Færsluflokkur: Bloggar
19.4.2009 | 19:05
Fíkniefni myrða, eyðileggja, valda kvíða og sorg,
Þegar foreldrar átta sig á því að barn þeirra er komið með fætur sína í heim fíkniefnanna fyllast þau skelfinu og ótta. Þeim hættir líka til þess að ganga inn í afneitun og vona að þetta sé nú ekki svo slæmt. Sá sem kaupir fíkniefni er farinn að versla við fólk sem svífst einskis til þess að fá vöruna greidda og í mörgum tilvikum nota þeir jafngrófar aðferðir í vaxtaálögum og bankarnir og geta jafnvel verið miklu harðari en þær stofnanir í innheimtu sinni.
Fíkniefni skemma heila fólks, breyta því og jafnvel hinar yndislegustu persónur verða að ófreskum þegar þessi efni eru farin að virka. Ég vil hrósa lögreglunni fyrir vinnu sína og eru störf lögreglunnar oft vanmetin. Hefðu þessi fíkniefni komist á markaðinni hvað hefðu mörg sjálfsvíg, handrukkanir, andvökunætur, nauðganir og jafnvel morð orðið? En ein má spyrja um alkóhólið hvað erum margir hjónaskilnaðir í 1000 lítrum af því, framhjáhöld og svo framvegis. Áfegnis og fíkniefna vandinn er allt of mikill í landi okkar og því er mjög brýnt að slá hvergi af í baráttu gegn þessum vágestum. Þegar svona efni koma inn í landi verður að finna neytendur, nýja neytendur og hver er markhópurinn það eru börn okkar og unglingar verndum þau og hjálpum þeim hafa orðið fyrir tjóni og skaða vegna þessara efna.
Stöndum saman
Kalli Matt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
17.4.2009 | 14:58
Frjálsar handfæraveiðar án afnáms byggðakvótans.
Steingrímur ætlar ekki að breyta kvótkerfinu, bara pínulítið, þegar hann er orðinn ráðherra í næstu ríkisstjórn. Það voru skilboðin af fréttum í gær og framboðsfundinum í gærkvöld. Hann er kannske aftur farinn að hlusta á hagfræðinga kvótakerfisins. Hann ætlar þó að afnema byggðakvótann og láta handfæarabáta veiða hann í "ólynpískum" veiðum, þegar hann er orðinn ráðherra í næstu ríkisstjórn.
Byggðakvóti er til þess að hjálpa byggðalögum sem verða fyrir miklu áfalli t.d. vegna þess að aðalútgerðarmaðurinn í plássinu seldi kvótann burt til að kaupa banka eða eitthvað sem engin fisklykt er af.
Ef þú afnemur byggðakvótann er farin sú eina núverandi vörn byggðanna til er í hinu rangláta kvótakerfi. Margir hafa talað um það, að afnema eigi byggðakvótann, af því að það hafi verið svo mikil spilling í úthlutunum hans. Tek undir þetta með spillinguna.
Þó framkvæmdin hafi verið spilling er hægt að breyta úthlutuninni til byggðarlaganna. Fernt vinnst með því að leyfa byggðarlaginu, sem fær þenna "björgunarkvóta", að setja hann á markað gegn því að fiskinum sé landað þar og helst unninn. Jafnræðis er frekar gætt, fiskur landast á staðnum, fólk fær vinnu og byggðarlagið smáaur.
Ég tel rétta að afnema ekki byggðakvótann meðan við erum með þetta hrikalega rangláta kvótakerfi. Viðhöldum byggðakvótaunum sem varnaraðgerð fyrir byggðirnar en leyfum frjálsar handfæraveiðar sem aukið úrræði til atvinnusóknar og stuðnigs við fjölda fjölskydlna um allt land.
Að fara þá leið að afnema byggðakvótann í stað þess að setja viðbótarstyrk fyrir byggðirnar með frjálsum handfæraveiðum veldur miklum vonbrigðum.
Frumvarpi Frjálslyndra um frjálsar handfæraveiðar er haldið föstu inni í sjávarútvegsnefnd af engum öðrum en Vinstri grænum, sem boða allt nýtt og betra. En barar eftir kosnignar þegar þeri eru orðnir ráðherrar að nýju. Það væri hægt að ganga í þetta mál núna en hvað stoppar máli?
Stöndum saman
Kalli Matt
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2009 | 15:26
Frjálslyndi flokkurinn vill spara gjaldeyri og afla gjaldeyris.
