Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
26.3.2009 | 08:56
Útför hinna dauðu atkvæða.
Oft tala menn um að atkvæði falli dauð. Þeir sem það gera eru þá nánast að segja að fólk eigi að kjósa eitthvað annað en stendiur huga þes næst. "Ekki kjósa það sem þér stendur næst láttu atkvæði þitt nýtast." Er þetta ekki ömurlegur málflutningur á þeim tímum, þegar við tölum um að auka þurfi lýðræði, draga úr flokksveldi og leyfa öllum röddum að fá að njóta sín í lýðræðisríkinu.
Ég segi kjóstu það sem þú vilt. Kjóstu þann flokk sem leggur áherslu á þín hjartans mál. Ekki kjósa taktískt. Berðu virðingu fyrir sjálfri þér, berðu virðingu fyriri sjálfum þér. Við höfum því miður allt of lítið að segja um málefni samfélagsins. Ekki síst vegna ofurvalds fárra og einnig vegna þess að fjölmiðlar eru vanbúnir hvað mannafla snertir.
Nei ,sá sem hugsar á þann veg að hann ætti að kjósa eitthvað annað en það sem stendur honum eða henni næst er í rauninni að eyðileggja atkvæði sitt, eyðileggja lýðræðið og um leið að vanvirðia lýðræði. Með því að kjósa eitthvað annað en maður vill er maður að deyða atkvæði sitt grafa það í myrka gröf andlýðræðis og frekju.
Verum frjáls í huga okkar gerðum.
Stöndum saman
Kalli Matt
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.3.2009 | 09:01
Grundvallabreytinga er þörf.
Hver eru þau grundvallaratriði sem við ætlum að breyta í landi okkar til þess að við getum náð aftur því trausti og þeim trúnaði sem við höfðum, áður en við útvíkkuðum hina íslensku frjálshyggju? Hvað þurfum við að gera til að venjulegir íslenskir borgarar geti treyst því að við förum rétta leið í endurreisninni sem nauðsynleg er í landi okkar? Margir keppast nú við að tala um þann siðferðisbrest sem orðið hefur í landinu og telja að regluverkið hafi brugðist, eftirlitsstofnanir og svo framvegis. Nú ætlum við að breyta stjórnarskránni, nú ætlum við að breyta kosningalöggjöfinni og við ætlum að breyta svo mörgu sem leiðir til þess að allt verður nýtt og betra.
Hver á fiskinn í sjónum?
Já þetta er nauðsynlegt og auðvitað eru orð til alls fyrst. En það er ekki nóg að breyta setningum í stjórnarskránni og lagaákvæðum ef ekkert verður svo gert með það. Hverju breytir það að hafa ákvæði um að helstu náttúruauðlindirnar skulu vera í eigu þjóðarinnar ef framkvæmd þess er sú að örfáum er færð auðlindin nánast að gjöf og ómögulegt er fyrir áræðna menn að hefja sjávarútveg. Það er kúgun. Hverju breytir það, að hafa þann rétt og þá stöðu í réttlátu og frjálsu þjóðfélagi að geta vísað málum til mannréttindadómstóla eða mannréttindanefnda ef dómar þeirra eða sjónarmið eru svo hunsuð.
Um þetta hljótum við að hugsa mjög alvarlega. Sérstaklega nú, þegar við erum nýbúin að samþykkja hinn göfga barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Því á sama tíma og það var gert hvílir á íslensku ríkisstjórninni ályktun um brot á mannréttindum. Við þessum úrskurði hefur ekki verið brugðist nema með fyrirheiti um stofnun nefndar sem á að koma með tillögur til breytinga á framkvæmd laga um stjórn fiskveiða. Það bendir til þess að svæfa eigi málið.
Má venjulegt fólk reyna að bjarga sér?
Við getum til dæmis sett upp mynd af atvinnulausum foreldrum þriggja barna. Foreldrum sem hafa möguleika til að róa til fiskjar á fjögurra tonna trillu út á flóann en mega það ekki nema gegn hárri leigu fyrir hvert kíló fiskjar sem þau veiða. Leigugjald sem rennur í vasa eigenda kvótans Með slíkri lagframkvæmd göfugra laga og skuldbindinga er verið að brjóta bæði gegn börnunum og foreldrunum.
Breytum kvótakerfinu.
Það getur verið auðvelt og gaman að vera í stórum ríkisstjórnar flokki þar sem flestir brosa hver fram í annan af stolti yfir mætti sínum og velgengni. En það er ekki gaman ef maður í hjarta sínu veit að það er ekki verið að taka á grundvallarmálum með hugrekki og festu. Frjálslyndi flokkurinn hefur ávallt bent á óréttlætið sem felst í kvótakerfinu og vill auka aðgang þjóðarinnar að fiskimiðunum. Því miður hafa þessi sjónarmið orðið undir í umræðunni sérstaklega meðan allt flaut í ilmandi hunangi og rjóma. Þegar til framtíðar er litið verða menn að hafa kjark til að ráðast í nauðsynlegar breytingar á þeim þáttum þar sem upphaf efnahagsþrenginganna er að leita og færa til betri vegar í réttlætis átt. Og þessar breytingar verður að ráðast í ekki síðar en núna. Venjulegt fólk verður að fá leyfi til að bjarga sér með því að nýta sér auðlindir hafsins. Annars eykst því miður bilið milli ríkra og fátækra, en nú þegar er það orðið allt of mikið.
