Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Ef Eiður hefði verið með.

Ef Eiður "minn" hefði verið með er ljóst að Barcelona hefði unnið 3:0. 

Stöndum saman

 Kalli Matt


mbl.is Henry tryggði Börsungum sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ingibjörg Sólrún í Palestínu og Ísrael.

Er ekki allt í lagi með landann?

Hvað er að þó Ingibjörg fari til Palestínu og Ísraels? Er ekki fullkomlega eðlilegt, að eitt fyrsta verk hvers einasta nýs utanríkisráðherra sé að fara á þetta svæði þó ekki væri nema til að segja:

Er ekki einhver von um að þið megið semja um frið?

Stöndum saman

Kalli Matt


Dauðsföll, nauðganir og rán

Blaðið í dag fjallar um "þverpólitískan vilja" til lækkunar á áfengisverði. 

Þó talað sé við nokkra einstaklinga  í forystusveit flokkanna er ekki þar með sagt að um þverpólitískan vilja að ræða.

Í sama blaði á blaðsíðu átta er fjallað um afleiðingar og "árangur" ódýrs áfengis og auðvelds aðgengis að því á sólarströndum og jafnvel víðar.. Já þetta er árangur hjá Dönum og Svíum. Heilbrigðiðyfirvöld allt í kringum okkur æpa vegna alkóhólvæðingar landa sinna og vilja þrengja löggjöfina á sama tíma og við erum að "taka við okkur" í átt til frjálsræðis. 

Ég skora á  alla til að hugsa þessi mál í botn. Skoðið þessa frétt og fréttir komandi daga um drykkju og dópneyslu. Alkóhól er nægjanlega ódýrt en afleiðingar neyslu þess mjög oft ofboðslega dýrar

Lækkum frekar stimpilgjöld og lántökugjöld. 

Stöndum saman.

Kalli Matt


Lækkað vínverð - lækkað dópverð.

Það er að minni hyggju alveg út í hött að lækka verð á áfengi. Áfengi er ekki nein venjuleg vara við vitum það og þess vegna er sérstök löggjöf um áfengi fyrir hendi. Við verðum að byrja á mikilli vinnu í forvarnarstarfi og mikilli annarri vinnu sem lýtur að endurhæfingu alkahólista og annarra fíkla. Ef verð verður lækkað á víni þú mun verð á dópi lækka.

Stöndum saman og verum edrú um helgina.

Kalli Matt


mbl.is Pólitísk samstaða um lækkun áfengisverðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lækkum EKKI vínverð og aukum EKKI aðgengi að víni.

Ég er algerlega á móti því að lækka verð á áfengi. Drykkja er allt of mikið vandamál í landi okkar og og veldur ómældum þjáningum. Alkóhólismi er alvarlegur sjúkdómur og herjar hann á mjög marga og hefur unnið margt íllt í landi okkar. Og það er líka ljóst að margir aðrir en alkar lenda í vandræðum. Fórnarlömb vínrykkjunar eru allt of mörg.  Ef ríkið ætllar að lækka verð á áfengi er það að breyta áfengispólitíkinni. Hátt verð á víni og erfiðara aðgengi dregur úr neyslu en það er æskilegt að alkóhólneysla sé sem minnst. Þó alkóhól sé löglegur vímugjafi þá er það skuggalega mikið eitur bæði hægverkandi og langverkandi. 

Í ríkisstjórnarsáttmálanum er sérstaklega tekið fram að ráðist verði gegn fíkniefnavandanum, en áfengisneysla er mikil hluti hans. Ef menn eru að tala um að lækka verð á áfengi í  og breyta þannig áfengispólitík í landinu ber þeim rík skylda til að vinna fyrst stórátak á sviði forvarna.   Lækkað verð á áfengi mun líka þýða lækkað verð á öðrum fíkniefnum og auka þannig vandann á því sviði líka.

Hér fylgja svo í lokin nokkur orð úr Orðskviðum Salómons.