Hvernig stendur á því að ríkisstjórn sem kennir sig við félagshyggju, jöfnuð og réttlæti kemur sér ekki til þess að skipa þá nefnd sem á að endurskoða lögin um stjórn fiskveiða svo rétturinn til atvinnu verði virtur? Nefnd sem SÞ krefja okkur um að koma á legg. Er það bara í nösunum á þessum flokkum svona rétt fyrir kosningar að þeir vilji breyta kvótakerfnu? Svari hver fyrir sig. Ég er að sjálfsögðu sammála því að ákvæði um um að eignarhald þjóðarinnar á auðlindum verði sett í stjórnarskrá. En ef ekkert annað fylgir með er illa af stað farið. Hugur verður að fylgja máli.
Nú ríður á að þjóðin fái þann arð af auðlindum sínum sem henni ber. Frjálslyndi flokkurinn leggur til að kvótinn verði aukinn um 100.000 tonn og leigður út. Ef 50 krónnur fegnjust fyrir tonnið þá myndi það gefa ríkissjóði fimm milljarða króna. Sumir segja að 80 kr væru nærri lagi. Þetta væri hægt að gera í dag. En hver hefur þau tök að slíkt er ekki framkvæmt. Margfeldis áhrifin yrðu svo auðvitað miklu miklu meiri.
Já nú verðum við að afla gjaldeyris sem aldrei fyrr. Og skapa ný atvinnufyrirtæki. Það er nauðsynlegt að endurskoða allt umhverfi smáfyrirtækja, sem gætu unnið að því að spara gjaldeyri og afla gjaldeyris. Við eigum frábæra iðnaðarmenn sem gætu framleitt vörur sem fluttar eru inn fyrir margar evrur, dollara og pund. Húsgögn, fatnaður, líkkistur, álplötur, álvinkla, prófíla, álrör, álfelgur í milljónavís allt einnig til útflutnings og allvegana íhluti í bíla og ýmsan annan varning.
Stöndum saman
Kalli Matt
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2009 | 09:53
Gleðilega páska - Kristur er upprisinn.
Nú sit ég heima hjá mer í vel veðsettri blokkaríbúð okkar hjóna og tvö yngri börnin okkar sofa í herbergjum sínum og konan líka. Og sá elsti sefur örugglega vel þar sem hann er.
Hér ríkir kyrrð og fegurð. Allt er í raun og veru eins og það á að vera. Morgunsólin sendir geisla sína inn um stofugluggann. Og mér verður hugsað til upprisufrásagna guðspjallanna.
Sérstaklega er mér nú hugleikin sagan um Emmausfarana. Mennina tvo sem voru á leiðinn frá Jesúsalem til Emmaus. Krossfestingin er yfirstaðin og þeir í raun og veru hræddir flóttamenn - þessisr tveir fylgismenn Jesú sem gátu nú átt von á öllu hinu versta. En á leiðinn slóst Jesús (Kristur er upprisinn) í för með þeim- Þeir þekkt hann ekki. Þessi "ókunni "maður talaði við þá á leiðinn og veitti þeim huggun, fræðslu og von. Og að kveldi þessa dags þegar ferðin vr á enda báðu þeir hann að koma með sér inn í húsið og hann gerði það. "Því kvölda tekur og degi hallar" Og hann settist með þeim blessaði brauðið eins og hann hafði gert við kvöldmáltíðina þremur kvöldum áður og þá þekktu þeir hann en hann hvarf þeim sjónum og þeir fylltust fögnuði og gleði. Myrkrið hvarf úr sálum þeirra og allt hið fegursta kom í staðin. Hin kristna von er mikil von og boðskapur kristinnar trúar grundvallast á kærleika.
Í því uppgjöri og öllu því varnar- og uppbyggingarstarfi sem framundan er ætti þjóðin að láta kærleikann leiða sig. Ég er þess fullviss að kærleikurinn, fyrirgefningin og sáttin séu mikilvægri verkfæri en heift, hefnd og hatur.
Þeir sem tóku ættu að minni hyggju að leita sáttr við þjóðina og koma með hið burt flutta fé til baka og gera allt sem þeir geta til að hjálpa til í vinnunni sem framundan er. Þannig munu þeir miklu frekar fá fyrirgefningu og þannig munu þeir komast hjá þeim útlegðardómi sem yfir þeim vofir.
Það er ekkert verra en að vera útlagi, það getum við séð í Íslendingasögunum.
Já, hvað viljum við sjá þegar við deyjum. Viljum við ekki frekar fá að sjá liðna lífsins daga þar sem bættum okkur þar sem ákváðum að stefna inn á veg sannleikans?