Stöndum saman.
Kalli Matt
.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2009 | 19:30
Hirðir án fjár.
Í umræðum þingsins um hrun SPRON flutti Guðjón Arnar góða ræðu um tilurð og tilgang sparisjóðanna. Hann lagði áherslu á mikilvægi þessarar lánastofnana og hvernig þær hafi komið byggðum úti á landi til góða. Hann benti á uræðuna sem fram fór á sínum tíma þegar hlutafélagavæðing sparisjóðanna fór fram þar hefði verið talað um að fé gæti ekki veirð án hriðis en nú væri þetta orðið þannig að hrðirinn væri án fjárins.
Já, spyrja má hvort er betra: fé án hirðis eða hirðir án fjár.
Stöndum saman
Kalli Matt
Bloggar | Breytt 24.3.2009 kl. 00:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.3.2009 | 00:46
Misrétti.
Mikið finnst mér það ranglátt hvernig eitt af "máttarstólpafyrirtækjunum" í sjávarútveginum hagar sér. HB Grandi. Á sama tíma og verkafólkið sem vinnur við vinnsluna og skapar verðmætin þarf að sætta sig við kjaraskerðingu þá fá eigendurnir tugir milljóna í arðgreiðslu. Er þetta ekki það sem kallað er arðrán?
Beint inn í alla umræðun um endurmat gildanna. Gagnsæi og svo framvegis þá gerist þetta. Hvað skyldi fólkið hugsa? Fellum niður vinnu? Förum í verkfall. Getur verkalýðsfélagið ekki gert neitt aðnnað í málinu en að mótmæla þessu í viðtölum? Kannski leggur fólkið ekki í neinar aðgerðir því þá gæti það bara misst vinnu sína. Þetta hlýtur að verða til þess að verkalýðsfélagið eflist og að verkafólk neiti að taka það á sig að fá ekki það sem því ber samkvæmt samningum.
Ekki verður sagt að viðbótarkvótinn hafi skapað auðmýkt og þakklæti hjá þessu fyrirtæki. Við hefðum betur deilt honum út á annan hátt.
Stöndum saman.
Kalli Matt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.3.2009 | 23:42
Í Reykjavík norður.
Nú er ég kominn í framboð í Reykjavík norður fyriir Frjálslynda flokkinn.
Erindi Frjálslynda flokksins inn í samfélag okkar er mjög mikilvægt. Og á ég þá von besta að þjóðin kynni sé rmálstað okkar í Frjálslynda flokknum.
"þetta byrjaði allt með kvótakerfinu, eins og það er í dag." "Upphaf vandræðanna er að leita í kvótakerfið" Þetta eru orð sem eru nú sögð á hverjum einasta degi og Frjálslyndi flokkurinn hefur bent á þetta í mörg ár eða allt frá því að hann var stofnaður. Um skeið var ekki hlustað á þá sem héldu því til streitu að breyta bæri kvótakerfinu. "Góðærið" virkað sem nokkurs konar eyrnatappar. Í góðærinu var ekki ástæða til að hlusta á raddir þeirra sem aftur og aftur hafa bent á þetta. En nú eru raddirnar franar að heyrast á ný og mjög mikilvægt er að Frjálslyndi flokkurinn komist til áhrifa í næstu kosningum.
En ekki aðeins af þessum ástæðum því Frjálslyndi flokkurinn hefur margt annað gott fram að færa og vil ég hvetja sem flesta að flylgjast með, þegar málefnavinna landsfundarins sem var um síðustu helgi verður birt.
En þar var meðal annars fjallað um verðbótaþáttinn í okurlánakerfinu sem hér hefur verið við lýði. Og vil ég í því sambandi benda á fyrri skrif mín um "beltin og axlaböndin" Einnig var vikið að málefnum eldri borgara. Aukin áhersla á harðari viðbrögð við fíkniefnavandanum og mörg fleiri mál sem með réttu skal kalla þjóðþrifamál eins og til dæmis fríar máltíðar fyrir börn í skólum. Læt hér staðar numið og segi sem fyrr.
Stöndum saman.
Kalli Matt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.3.2009 | 11:38
Ég er genginn til liðs við Frjálslynda.
Bloggar | Breytt 14.3.2009 kl. 15:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
6.3.2009 | 16:36
Vegna X - S prófkjörs í NV-kjördæmi.