  •  29 Hver æjar? hver veinar? hver á í deilum? hver kvartar? hver fær sár að þarflausu? hver rauð augu?
  •  30 Þeir sem sitja við vín fram á nætur, þeir sem koma saman til að bergja á krydduðum drykkjum.
  •  31Horf þú ekki á vínið, hve rautt það er, hversu það glóir í bikarnum og rennur ljúflega niður.
  •  32Að síðustu bítur það sem höggormur og spýtir eitri sem naðra.
  •  33Augu þín munu sjá kynlega hluti, og hjarta þitt mun mæla fláræði.
  •  34Og þú munt vera eins og sá, sem liggur úti í miðju hafi, já, eins og sá, er liggur efst uppi á siglutré.
  •  35"Þeir hafa slegið mig, ég kenndi ekkert til, þeir hafa barið mig, ég varð þess ekki var. Hvenær mun ég vakna? Ég vil meira vín!"    

Stööndum saman.

Kalli Matt

 


Einar Oddur Kristjánsson

Aftur og aftur í dag hef ég hugsað til Einars Odds. Það er mikill sjónarsviptir að honum. Hann var afgerandi maður og var einn þeirra sem lögu lóð á vogarskálar stöðugleika með þjóðarsáttarsamningunum.  Með störfum sínum í því sambandi skráði hann sig á blöð íslenskrar sögu. Á Alþingi Íslendinga var hann svipmikill og sterkur og á hann var hlustað. Það var gott að leita til hans þegar hann var í fjárlaganefndinni og lagði hann góðum málefnum lið ekki síst þegar um minnimáttar var að ræða. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast honum og fólkinu hans sem syrgir nú góðan dreng. Sigrún Gerða Gísladóttir eiginkona hans var honum alla tíð mikil stoð og stytta í störfum hans og vott ég henni og fjölskyldunni mína dýpstu samúð. Guð styrki þau og blessi á komandi tíð.

Kalli Matt


Litla Hraun - barnaheimili?

Er Litla Hraun að verða barnaheimili? Þannig var ég spurður eftir umfjöllunina á dómi yfir 15 ára dreng um daginn.  

Eitt af því sem ég er afar ánægður með í stjórnarsáttmálanum er eftirfarandi: 

"Nauðsynlegt er að bregðast hart við aukinni vímuefnavá með öflugri fræðslu og forvörnum, stuðningi við fjölskyldur í vanda, fjölbreyttum meðferðarúrræðum og hertri löggæslu. Ríkisstjórnin leggur sérstaklega áherslu á að meðferðarúrræði séu nægjanleg fyrir þá sem ánetjast vímuefnum og tryggt sé að þjónusta á þessu sviði sé samþætt og markviss og gagnist öllum hópum sem á þurfa að halda. Fylgja þarf eftir áætlunum um uppbyggingu fangelsa."

Í gegnum tíðina hafa margir stjórnarsáttmálar verið undirritaðir en mér er til efs að orðið fangelsi hafi  komið þar fyrir fyrr en nú.

Bjarni heitinn Benediktsson hafði áform um að bæta stórlega fangelsismálin okkar en honum entist ekki aldur til þess - því miður. Ég tel að nú sé lag og trúi að ríkisstjórnin hyggi á góð áform í þeim sama anda sem Bjarni lagði upp með á sínum tíma.

Þegar við lesum fréttir síðustu daga af slysum, óhöppum og ölvunar- og vímuefnaakstri og svo auðvitað af þeim fangelsisdómum sem upp eru kveðnir yfir ungum karmönnum alveg niður í 15 ára aldur, þá hljótum við að spyrja okkur: Hvað er til ráða? Hvað getum við gert? Getum við staðið okkur betur í þvi að hrífa fólk úr alkahól- og vímuefnaheiminum? Og getum við staðið okkur betur í því koma í veg fyrir að svona margir baldnir strákar lendi beint í bjórnum, brennivíninu og dópinu þegar þeir eru jafnvel í grunnskóla?