Lífið er vegferð og úr Emmausfrásögunni getum við fundið þessa samlíkingu. Guð er með okkur allt lífið og hann vill styðja okkur og styrkja en þó hann sé nálægur er oft eins og við gerum okkur ekki grein fyrir því. Oft er gott að nema staðar og hlusta á kyrrðina og taka á móti andanum þá getum við betur glímt við viðfangsefni dagsins.
Gleðilega páska.
Kalli Matt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.4.2009 | 10:29
Unga fólkið okkar, forvarnir og Egilshöllin
Flestir fréttatímar segja okkur meira og minna af efnahag., peningum, fjármálum og gjaldþrotum. Og hvar sem fólk kemur saman mótast umræðan af þessum fréttum. Á meðan vill margt annað gleymast.
Ég tel að við ættum að gefa æskufólki okkar meiri gaum huga betur að því og efla allt forvarnarstarf einkum á sviði áfengis og fíknimála. Og byggja það fólk upp sem lent hefur í klóm áfengis og fíkniefna.
Hér gegna skólar miklu hlutverki, íþróttafélög, þjóðkirkjan og meðferðarstöðvar eins og til dæmis Hlaðgerðarkot og sú blessaða starfsemi sem er á vegum Samhjálpar, SÁÁ, Krýsuvíkursamtakanna Teigs og Ekron og einnig vil ég minna á nauðsyn uppbyggingar þeirra manna sem nú dvelja í fangelsum landsins.
Í kreppunni gleymist þetta oft og þá er meiri hætta á því að við sjáum unga fólkið okkar stíga inni í myrkraheim fíknanna.
Við sjáum í landi okkar margar byggingar hálfreistar og frá þeim heyrast engin hamarshögg lengur.
Mikið er nú talað um að klára tónlistarhúsið mikla. Ég tel að það megi bíða en í stað þess skulum við ljúka hið snarasta við Egilshöllina, þar er þó mikil starfsemi og sjö til átta hundruð börn koma þangað á hverjum degi til hollrar íþróttaiðkunar.
Umhverfi þess mikla íþróttamannvirkis er beinlínis hættulegt og milda má kalla að engin meiriháttar slys hafi orðið þar á börnum. Svo stórt hverfi sem þar er má alls bíða lengur eftir því að verk þetta klárist, enda hefur það sinn tilgang í forvarnarstarfi fyrir fjöldann barna, ungmenn og líka fullorðinna.
stöndum saman
Kalli Matt
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.3.2009 | 08:56
Útför hinna dauðu atkvæða.
Oft tala menn um að atkvæði falli dauð. Þeir sem það gera eru þá nánast að segja að fólk eigi að kjósa eitthvað annað en stendiur huga þes næst. "Ekki kjósa það sem þér stendur næst láttu atkvæði þitt nýtast." Er þetta ekki ömurlegur málflutningur á þeim tímum, þegar við tölum um að auka þurfi lýðræði, draga úr flokksveldi og leyfa öllum röddum að fá að njóta sín í lýðræðisríkinu.
Ég segi kjóstu það sem þú vilt. Kjóstu þann flokk sem leggur áherslu á þín hjartans mál. Ekki kjósa taktískt. Berðu virðingu fyrir sjálfri þér, berðu virðingu fyriri sjálfum þér. Við höfum því miður allt of lítið að segja um málefni samfélagsins. Ekki síst vegna ofurvalds fárra og einnig vegna þess að fjölmiðlar eru vanbúnir hvað mannafla snertir.
Nei ,sá sem hugsar á þann veg að hann ætti að kjósa eitthvað annað en það sem stendur honum eða henni næst er í rauninni að eyðileggja atkvæði sitt, eyðileggja lýðræðið og um leið að vanvirðia lýðræði. Með því að kjósa eitthvað annað en maður vill er maður að deyða atkvæði sitt grafa það í myrka gröf andlýðræðis og frekju.
Verum frjáls í huga okkar gerðum.
Stöndum saman
Kalli Matt
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.3.2009 | 09:01
Grundvallabreytinga er þörf.
Hver eru þau grundvallaratriði sem við ætlum að breyta í landi okkar til þess að við getum náð aftur því trausti og þeim trúnaði sem við höfðum, áður en við útvíkkuðum hina íslensku frjálshyggju? Hvað þurfum við að gera til að venjulegir íslenskir borgarar geti treyst því að við förum rétta leið í endurreisninni sem nauðsynleg er í landi okkar? Margir keppast nú við að tala um þann siðferðisbrest sem orðið hefur í landinu og telja að regluverkið hafi brugðist, eftirlitsstofnanir og svo framvegis. Nú ætlum við að breyta stjórnarskránni, nú ætlum við að breyta kosningalöggjöfinni og við ætlum að breyta svo mörgu sem leiðir til þess að allt verður nýtt og betra.