Kæru vinir.
Í dag hefst prófkjör Samfylkingarinnar í Norðvestur kjördæmi. Þetta kjördæmi og auðlindir þess skipta miklu máli í endurreisn Íslands. Og við, fólkið, gegnum auðvitað mestu hlutverki í þessu efni.Mikið atvinnuleysi er í höfuðborginni og nærsveitum hennar og margir sækja nú út á land í leit að tækifærum. Þess vegna skiptir miklu máli fyrir þá sem búa í kjördæminu og hina sem þangað leita að góðir möguleikar til lífsviðurværis séu til staðar.
Þessa möguleika aukum við með því að opna hlið hafsins fyrir þeim sem vilja róa til fiskjar á okkar fengsælu og gjöfulu mið. Það er augljóst að miklir möguleikar eru á mörkuðum fyrir krækling og þessa sprotagrein verðum við að efla og styðja. Þetta á einnig við um þorskeldi.
Í landbúnaði er hægt að skapa bændum meiri virðisauka með því m.a. að endurskoða afurða- og dreifingakerfið. Þá hafa möguleikar í kornrækt stóraukist, svo mjög að fróðir telja að þjóðin geti jafnvel brauðfætt sjálfa sig. Svo er líka augljóst að tekjur kjördæmisins hafa stóraukist í ferðamennsku og enn eru þar miklir möguleikar.
Já, í erfiðleikum spyrjum við okkur sjálf: Hvað er til ráða? Við lítum nú upp og sjáum mörg tækifæri í náttúru okkar en einnig í hugviti, uppfinningum og nýsköpun. Að þessu verðum við að hlúa ásamt því að siðvæða fjármálakerfið. Lækka verður vextina, skapa grundvöll fyrir öflugan banka sem verður í eigu þjóðarinnar og hvorki til sölu né gjafar.
Þá er okkur brýnt að innleiða aukið lýðræði og er frumvarpið um persónukjör góð viðleitni í því efni. Á meðan við byggjum upp þá verðum við jafnframt að gæta þess að það fólk sem á undir högg að sækja vegna veikinda, fötlunar, öldrunar eða annarra ástæðna falli ekki um borð. Já, góðir félagar og vinir.Margt annað er hægt að telja upp svo sem samgöngur, uppbygging skóla og fullorðinsfræðslu, baráttuna gegn fíkniefnaneyslu og auknu vændi en hér læt ég staðar numið.Ég lýsi því yfir að ég er tilbúinn að vinna af heilum huga að þessum málum fái ég brautargengi þitt til þess í því prófkjöri sem þú getur nú tekið þátt í.
Ég gef kost á mér í 1. eða 2. sætið á lista okkar í kjördæminu, en í þrjá og hálfan áratug hef ég lifað hér og starfað sem sjómaður, sóknarprestur, kennari, verkamaður og alþingismaður.
Að lokum hvet ég þig til að láta þinn eiginn huga ráða ferðinni, þegar þú kýst fólk til að fara með málefni þín og þinna.
Með bestu kveðjum Karl V. Matthíasson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Eldri færslur
- Júlí 2022
- Nóvember 2020
- Mars 2020
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Mars 2016
- Október 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Ágúst 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Nóvember 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Apríl 2013
- September 2012
- Mars 2012
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- September 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Apríl 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- eddaagn
- bjorkv
- gudfinnur
- prakkarinn
- lara
- bryndisisfold
- baldurkr
- salvor
- ingibjorgstefans
- hrannarb
- hreinsi
- pallieinars
- ingo
- agny
- arnalara
- gumson
- alfheidur
- reykur
- arnith2
- heilbrigd-skynsemi
- kaffi
- birnamjoll
- bjarnihardar
- bd
- bjornj
- blues
- gattin
- bryndisfridgeirs
- dagga
- einarben
- komediuleikhusid
- kamilla
- fanney
- garpur76
- gesturgudjonsson
- gtg
- gretaulfs
- gretarmar
- thjalfi
- orri
- gudrunkatrin
- zeriaph
- gunnarpetur
- gbo
- coke
- gylfigisla
- heidistrand
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- idno
- tru
- ingimundur
- irisarna
- jakobk
- enoch
- joninaros
- fiski
- thjodarskutan
- jonthorolafsson
- kiddijoi
- killerjoe
- kolbrunerin
- kristbjorggisla
- krist
- kristinm
- kristjanmoller
- mal214
- natan24
- nilli
- nielsfinsen
- solir
- olafursv
- olafurjonsson
- kex
- schmidt
- runar-karvel
- sirrycoach
- siggiholmar
- siggikaiser
- siggisig
- siggith
- steindorgretar
- summi
- sunnadora
- garibald
- svavaralfred
- saethorhelgi
- tommi
- tryggvigunnarhansen
- valdisa
- vefritid
- vestfirdir
- steinibriem
- steinig
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- thorha