Getum við tekið betur á málum, áður en þessir ungu menn eru dæmir til margra mánaða og jafnvel nokkurra ára fangelsisvistar? Mitt svar er já. Við eigum að grípa mun fyrr inn í málin. Og þeir aðilar sem fara með þessi mál í stjórnkerfinu verða að tala saman í mun ríkari mæli. Því þessi mál eru ekki einkamál "fjölfróðra eða alvitra sérfræðinga" hér og hvar í kerfinu sem jafnvel verja löngum tíma í að "halda sínu".

Hér skarast fræðslumál, barnaverdarmál, forvarnarmál, meðferðarmál, dómsmál, heilbrigðismál, fangelsis mál og svo síðast en ekki síst fjölskyldumál. Við vitum öll að mikil þjáning og jafnvel lömun á sér stað í fjölskyldum þar sem  "aðeins" einn verður gripinn æði drykkju- eða fíkniefnasýkinnar.  

Í samþykkt landsfundar Samfylkingarinnar í maí síðastliðnum komu fram eftirfarandi áherslur:

 

1.    FORVARNIR: Setja í námskrá grunnskóla og framhaldsskóla skyldunám í skaðsemi áfengis og fíkniefna. Áfengis- og vímuefnaráðgjafar verði ráðnir að hverjum skóla til forvarna. Skýr og einföld fræðsla um staðreyndir án prédikunar. Einungis þannig næst til allra barna og unglinga. Samstarf við hin ýmsu félagasamtök og stofnanir svo sem barnaverndarstofu, foreldrafélög, leik-grunn- og framhaldsskóla, lögreglu, fangelsismálastofnun, félagsþjónustu, félagsmiðstöðvar, svæðisskrifstofu fatlaðra, heimahjúkrun svo að einhver dæmi séu nefnd.
2.    RÁÐGJÖF, fræðslu um einkenni og neyðarhjálp verði komið á fyrir aðstandendur þegar grunsemdir vakna um neyslu. Áhersla á að vara við þögn. Upplýsa alla, skólayfirvöld, vini og vandamenn. Hugsanlegt samstarf við heilsugæslu og eða þjónustumiðstöðvar á hverjum stað.
3.    FYLGJA EFTIR LÖGUM sem banna börnum og unglingum að neyta áfengis og fíkiefna. Hafa samband við foreldra þegar slík tilvik koma upp. Taka einnig á sífelldum brotum á banni við áfengisauglýsingum – skýrari löggjöf sem síður er hægt að brjóta. Óviðunandi að hafa löggjöf sem ekki er virt.
4.    INNGRIP strax og vitað er um ólöglega fíkniefnaneyslu. Skoða hvernig aðrar þjóðir hafa nýtt sér heimildir um þvingaða meðferð og hver árangur af slíkum aðgerðum hefur verið. Inngrip er nauðsynlegt og ítrekuð neysla unglinga kallar á ábyrgar aðgerðir.
5.    AÐSTOÐ EFTIR MEÐFERÐ til að komast aftur til eðlilegs lífs.
6.    LÖGGÆSLA til að finna fíkniefnasala og auka eftirlit með smygli á öllum sviðum. Það ætti að vera hægt að finna dópsala í smábæjum þegar unglingar geta fundið þá með einu símtali.
7.    DÓMSMÁL Hætta að dæma helsjúka fíkla í almenn fangelsi fyrir fíkniefnaneyslu og skyld brot og skilgreina hana sem heilbrigðisvandamál. Byggja upp meðferðarstofnanir fyrir neyslutengd afbrot. Þyngja enn refsingar fyrir þá sem selja og fjármagna eiturlyf – en eru ekki háðir þeim sjálfir. Það eru hinir raunverulegu glæpamenn. Löggjöf til að skylda fíkla til langtímameðferðar. Um 70% þeirra sem dvelja í fangelsum landsins eru í fíkniefnaneyslu eða tengdir henni. Með því að hætta að setja fíkla í fangelsi, en vista þá þess í stað á þar til gerðu lokuðu meðferðaheimili þar sem unnið er af fagmennsku, losnar mikið pláss í fangelsum landsins.  Peninga sem þar sparast er hægt að nota til að fjármagna meðferðarstofnanir