Hver á fiskinn í sjónum?
Já þetta er nauðsynlegt og auðvitað eru orð til alls fyrst. En það er ekki nóg að breyta setningum í stjórnarskránni og lagaákvæðum ef ekkert verður svo gert með það. Hverju breytir það að hafa ákvæði um að helstu náttúruauðlindirnar skulu vera í eigu þjóðarinnar ef framkvæmd þess er sú að örfáum er færð auðlindin nánast að gjöf og ómögulegt er fyrir áræðna menn að hefja sjávarútveg. Það er kúgun. Hverju breytir það, að hafa þann rétt og þá stöðu í réttlátu og frjálsu þjóðfélagi að geta vísað málum til mannréttindadómstóla eða mannréttindanefnda ef dómar þeirra eða sjónarmið eru svo hunsuð.
Um þetta hljótum við að hugsa mjög alvarlega. Sérstaklega nú, þegar við erum nýbúin að samþykkja hinn göfga barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Því á sama tíma og það var gert hvílir á íslensku ríkisstjórninni ályktun um brot á mannréttindum. Við þessum úrskurði hefur ekki verið brugðist nema með fyrirheiti um stofnun nefndar sem á að koma með tillögur til breytinga á framkvæmd laga um stjórn fiskveiða. Það bendir til þess að svæfa eigi málið.
Má venjulegt fólk reyna að bjarga sér?
Við getum til dæmis sett upp mynd af atvinnulausum foreldrum þriggja barna. Foreldrum sem hafa möguleika til að róa til fiskjar á fjögurra tonna trillu út á flóann en mega það ekki nema gegn hárri leigu fyrir hvert kíló fiskjar sem þau veiða. Leigugjald sem rennur í vasa eigenda kvótans Með slíkri lagframkvæmd göfugra laga og skuldbindinga er verið að brjóta bæði gegn börnunum og foreldrunum.
Breytum kvótakerfinu.
Það getur verið auðvelt og gaman að vera í stórum ríkisstjórnar flokki þar sem flestir brosa hver fram í annan af stolti yfir mætti sínum og velgengni. En það er ekki gaman ef maður í hjarta sínu veit að það er ekki verið að taka á grundvallarmálum með hugrekki og festu. Frjálslyndi flokkurinn hefur ávallt bent á óréttlætið sem felst í kvótakerfinu og vill auka aðgang þjóðarinnar að fiskimiðunum. Því miður hafa þessi sjónarmið orðið undir í umræðunni sérstaklega meðan allt flaut í ilmandi hunangi og rjóma. Þegar til framtíðar er litið verða menn að hafa kjark til að ráðast í nauðsynlegar breytingar á þeim þáttum þar sem upphaf efnahagsþrenginganna er að leita og færa til betri vegar í réttlætis átt. Og þessar breytingar verður að ráðast í ekki síðar en núna. Venjulegt fólk verður að fá leyfi til að bjarga sér með því að nýta sér auðlindir hafsins. Annars eykst því miður bilið milli ríkra og fátækra, en nú þegar er það orðið allt of mikið.
Stöndum saman.
Kalli Matt
.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2009 | 19:30
Hirðir án fjár.
Í umræðum þingsins um hrun SPRON flutti Guðjón Arnar góða ræðu um tilurð og tilgang sparisjóðanna. Hann lagði áherslu á mikilvægi þessarar lánastofnana og hvernig þær hafi komið byggðum úti á landi til góða. Hann benti á uræðuna sem fram fór á sínum tíma þegar hlutafélagavæðing sparisjóðanna fór fram þar hefði verið talað um að fé gæti ekki veirð án hriðis en nú væri þetta orðið þannig að hrðirinn væri án fjárins.
Já, spyrja má hvort er betra: fé án hirðis eða hirðir án fjár.
Stöndum saman
Kalli Matt
Bloggar | Breytt 24.3.2009 kl. 00:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.3.2009 | 00:46
Misrétti.
Mikið finnst mér það ranglátt hvernig eitt af "máttarstólpafyrirtækjunum" í sjávarútveginum hagar sér. HB Grandi. Á sama tíma og verkafólkið sem vinnur við vinnsluna og skapar verðmætin þarf að sætta sig við kjaraskerðingu þá fá eigendurnir tugir milljóna í arðgreiðslu. Er þetta ekki það sem kallað er arðrán?
Beint inn í alla umræðun um endurmat gildanna. Gagnsæi og svo framvegis þá gerist þetta. Hvað skyldi fólkið hugsa? Fellum niður vinnu? Förum í verkfall. Getur verkalýðsfélagið ekki gert neitt aðnnað í málinu en að mótmæla þessu í viðtölum? Kannski leggur fólkið ekki í neinar aðgerðir því þá gæti það bara misst vinnu sína. Þetta hlýtur að verða til þess að verkalýðsfélagið eflist og að verkafólk neiti að taka það á sig að fá ekki það sem því ber samkvæmt samningum.
Ekki verður sagt að viðbótarkvótinn hafi skapað auðmýkt og þakklæti hjá þessu fyrirtæki. Við hefðum betur deilt honum út á annan hátt.
Stöndum saman.
Kalli Matt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.3.2009 | 23:42
Í Reykjavík norður.
Nú er ég kominn í framboð í Reykjavík norður fyriir Frjálslynda flokkinn.
Erindi Frjálslynda flokksins inn í samfélag okkar er mjög mikilvægt. Og á ég þá von besta að þjóðin kynni sé rmálstað okkar í Frjálslynda flokknum.
"þetta byrjaði allt með kvótakerfinu, eins og það er í dag." "Upphaf vandræðanna er að leita í kvótakerfið" Þetta eru orð sem eru nú sögð á hverjum einasta degi og Frjálslyndi flokkurinn hefur bent á þetta í mörg ár eða allt frá því að hann var stofnaður. Um skeið var ekki hlustað á þá sem héldu því til streitu að breyta bæri kvótakerfinu. "Góðærið" virkað sem nokkurs konar eyrnatappar. Í góðærinu var ekki ástæða til að hlusta á raddir þeirra sem aftur og aftur hafa bent á þetta. En nú eru raddirnar franar að heyrast á ný og mjög mikilvægt er að Frjálslyndi flokkurinn komist til áhrifa í næstu kosningum.
En ekki aðeins af þessum ástæðum því Frjálslyndi flokkurinn hefur margt annað gott fram að færa og vil ég hvetja sem flesta að flylgjast með, þegar málefnavinna landsfundarins sem var um síðustu helgi verður birt.
En þar var meðal annars fjallað um verðbótaþáttinn í okurlánakerfinu sem hér hefur verið við lýði. Og vil ég í því sambandi benda á fyrri skrif mín um "beltin og axlaböndin" Einnig var vikið að málefnum eldri borgara. Aukin áhersla á harðari viðbrögð við fíkniefnavandanum og mörg fleiri mál sem með réttu skal kalla þjóðþrifamál eins og til dæmis fríar máltíðar fyrir börn í skólum. Læt hér staðar numið og segi sem fyrr.
Stöndum saman.
Kalli Matt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
- Júlí 2022
- Nóvember 2020
- Mars 2020
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Mars 2016
- Október 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Ágúst 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Nóvember 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Apríl 2013
- September 2012
- Mars 2012
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- September 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Apríl 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- eddaagn
- bjorkv
- gudfinnur
- prakkarinn
- lara
- bryndisisfold
- baldurkr
- salvor
- ingibjorgstefans
- hrannarb
- hreinsi
- pallieinars
- ingo
- agny
- arnalara
- gumson
- alfheidur
- reykur
- arnith2
- heilbrigd-skynsemi
- kaffi
- birnamjoll
- bjarnihardar
- bd
- bjornj
- blues
- gattin
- bryndisfridgeirs
- dagga
- einarben
- komediuleikhusid
- kamilla
- fanney
- garpur76
- gesturgudjonsson
- gtg
- gretaulfs
- gretarmar
- thjalfi
- orri
- gudrunkatrin
- zeriaph
- gunnarpetur
- gbo
- coke
- gylfigisla
- heidistrand
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- idno
- tru
- ingimundur
- irisarna
- jakobk
- enoch
- joninaros
- fiski
- thjodarskutan
- jonthorolafsson
- kiddijoi
- killerjoe
- kolbrunerin
- kristbjorggisla
- krist
- kristinm
- kristjanmoller
- mal214
- natan24
- nilli
- nielsfinsen
- solir
- olafursv
- olafurjonsson
- kex
- schmidt
- runar-karvel
- sirrycoach
- siggiholmar
- siggikaiser
- siggisig
- siggith
- steindorgretar
- summi
- sunnadora
- garibald
- svavaralfred
- saethorhelgi
- tommi
- tryggvigunnarhansen
- valdisa
- vefritid
- vestfirdir
- steinibriem
- steinig
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- thorha