyrst.
Á morgun verður súpufundur Samfylkingarinnar í Edinborgarhúsinu kl. 11.00
Stöndum saman
Kalli Matt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Eldri færslur
- Júlí 2022
- Nóvember 2020
- Mars 2020
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Mars 2016
- Október 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Ágúst 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Nóvember 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Apríl 2013
- September 2012
- Mars 2012
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- September 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Apríl 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- eddaagn
- bjorkv
- gudfinnur
- prakkarinn
- lara
- bryndisisfold
- baldurkr
- salvor
- ingibjorgstefans
- hrannarb
- hreinsi
- pallieinars
- ingo
- agny
- arnalara
- gumson
- alfheidur
- reykur
- arnith2
- heilbrigd-skynsemi
- kaffi
- birnamjoll
- bjarnihardar
- bd
- bjornj
- blues
- gattin
- bryndisfridgeirs
- dagga
- einarben
- komediuleikhusid
- kamilla
- fanney
- garpur76
- gesturgudjonsson
- gtg
- gretaulfs
- gretarmar
- thjalfi
- orri
- gudrunkatrin
- zeriaph
- gunnarpetur
- gbo
- coke
- gylfigisla
- heidistrand
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- idno
- tru
- ingimundur
- irisarna
- jakobk
- enoch
- joninaros
- fiski
- thjodarskutan
- jonthorolafsson
- kiddijoi
- killerjoe
- kolbrunerin
- kristbjorggisla
- krist
- kristinm
- kristjanmoller
- mal214
- natan24
- nilli
- nielsfinsen
- solir
- olafursv
- olafurjonsson
- kex
- schmidt
- runar-karvel
- sirrycoach
- siggiholmar
- siggikaiser
- siggisig
- siggith
- steindorgretar
- summi
- sunnadora
- garibald
- svavaralfred
- saethorhelgi
- tommi
- tryggvigunnarhansen
- valdisa
- vefritid
- vestfirdir
- steinibriem
- steinig
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- thorha