Úr þessum punktum má nýta margt en aðalatriðið er að við leggjumst nú á eitt til þess að við séum ekki að vinna í mörgum hornum í þessum mikilvægu málum. Grundvallaratriðið er að við höfum heildarsýn aukið samstarf og síðast en ekki síst einaraða stefnu, sem við erum sammála um. Já, hér getum við betur gert það veit ríkisstjórnin þess vegna er hún með sérstakan kafla um þessi mál í sáttmála sínum. Ég vænti mikils af því og mun líka gera mitt til að halda þessu á lofti sem alþingismaður sitjandi í allsherjarnefnd.

Stöndum saman

Kalli Matt

 


Hafrannsóknarstofa LÍÚ?

Margt heyrir maður þessa dagana um hafrannsóknir.

 Í dag heyrði ég að best væri að LÍÚ sæi alfarið um hafrannsóknir og útvegsmenn færu líka með veiðiráðgjöfina.  Ekki finnst mér þetta ráðlegt.  Eigandi auðlindarinnar íslenska þjóðin ákveður þetta auðvitað. Hver þegn landsins "á" rúm 2 tonn af þorski og svona má reikna alla stofnanna. Alþingi ákveður fyrir hönd þessara  eigenda hvernig best sé að ganga um allt sjávarútvegkerfið, þannig er það í mínum huga. Bæði hvað rannsóknir varðar og einnig eftir hvaða reglum veitt er.  Við verðum að gæta þess að fiskveiðar við Íslandsstendur og yfirráðin yfir fiskimiðunum verði alltaf í hendi þjóðarinnar.  Einkum verðum við gæta okkar á þeim niðurskurðartímum sem nú fara í hönd. Þrengjum ekki rannsóknarstofuna við skulum miklu fremur víkka hana út Hafró, Líú, smábátasjómenn, Háskólar, rannsóknarsetur og fleiri.

stöndum saman

Kalli Matt


Björgvin G. og Össur Skarp

Mikið er ég stoltur af mínum góðu ráðherrum Björgvini G. vegna viðbragða hans í tengslum við sölu orkufyrirtækja  og svo Össuri Skarp. vegna viðbragða hans í tengslum við rannsóknarleyfi á ósnortnum svæðum er búa yfir mikilli orku.

Stöndum saman

Kalli Matt


Opinn markaður - frjáls samkeppni.

Það verður að segjast eins og er ég alveg kominn með upp í kok af umræðunni um framhjálöndun og öll þau meintu afbrot,  sem sumir menn eru svo vissir um að hafi verið framin. 

Ef þetta hefur verið faraldur - er þá ekki einfaldast að landa öllum fiski í gegnum markaði með strikamerktum körum svo öll tvímæli séu af tekin og saklausir menn hreinsaðir?

Þá myndi líka hlutverk fiskistofu breytast í fiskivigtunarstofu.  Best væri auðvitað að frjáls samkeppni ríkti á milli fiskvinnslufyrirtækjanna um veiddan afla en við skulum ekki ætlast til að það sé hægt svona fyrsta kastið. 

Hitt segir sig sjálft að sá gríðarlegi niðurskurður sem átt hefur sér stað hlýtur að kalla á það að fiskur fari ekki óunninn úr landi án þess að ÍSLENSK fiskvinnsla hafi fengið tækifæri að bjóða í hann.

Er ekki frjáls markaður ein af undirstöðum lýðræðisins?

Við viljum auðvitað stuðla að stöðugleika í greininni og ég tel að þessi mál verði að koma til skoðunar jafnframt því sem búið er að tala um auknar hafrannsóknir.

Stöndum saman

Kalli Matt


Næsta síða »

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband